Uelen
Útlit
Uelen er lítill bær í sjálfstjórnarhéraðinu Tjúkotka undir norðvestanverðum Desnjév-höfða, sem er austasti oddi Asíu, austast á Tjúktaskaga. Höfðinn er vestan við Beringssund. Bærinn er á sömu breiddargráðu og Bolungarvík. Íbúar Uelen eru um 720 manns (2010). Þorpið stendur á malareyri, sem aðskilur Norður-Íshafið að norðan og stórt lón að sunnan. Lónið er um 12 - 15 km á lengd (austur/vestur) og rúmir 2 km á breidd, en eyrin er 200 - 300 m á breidd. Uelen er frægt fyrir útskornar töflur úr þverskorinni rostungstönn og útskornar heilar tennur, en mikið er af rostungum á þessu svæði. Daglínan er á miðju Beringssundi, skammt austan við þorpið og má því segja að dagurinn byrji í Uelen.
Mynda safn
[breyta | breyta frumkóða]-
Uelen, 2013.
-
Uelen, 2018.
-
Uelen, 2018.
-
Uelen, 2018.
-
Uelen, 2018.
-
Uelen, 1913.