Spjall:Aristóteles
Útlit
Greinin Aristóteles er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. |
Var heimspekingur starfstitill hans? Mig minnir að vísindaiðkunin hafi verið verulega veigamikil líka og sé ekki alveg af hverju það ætti að koma aftar í ferilskránni? --Stalfur 25. nóv. 2005 kl. 08:15 (UTC)
- Á þessum tíma voru allar þessar greinar í raun undirgreinar heimspeki og hann var aðallega heimspekingur, en stundaði þessar greinar allar út frá heimspekinni í rauninni... --Sterio 25. nóv. 2005 kl. 08:18 (UTC)
- Ég held að hann hafi litið á sig sem heimspeking frekar en vísindamann; hann var menntaður heimspekingur og vísindarannsóknirnar stundaði hann fremur seint á ævinni. --Cessator 25. nóv. 2005 kl. 12:41 (UTC)
Rökfræði
[breyta frumkóða]- Á ensku segir: "Kant stated in the Critique of Pure Reason that Aristotle's theory of logic completely accounted for the core of deductive inference."
- En hér á íslensku segir: „Immanuel Kant sagði í Gagnrýni hreinnar skynsemi að rökfræði Aristótelesar væri fullkomin og gæti ekki tekið neinum framförum.“.
Seinni fullyrðingunni tekur nokkuð dýpra í árina. En í þeirri fyrri er einungis fullyrt að rökfræði Aristótelesar hafi fyllilega gert rökhendum skil. Ber ekki að breyta greininni skv. því? --Jabbi 8. október 2010 kl. 18:41 (UTC)
- Íslenska setningin segir aðeins meira en sú enska. Hins vegar segir sú enska ekkert um og nefnir ekki rökhendur, sem er miklu þrengra hugtak en "deductive reasoning". --Cessator 8. október 2010 kl. 18:56 (UTC)
- Á ensku er deductive inference, sem ég átta mig á að er mjög vítt hugtak, tilvísun á en:syllogism sem virðist vera rökhenda. --Jabbi 8. október 2010 kl. 19:04 (UTC)
- Það er verst fyrir ensku wikipediuna. Rökhenda er vissulega syllogism og er ákveðin tegund af afleiðslu en það er til annars konar afleiðsla en rökhendur. Til dæmis er engin afleiðsla með einni forsendu rökhenda. --Cessator 8. október 2010 kl. 19:09 (UTC)
- Breytti bara tilvísuninni á ensku. Núna vísar deductive inference á en:Deductive reasoning. --Cessator 8. október 2010 kl. 19:14 (UTC)
- M.ö.o. þetta er góð og gild fullyrðing í íslensku greininni? --Jabbi 8. október 2010 kl. 19:28 (UTC)
- Tja, það mætti kannski alveg umorða aðeins eða útskýra nánar en það er líka hægt að skilja hana þannig að hún sé strangt tekið ekki röng. Kant hélt vissulega að rökfræði Aristótelesar, þ.e. það sem Aristóteles hefur að segja um rökfræði — og það er meira og minna allt um rökhendur, væri rétt svo langt sem hún nær og þar yrði engin framför. Með því er ekki sagt að hann hafi haldið að það væri ekkert meira um rök og ályktanir að segja, því það er ýmislegt sem Aristóteles segir ekki um rökfræði. --Cessator 8. október 2010 kl. 19:37 (UTC)
- M.ö.o. þetta er góð og gild fullyrðing í íslensku greininni? --Jabbi 8. október 2010 kl. 19:28 (UTC)
- Á ensku er deductive inference, sem ég átta mig á að er mjög vítt hugtak, tilvísun á en:syllogism sem virðist vera rökhenda. --Jabbi 8. október 2010 kl. 19:04 (UTC)