Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Snorri Hjartarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Snorri Hjartarson (22. apríl 190627. desember 1986) var rithöfundur og ljóðskáld. Foreldrar Snorra voru Hjörtur Snorrason, bóndi og alþingismaður, og Ragnheiður Torfadóttir frá Ólafsdal, húsfreyja. Þau bjuggu á Hvanneyri þegar Snorri fæddist en fluttu síðar í Arnarholt í Stafholtstungum.

Snorri bjó lengi í Noregi. Hann stundaði myndlistarnám við Listaháskólann í Osló, undir leiðsögn Axel Revold frá 1931 til 1932. Fyrsta ritverk Snorra kom út á norsku árið 1934, en það var skáldsagan Høit flyver ravnen. Snorri er þekktastur fyrir ljóðabækur sínar á íslensku. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981 fyrir ljóðabókina Hauströkkrið yfir mér. Snorri var bókavörður við Borgarbókasafnið eftir að hann flutti aftur til Íslands.

  • 1934 Høit flyver ravnen, skáldsaga (Nasjonalforlaget, Oslo)
  • 1944 Kvæði, ljóð (Heimskringla, Reykjavík)
  • 1952 Á Gnitaheiði, ljóð (Heimskringla, Reykjavík)
  • 1966 Lauf og stjörnur, ljóð (Heimskringla, Reykjavík)
  • 1979 Hauströkkrið yfir mér, ljóð (Mál og Menning, Reykjavík)
á norsku:
1981 Haustskyming over meg, þýtt af Ivar Orgland (Dreyer forlag, Oslo)
  • 1981 Kvæði 1940-1966 (Mál og Menning, Reykjavík)
  • 1992 Kvæðasafn (Mál og Menning, Reykjavík). Páll Valsson ritaði formála
  • 1997 Brunnin flýgur álft: kvæði – Gedichte: Brennend fliegt ein Schwan (Kleinheinrich, Münster). Bernd Koberling myndskreytti. Texti á íslensku og þýsku
  • 2006 Kvæðasafn (Mál og Menning, Reykjavík). Hjörtur Pálsson ritaði inngang: Samfylgd á ljóðvegum

Ritstjórn og þýðingar

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1945 Sól er á morgun : kvæðasafn frá átjándu öld fyrri hluta nítjándu aldar (Leiftur, Reykjavík). Að nokkru þýðingar
  • 1948 Sögur frá Noregi, Snorri Hjartarson þýddi og ritaði formála. (Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík)
  • 1949 Íslensk ástaljóð, Snorri Hjartarson valdi ljóðin. (Hörpuútgáfan, Akranesi) 2. útg. 1989, 3. útg. 1990, 4. útg. 2002
  • 1949 Íslensk ástaljóð – Nýtt safn, Snorri Hjartarson valdi ljóðin. (Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar, Reykjavík).
  • 1949 Íslensk nútímalýrikk - úrval, Snorri Hjartarson og Kristinn E. Andrésson gáfu út. 2. útg. 1987 Íslensk lýrik – úrvalskvæði eftir 30 skáld
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.