Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Stundin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stundin
RitstjóriIngibjörg Dögg Kjartansdóttir
Stofnár2015
ÚtgefandiÚtgáfufélagið Stundin ehf.
HöfuðstöðvarReykjavík
Vefurstundin.is
ISSN2298-7118

Stundin var íslenskur fjölmiðill sem stofnaður var í janúar 2015. Stofnun fjölmiðilsins var fjármögnuð á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund.[1]

Fyrst um sinn kom Stundin út einu sinni í mánuði á prenti og daglega á vefnum. Frá því í nóvember 2015 hefur prentútgáfa Stundarinnar komið út tvisvar í mánuði að jafnaði.[2] Stofnendur Stundarinnar voru nokkrir fyrrverandi starfsmenn DV, þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Jón Trausti Reynisson, Jón Ingi Stefánsson og Heiða B. Heiðarsdóttir. Fyrsta prentútgáfa Stundarinnar kom út þann 13. febrúar 2015 og vefurinn stundin.is var opnaður 25. febrúar 2015.

Í desember 2022 samdi Stundin um samruna við Kjarnann í nýjan fjölmiðil.[3] Miðlarnir mynduðu saman fréttamiðilinn Heimildina, sem hóf útgáfu þann 13. janúar 2023.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Stundin, Nýr óháður fjölmiðill“. Karolina Fund. Sótt 31. desember 2016.
  2. „Stundin fjölgar útgáfudögum“. stundin.is. Sótt 31. desember 2016.
  3. „Stundin sameinast Kjarnanum“. Stundin. 21. desember 2022. Sótt 4. janúar 2023.
  4. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir; Þórður Snær Júlíusson (13. janúar 2023). „Velkomin í Heimildina“. Heimildin. Sótt 14. janúar 2023.