Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Shkodër

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útsýni yfir Shkodër.

Shkodër er fimmta fjölmennasta borg Albaníu (með um 135 þúsund íbúa) og höfuðstaður Shkodër-sýslu og samnefnds sveitarfélags. Byggð hefur staðið þar samfellt frá bronsöld og skráð saga nær 2.200 ár aftur í tímann.[1][2] Borgin þekur sléttuna Mbishkodra á suðausturströnd Shkodër-vatns við rætur Albönsku Alpanna.

Shkodër hefur verið þekkt undir mörgum nöfnum í gegnum tíðina. Borgin hefur sögulega verið kölluð Scodra (frá grísku Σκόδρα) eða Scutari (frá ítölsku) og hefur af þeim sökum oft verið kölluð Skútarí á íslensku.[3][4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Galaty, Michael L.; Bejko, Lorenc, ritstjórar (2023). Archaeological Investigations in a Northern Albanian Province: Results of the Projekti Arkeologjik i Shkodrës (PASH): Volume One: Survey and Excavation Results. Memoirs Series. 64. árgangur. University of Michigan Press. bls. 69–70, 50, 53. ISBN 9781951538736.
  2. Lemke, M. (2013). „Fieldwork at Scodra 2013“. Światowit. 52 (A): 217–225.
  3. Íslenska alfræðiorðabókin A-G. Bókaútgáfan Örn og Örlygur. 1990. bls. 26. ISBN 9979-55-000-7.
  4. Íslenska alfræðiorðabókin P-Ö. Bókaútgáfan Örn og Örlygur. 1990. bls. 252. ISBN 9979-55-000-7.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.