Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

United Artists

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samningar undirritaðir um stofnun kvikmyndaversins árið 1919: Griffith, Pickford, Chaplin og Fairbanks.

United Artists eða UA er bandarískt framleiðslufyrirtæki. Það var upphaflega stofnað árið 1919 sem kvikmyndaver af leikurunum og leikstjórunum Charlie Chaplin, Mary Pickford, D. W. Griffith og Douglas Fairbanks, í þeim tilgangi að gefa listmönnunum sjálfum færi á að stýra framleiðslunni. Fyrirtækið hefur framleitt margar af þekktustu kvikmyndum bandarískrar kvikmyndasögu, eins og The African Queen (1951), Moulin Rouge (1952), 12 Angry Men (1957), James Bond-myndirnar (frá 1963) og myndirnar um Bleika pardusinn (frá 1964). Fyrirtækið var umsvifamikið í alþjóðlegri dreifingu vinsælla erlendra kvikmynda á borð við spagettívestra Sergio Leone, Bítlamyndanna A Hard Day's Night og Help!, frönsku myndarinnar Last Tango in Paris (1972), auk bandarískra verðlaunamynda á borð við The Graduate (1967), Midnight Cowboy (1969) og Rocky (1976). Fyrirtækið hefur oft gengið í gegnum eigendaskipti og endurskipulagningar. Það fór á almennan hlutabréfamarkað árið 1957 og hóf framleiðslu fyrir sjónvarp árið 1960. Árið 1981 eignaðist kvikmyndaframleiðandinn Metro-Goldwyn-Mayer fyrirtækið, en nokkrum árum síðar var þeirri samsteypu skipt. Framleiðsla var endurvakin í upphafi 21. aldar og UA framleiddi nokkrar þekktar kvikmyndir eins og Bowling For Columbine (2002) og dreifði bosnísku verðlaunamyndinni No Man's Land (2002). Síðan þá hefur merkið verið endurvakið nokkrum sinnum.

Á Íslandi var Stjörnubíó upphaflega með dreifingarsamning við United Artists, en Tónabíó tók við honum eftir 1963.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.