Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Wallace Broecker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wallace Broecker (f. 29. nóvember 1931 í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum; d. 18. febrúar 2019) var bandarískur jarðefnafræðingur og einn fremsti vísindamaður heims í túlkun á líffræðilegum, efnafræðilegum og eðlisfræðilegum hringrásarkerfum Jarðar.

Wallace hóf rannsóknir sínar árið 1950 með því að þróa tækni til að mæla geislakolsinnihald sjávar ásamt aldri og uppsöfnunarhraða djúpsjávar- og stöðuvatnasets. Gögnin notaði hann til að rekja mynstur hringrásarkerfa sjávar með tíma. Hann var einn úr hópi vísindamanna sem stundaði geislakolsmælingar á skeljum úr seti af sjávarbotni og þannig sitt af mörkum til þeirrar uppgötvunar, að síðasta jökulskeið hafi endað fyrir um 11.000 þúsund árum.