Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Sprotafyrirtæki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sprotafyrirtæki eru fyrirtæki sem eru á því stigi að þróa viðskiptahugmynd og rannsaka markaðinn fyrir hana.

Fjárfesting í sprotafyrirtækjum getur verið áhættusöm og skilað annað hvort miklum gróða eða miklu tapi. Sprotafyrirtæki flokkast ekki lengur sem slíkt þegar það fer að skila ákveðnum gróða, verður að hlutafyrirtæki á almennum hlutabréfamarkaði eða með yfirtöku eða samruna við annað fyrirtæki.

Google er gott dæmi um sprotafyrirtæki sem núna er fyrirtæki á almennum hlutabréfamarkaði. Mörg Web 2.0 fyrirtæki hófu rekstur sinn sem sprotafyrirtæki áður en þau voru keypt af stærri fyrirtækjum. YouTube var upprunalega sprotafyrirtæki en var seinna keypt af Google og einnig Myspace sem var tekið yfir af News Corporation, stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims.

Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Startup company“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. mars 2013.

  Þessi viðskiptafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.