Spjall:2004
Þann 12. febrúar tók einstaklingur 85.197.199.15 stofnun Bandýmannafélagsins Viktors af listanum yfir íslenska atburði ársins 2004. Ég neita að trúa öðru en að þetta hafi verið mistök sem muni ekki endurtaka sig. Þetta var atburður sem átti sér raunverulega stað og ég hef alltaf haldið að stefna Wikipediu-manna væri að birta allt sem er satt því það er aldrei að vita hvað fólki finnst áhugavert. Pajdak 14. apríl 2006 kl. 22:16 (UTC)
- Þá hefur þú misskilið stefnu Wikipedíu-manna. --Bjarki 14. apríl 2006 kl. 22:33 (UTC)
Nú? Pajdak 15. apríl 2006 kl. 16:36 (UTC)
- Það eru takmörk fyrir því hvað á heima í alfræðiriti, það að atburður hafi sannarlega átt sér stað er ekki nóg til að hann eigi skilið umfjöllun á Wikipedíu. Flestir gera einhverjar kröfur um lágmarks„frægð“ mögulegra viðfangsefna en það er afar misjafnt hvar línan er dregin og það er engin opinber stefna sem segir til um það hvar hún eigi að liggja enda væri það ómögulegt. Það er í raun undir Wikipedíu-samfélaginu í heild komið að móta einhverja stefnu og það er eilífðarverkefni. Sjá nánar um þetta á en:Wikipedia:Notability á ensku Wikipedíu. --Bjarki 15. apríl 2006 kl. 17:04 (UTC)
Mér finnst stinga örlítið í stúf um að nefna þetta Bandýmannafélag þarna innan um atburði eins og forsetakosningar. Spurning hvort það megi ekki bara gera sér kafla neðst í greininni fyrir minna „fræga“ atburði til að gera öllum til geðs.194.144.37.56 3. maí 2006 kl. 06:10 (UTC)Orri
- Ég undirstrika orð Biekko um en:Wikipedia:Notability og tók út stofnun bandýmannafélagsins. Finnst að ágætis þekking mín á íslenskum íþróttum endurspegli það að þetta eigi ekki heima hér. --Jóna Þórunn 3. maí 2006 kl. 09:36 (UTC)
- Sjálfum finnst mér ekkert að því að rissa upp undirgreinina/undirkaflann Árið 2004 í íþróttum. Hvað markverðugleika Bandýmannafélagsins Viktors snertir þá finnst mér ekkert að því að skella því inn. Félagið hefur nú þegar unnið 3 íslandsmeistaratitla á aðeins örfáum árum. Það er til grein um félagið en ekki Sundlaug Hólmavíkur, sem minnst er á í annálnum samt sem áður. Einnig finnst mér furðulegt að "Andrés Önd verður 70 ára" sé flokkað undir atburði "Á Íslandi". Jóhannesbjarki 28. mars 2011 kl. 15:12 (UTC)