Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Tala (festing)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tölur með þremur götum

Tala eða hnappur er festing sem notuð er á fötum til að festa tvo hluta saman. Þær eru oftast gerðar úr plasti eða skeljum. Fornlegar tölur geta verið merkilegir smíðisgripir sem lýsa má sem listaverkum. Til forna voru tölur oft gerðar úr dýrum málmum eða steinum.

Tölur eru saumaðar á fatnað, venjulega með krossbandi, og er fatnaðurinn hnepptur saman með því að smeygja tölunum í hnappagöt. Stundum eru tölur saumaðar á flík aðeins til skrauts og gegna engu hlutverki sem festingar.

Tölur voru teknar í notkun sem festingar á 14. öld. Áður voru þær aðeins notaðar sem skreytingar því hnappagatið hafði ekki verið fundið upp. Tölur leystu spennur og belti af hólmi í mörgum tilvikum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.