Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Standberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beinisvørð í Færeyjum.

Standberg er lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Það myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu.

Á Íslandi eru standberg víða við strendur landsins en einnig má sjá forn standberg frá ísaldarlokum, frá þeim tíma þegar sjór stóð tímabundið talsvert hærra en nú, einkum með suðurströndinni og á Snæfellsnesi. Dæmi um standberg eru Hornbjarg (Kálfatindur) og Látrabjarg.

Enniberg í Færeyjum er eitt hæsta standbergið í Evrópu og rís yfir 750 metra upp úr Norðursjó. Hæsta lóðrétta standbergið er í Þórsfjalli á Baffineyju í Kanada eða 1370 metrar.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hvernig myndast standberg? Vísindavefur. Skoðað 4. maí, 2016.