Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Samanburðarmálvísindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samanburðarmálvísindi er undirgrein sögulegra málvísinda þar sem einbeint er að samanburði á tungumálum í því skyni að fræðast meira um tengsl milli þeirra og uppruna. Skyld tungumál hafa sameiginlegan uppruna í frummáli, en skyldleiki þeirra getur verið notaður til þess að endurbyggja frummálið. Dæmi um frummál er frumgermanska, sem er sem er forfaðir allra germanskra mála.

Helsta aðferðin sem er notuð í samanburðarmálvísindum heitir samanburðaraðferðin. Hljóð- og beygingarkerfi, orðaröð og orðaforði tveggja eða fleiri mála eru borin saman. Gert er ráð fyrir að breytingar sem hafa orðið í málunum verði reglulegar, og að hægt sé að útskýra muninn á hverju atriði málanna. Í reynd er yfirleitt aðeins einn þáttur málanna borinn saman, svo sem orðaforði eða hljóð.

Ef nægileg gögn eru til staðar um viðeigandi mál gæti það verið hægt að endurbyggja frummálið. Þó að öll form endurbyggðs máls séu tilbúin og fræðileg geta komið að gagni við að að reikna út form sem engar heimildir eru til um. Frægt dæmi um þetta er tilvera barkaopshljóða í frumindóevrópsku, sem Ferdinand de Saussure málfræðingur spáði þó að þau væru ekki til í neinu frumindóevrópsku máli sem þekkt var á tímanum. Kenningin var staðfest þegar heimildir um hittitísku voru uppgötvaðar með merki um barkaopshljóð.

Samanburðaraðferðin hentar ekki til að endurbyggja mjög fornt upprunamál því tengslin milli þeirra eru ekki eins sterk. Til dæmis ekki hefur tekist að endurbyggja frummál með því að bera saman tvö upprunamál.

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.