Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Sitkagreni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sitkagreni
Sitkagreni
Sitkagreni
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. sitchensis

Tvínefni
Picea sitchensis
(Bong.) Carr.
Útbreiðsla sitkagrenis
Útbreiðsla sitkagrenis
Barr og köngull.

Sitkagreni (fræðiheiti: Picea sitchensis) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær um 50-70 metra hæð (hæsta tré hefur þó náð 97 metrum) og 5 metra stofnþvermáli og er stórvaxnasta tegund grenitrjáa. Það er ein fárra tegunda sem ná yfir 90 m. hæð.[2] Sitkagreni er langlíft og nær allt að 700 ára aldri.

Sitkagreni er upprunnið á vesturströnd Norður-Ameríku og vex nálægt sjó frá Kodiakeyju í Alaska í norðri suður til norðanverðrar Kaliforníu. Sitkagreni hefur þó verið plantað víða um heim í nytjaskógrækt, einkum í Evrópu.

Sitkagreni er mikið notað í nytjaskógrækt fyrir framleiðslu timburs og pappírs. Viður þess er sérlega gagnlegur við gerð strengjahljóðfæra. Tréð vex hratt og er harðgert og er þess vegna vel metið í skógrækt við erfið skilyrði.

Sitkagreni á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Sitkagreni var fyrst flutt inn frá Danmörku á árunum 1920-1930 og nokkru síðar frá Noregi. Í seinni heimstyrjöld fengust fræ frá Alaska þegar Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, myndaði sambönd þar.

Í aprílhretinu 1963 þegar hitinn hrapaði úr 12 C° í -8 C° á sex klukkustundum urðu skemmdir á Alaska strandafbrigði sitkagrenis mun minni en á skyldum tegundum.

Hæstu og sverustu tré á Íslandi eru oftast tré af tegund sitkagrenis. Sumarið 2022 mældist hæsta tréð á Kirkjubæjarklaustri yfir 30 metrum. [3]

Sitkagreni er eitt algengasta skógræktartré á Íslandi. [4]. Árin 2002 og 2022 voru sitkagreni valin tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands.

  • Auður I. Ottesen (ritstj.) (2006). Barrtré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn. ISBN 9979-9784-0-6.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Picea sitchensis. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42337A2973701. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42337A2973701.en. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 júní 2019. Sótt 8. nóvember 2017.
  2. „Tallest Sitka Spruce“. Landmark Trees. Sótt 9. apríl 2012.[óvirkur tengill]
  3. Hæsta tré landsins er tré ársins Skoðað 12 september, 2022.
  4. Trjátegundir Skog.is. Skoðað 15. ágúst, 2016.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.