Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Segulómun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
MRI
Sýnishorn af fMRI gögnum

Segulómun eða MRI er læknisfræðileg rannsókn sem notuð er til að greina sjúkdóma. Rannsóknin er framkvæmd með sérstöku tæki þannig að segulsvið og útvarpsbylgjur búa til myndir af líkamanum og getur tækið tekið þunnar sneiðmyndir af hvaða hluta líkamans sem er frá hvaða sjónarhóli sem er.

Segulómtæki virka þannig að þau nýta sér seguleiginleika vetnisatóma vatns í líkamanum og býr til mynd út frá því.

Starfræn segulómmyndun (fMRI) er notkun á MRI til að mæla virkni í heila eða mænu. Mælingin er þó óbein og byggir fremur á breytingum á blóðflæði og súrefnisnotkun sem talin er fylgja breytingum í taugavirkni. Aðalkostur starfrænnar segulómmyndunar er að hún krefst ekki inngrips, það er vefir líkamans skaddast ekki. Starfræn segulómmyndun hefur aftur á móti ekki sérlega góða tímaupplausn, það er erfitt getur verið að fylgjast náið með því hvernig virknin breytist með tíma. Aftur á móti er rýmdarupplausn þokkaleg, það er hægt er að staðsetja virknina nokkuð návæmlega í taugakerfinu.

* Segulómun (doktor.is) Geymt 26 júní 2015 í Wayback Machine

  • „Mig vantar svo að vita hvernig segulómun (MRI) fer fram“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.