Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Umboðsmaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skilti fyrir umboðsmann í Suður-Afríku

Umboðsmaður er milligöngumaður sem hefur verið falið það hlutverk að gæta hagsmuna almennra borgara gagnvart stjórnvöldum eða öðrum hópum. Yfirleitt er umboðsmaður opinber starfsmaður ráðinn til starfa ríkisstjórnar eða þings sem tekur á móti kvörtunum sem almenningur hefur lagt fram. Umboðsmaður má reyna að finna lausn á kvörtun sem gerir báðum hópum til geðs. Á Íslandi er ráðinn til starfs umboðsmaður Alþingis sem gætir þess að réttindi borgaranna gagnvart stjórnsýslunni séu virt og að jafnræðisreglan sé höfð í heiðri. Í öðrum löndum starfa umboðsmenn í svipuðum hlutverkum hjá ríkisstjórnum.

Á mörgum tungumálum er orðið ombudsman notað sem á rætur að rekja til dönsku, norsku og sænsku, sem á sjálft rætur að rekja til fornnorræna orðsins umboðsmaðr. Á íslensku getur orðið á líka við einfaldlega „aðila“ eða „stjóra“.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.