Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Tunna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eikartunnur
Bjórtunnur á októberhátíð í Munchen
Síldarsöltun í trétunnur í Noregi 1920
Tunnur úr stáli

Tunna er ílát sem er holur sívalningur sem vanalega var gerður úr viðarstöfum sem haldið var saman með gjörð úr málmi eða við. Tunnustafir voru beygðir í rétt form með að hita þá.Tunnur eru oft breiðastar í miðju. Þessi lögun gerir að verkum að auðveldara er að velta tunnum á hlið og áfram og breyta um stefnu. Þessi lögun gerir líka tunnuna sterkari. Tunnur voru notaðar til að geyma í og flytja vörur. Tunna var einnig notuð sem mælieining tunnumál yfir magn eða þyngd af tiltekinni vöru. Þannig er bresk bjórtunna 36 bresk gallon en vín var flutt í tunnum sem voru 119 lítrar. Tunnur voru bæði til að flytja þurrvöru eins og rúg og sykur en einnig vökva eins og brennivín og matvæli eins og síld. Tunnusmíði var fyrr á tímum stór iðngrein og var tunnusmiður kallaður beykir. Í árþúsundir voru tunnur hentugasta ílátið til að flytja vörur milli staða en smán saman dró úr mikilvægi tunna fyrir flutninga með tilkomu pappaumbúða, gáma og tankskipa.

Víntunnur í Napa dalnum í Kaliforníu.
Eikartunnur með viskí sem látið er vera í tunnunum í fjögur til níu ár til að það verði koparlitt og fái sérstakt bragð.
Sherry framleiðsla

Trétunnur eru notaðar við vínframleiðslu og vín látið gerjast ákveðinn tíma í slíkum ílátum. Vökvinn drekkur í sig efni frá tunnunum svo sem vanillin og tannín. Vatnstunnur eru oft notaðar til að safna regnvatni frá híbýlum.

55-US gallon (208 L) olíutunna

Tunna er stöðluð eining fyrir hráolíu og aðrar olíuafurðir og þó olía sé e ekki lengur flutt í tunnum heldur tankskipum þá er 42-US-gallon stærðin er ennþá notuð til að mælieining.