Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Z80

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
T34BM1 - Rússnesk eftirlíking af Z80

Z80 er 8 bita örgjörvi sem að er framleiddur af bandaríska fyrirtækinu Zilog. Z80 var hannaður af Masatoshi Shima og Federico Faggin sem voru aðalhönnuðir 4004, 8008 og 8080 örgjörvanna fyrir Intel og má líta á hann sem öflugri útgáfu af 8080. Fyrsta útfærslan var sett á markað árið 1976 og hefur verið í framleiðslu alla tíð síðan, en Z80 var vinsælasti örgjörvi til notkunar í einkatölvum frá 1976 til 1984 og er ennþá notaður í iðntölvum. Þó að CP/M stýrikerfið hafi upprunalega verið hannað fyrir 8080 voru langflestar vélar sem keyrðu það kerfi byggðar í kring um þennan örgjörva.

Auk þess að vera mest seldi örgjörvi allra tíma er Z80 einnig sá er hefur komið út í flestum útgáfum en yfir 100 framleiðendur hafa komið fram með útfærslu af honum, flestar með leyfi frá Zilog veksmiðjunni en mýgrútur af verksmiðum í Austur-Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu framleiddu einnig eftirlíkingar.

Innri uppbygging
  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.