Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

regnbogi

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „regnbogi“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall regnbogi regnboginn regnbogar regnbogarnir
Þolfall regnboga regnbogann regnboga regnbogana
Þágufall regnboga regnboganum regnbogum regnbogunum
Eignarfall regnboga regnbogans regnboga regnboganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Regnbogi yfir Melstað

Nafnorð

regnbogi (karlkyn); veik beyging

[1] Regnbogi er ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar.
Orðsifjafræði
regn og bogi
Framburður
IPA: [rɛɡ̊.n̥bɔiːjɪ]
Samheiti
[1] friðarbogi
Undirheiti
[1] jarðbogi, haggall, hrímbogi, njólubaugur, regnband, úðabogi, þokubogi
Dæmi
[1] „Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Hvernig myndast regnboginn?)
[1] „Þetta skýrir hvers vegna regnboginn virðist hlaupa undan þegar við færum okkur.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni?)

Þýðingar

Tilvísun

Regnbogi er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „regnbogi