Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Viðhorf háskólastúdenta til tungumálakunnáttu

2019, Milli mála

Birna Arnbjörnsdóttir, Jón Ólafsson og Oddný Sverrisdóttir Háskóla Íslands Viðhorf háskólastúdenta til tungumálakunnáttu Inngangur „D ie Grenzen meiner Sprache bedeuten die Grenzen meiner Welt“ (takmörk tungumáls míns eru takmörk heims míns) eru fleyg orð heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein sem uppi var á fyrri hluta síðustu aldar. Þessi orð heimspekingsins austurríska lýsa glögglega þeirri skoðun að spurningar um heiminn og gerð hans séu þegar öllu er á botninn hvolft spurningar um tungumálið og að skilningur okkar á heiminum ráðist af tungumáli því sem við höfum á valdi okkar. Tungumálakunnátta stækkar heiminn og eykur fjölbreytileika hans: Því fleiri tungumál sem hver einstaklingur þekkir eða talar þeim mun áhugasamari og forvitnari verður hann um menningu og þjóðlíf annarra málsvæða og fær víðari sýn á menn og málefni. Í frægri tilvitnun í þýska rithöfundinn Johann Wolfgang von Goethe „Wer fremde Sprachen nicht kennt, weiß nichts von seiner eigenen“ (Goethe, J.W.) [sá sem ekki þekkir erlend tungumál veit ekkert um sitt eigið tungumál] er bent á að kunnátta í erlendum tungumálum eykur þekkingu manns á eigin móðurmáli. Tungumálakunnátta breytir einnig samskiptum eins og þeir þekkja sem geta átt samskipti utan heimalandsins á máli innfæddra. Það lýsir áhuga viðkomandi á landi og þjóð og sýnir að sá hinn sami hefur lagt á sig að læra tungumálið, kynnast menningunni og öðlast þannig innsýn í menningarheim viðkomandi Milli mála 11/2019 13 ÚTL EN OLGA ÓV I T I N T A T I L T UN GUM Á L A KUN N ÁT T U VIÐ H OD R ING F H ÁUSRK Ó S T ÚDE málsvæðis. Íslenski málshátturinn „heimskt er heimaalið barn“ sýnir að Íslendingar hafa frá aldaöðli gert sér grein fyrir því hversu mikilvæg samskipti við aðra eru. Þótt upphaflega vísi málshátturinn til þess að börn voru send í fóstur og ólust ekki upp í foreldrahúsum, þá er hann nú notaður í þeirri merkingu að fara til annarra svæða og kynnast nýjum menningarheimum. Orðatiltækið „að hleypa heimdraganum“ vísar einnig til þess þroska sem fylgir því að fara að heiman. Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt mikil samskipti við aðrar þjóðir í verslun og viðskiptum, menntun, menningu og vísindum og vita hve miklu máli þekking á öðrum tungumálum getur skipt ef menn ætla að ná árangri á þessum sviðum. Í íslenska menntakerfinu hefur verið lagður metnaður í kennslu erlendra tungumála. Í grunnskólum landsins eru þegar kennd tvö erlend tungumál, enska og danska eða annað Norðurlandamál. Við lok grunnskólans er gert ráð fyrir að nemendur hafi náð hæfni sem metin er sem 3. stig í ensku, dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Í aðalnámskrá eru hæfniviðmið skilgreindur heildartími í ensku, dönsku eða öðru Norðurlandamáli og er hæfniviðmiðum í hverju tungumáli skipt í þrjú stig með jafna tímaskiptingu að baki (Hæfniviðmið). Hæfniviðmið við lok gunnskóla eru mjög metnaðarfull og eru sett fyrir hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og námshæfni. Hæfniviðmiðin taka mið af Evrópska tungumálarammanum sem er samevrópskur matsrammi fyrir tungumál og er ætlaður til að skilgreina færni nemenda í tungumálinu. Rammanum er skipt upp í 6 stig eða þrep frá A1 til C2. A1 merkir að málnotandinn býr yfir lágmarkskunnáttu í hlustun, lestri samræðum, talmáli og ritun (e. basic user) en C2 stendur fyrir mikla færni málnotandans í fyrrgreindum færniþáttum (e. proficient user) (Europass). Við lok grunnskóla á hæfni nemenda í ensku og dönsku að samsvara stigi B1ef tekið er mið af Evrópska tungumálarammanum, sem merkir að um sjálfstæðan tungumálanotanda er að ræða. Stytting námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú hefur nú tekið gildi og þó að áhrif styttingar sé misjöfn eftir því hvort um er að ræða bekkjakerfi eða áfangakerfi er afleiðinga styttingar farið að gæta á ýmsum sviðum. Um kennslu í erlendum tungumálum er 14 Milli mála 11/2019 BIRN A A R N B J ÖR N S DÓT T I R , J ÓN ÓL A F SSO N O G O D D NÝ SVE RRI SD Ó T T I R fjallað í skólanámskrám framhaldsskóla landsins og er framboð á kennslu mismunandi eftir áherslum einstakra skóla. Við lok framhaldsskóla ættu nemendur þó að vera á stigi B2 eða C1 í ensku og dönsku, þar sem byggt er á þekkingu nemenda úr grunnskólunum. Sama verður ekki sagt um kunnáttu nemenda í þriðja tungumáli, þ.e. frönsku, spænsku og þýsku. Í kjölfar styttingar hefur ekki farið dult að tungumál og tungumálanám á undir högg að sækja. Framhaldsskólarnir hafa í vaxandi mæli lagt niður tungumálabrautir og dregið úr framboði á kennslu á erlendum málum. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs var áföngum í kennslu í þriðja tungumálinu fækkað og í sumum framhaldsskólum hefja nemendur nám í þriðja tungumáli seinna en áður, þ.e. á annarri eða þriðju önn. Við lok framhaldsskóla eru nemendur almennt því á stigi sem samsvarar A2 til B1 í frönsku, spænsku og þýsku. Þetta er mikil breyting á örfáum árum. Fyrir styttingu náms til stúdentsprófs var nemendum boðið upp á sex til sjö áfanga að jafnaði í þriðja máli og bjuggu þeir því yfir færni sem samsvaraði B2 í Evrópska tungumálarammanum. Við stúdentspróf höfðu nemendur því staðgóða þekkingu á þremur erlendum tungumálum. Sérfræðingar innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa á liðnum tveimur áratugum varað við styttingu framhaldsskólans og því að fækka einingum í þriðja tungumáli til stúdentsprófs. Nægir þar að benda á málþing sem haldið var á vegum stofnunarinnar, blaðagreinar og skýrslu um styttingu framhaldsskólans frá árinu 2006 sem send var öllum þingmönnum.1 Það skýtur vægast sagt skökku við að draga saman seglin í tungumálakennslu í landi þar sem alþjóðavæðing er ráðandi á flestum sviðum og atvinnu- og námstækifæri eru mikil utan landsteinanna. Ungt fólk elst nú upp við það að skipta oft um starfsvettvang og getur haslað sér völl út um allan heim. Þá eru mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Einnig er notkun ensku að aukast innan íslenskra fyrirtækja (Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2018). Í raun ætti þörf 1 „Lærum allar tungur en gleymum ekki okkar eigin“, málþing haldið á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Tungumálaáherslu Háskólans í Reykjavík þann 25. janúar 2006 og skýrsluna Tungumál eru lykill að heiminum. Kennsla erlendra mála í ljósi draga að nýjum námskrám fyrir grunn- og framhaldsskóla sem sömu aðilar gáfu út. Ennfremur birtist grein Auðar Hauksdóttur „Áhyggjur af tungumálamenntun“ í Morgunblaðinu þann 23. janúar 2006. Milli mála 11/2019 15 VIÐ H O R F H Á S K Ó L A S T ÚDE N T A T I L T UN GUM Á L A KUN N ÁT T U fyrir kunnáttu í erlendum tungumálum að vera meiri nú á Íslandi en áður og ásókn í tungumálanám að aukast þar sem nemendur læra tungumálið, kynnast menningu málsvæðanna og ná tökum á þvermenningarlegum samskiptum samfara því að leggja stund á annað nám. Það er ekki aðeins að á öllum sviðum þjóðlífsins sé þörf á haldgóðri tungumálakunnáttu. Hún eykur einnig faglega hæfni í námsgreinum og gildir því um allt nám á háskólastigi. Mála- og menningardeild er eina deild sinnar tegundar á Íslandi og allir nemendur við Háskóla Íslands geta stundað þar nám. Unnt er að taka einstök námskeið, hafa tungumál sem aukagrein eða taka eins árs diplómu meðfram öðru námi. Þá er boðið upp á sjálfstýrt tungumálanám í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands, þar sem námið er sniðið að þörfum hvers nemanda. Deildin býður upp á kennslu í dönsku, ensku, frönskum fræðum, grísku, latínu, spænsku, sænsku, japönskum fræðum, kínverskum fræðum, ítölsku, rússnesku, MiðAusturlandafræðum og þýsku. Þá hefur Tungumálamiðstöðin einnig um nokkurt skeið boðið upp á nám í pólsku og nú, frá og með þessu ári, einnig hindí. Framboðið er því afar fjölbreytt og nemendur sem áhuga hafa geta nýtt sér námsframboð deildarinnar eftir því sem hverjum hentar. Þó er þröskuldur sem hefur lengi dregið úr möguleikum deilda skólans á því að leyfa nemendum sínum að taka námskeið utan heimadeildar eða námsgreinar. Orsökina má sennilega rekja til líkansins sem notað er til að deila út fé til sviða skólans. Líkanið byggir fjárúthlutun á svokölluðum þreyttum einingum, þ.e. á námskeiðum sem nemendur ljúka í námi sínu. Einingarnar sem þannig er lokið fara að mestu leyti til þeirra deilda sem bjóða upp á námskeiðin. Hafi nemandi í stjórnamálafræði til dæmis áhuga á því að bæta við sig námskeiðum í þýsku, nýtur Mála- og menningardeild góðs af því en Stjórnmálafræðideild tapar. Þannig er deildum í raun refsað fjárhagslega ef þær bjóða nemendum upp á þann möguleika að taka tungumál sem hluta af námi sínu. Það dregur að sjálfsögðu úr áhuga þeirra á að nýta sér fjölbreytt námsframboð Háskólans, sama þótt það kunni að bæta faglega stöðu nemendanna í samræmi við áhugasvið þeirra og framtíðaráætlanir. Staðan er því sú að ein meginástæða þess að deildir viðurkenna alla jafna ekki námskeið í erlendum tungumálum eða námskeið sem 16 Milli mála 11/2019 BIRN A A R N B J ÖR N S DÓT T I R , J ÓN ÓL A F SSO N O G O D D NÝ SVE RRI SD Ó T T I R kennd eru í öðrum deildum sem hluta af námi nemenda þeirra er að öllum líkindum fjárhagsleg. Þar með má einnig færa rök fyrir því að fjárhagslíkan skólans dragi úr akademískum styrk hans. Kerfið verður e.t.v. til þess að deildir leggja sig síður fram um að miða námskeiðsval við einstaklingsþarfir. Enginn vafi leikur á því að málakunnátta er mikilvæg í námi og starfi (Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2018). Mörg þeirra starfa sem henta fólki sem hefur nýlokið háskólanámi krefjast tungumálakunnáttu. Sennilega má segja það sama um flest störf. Sömuleiðis gerir tungumálakunnátta framhaldsnám bæði auðveldara og aðgengilegra á mörgum sviðum. Fyrir þá sem halda áfram rannsóknarnámi hefur tungumálakunnátta oft mikil áhrif á rannsóknargetu – og svo má áfram telja. Það er því miður að fjárhagslíkan og skortur á samstarfi hamli því að nemendur geti nýtt sér það framboð sem Mála- og menningardeild býður upp á. Minnkandi skilningur á mikilvægi tungumála og dvínandi áhugi á tungumálanámi sem af honum leiðir er Mála- og menningardeild Háskóla Íslands mikið áhyggjuefni. Sú skoðun virðist útbreidd að ekki þurfi að kunna önnur tungumál en ensku og því sé óþarfi að leggja sig eftir öðrum málum, hvort sem um er að ræða tungumál nágrannaþjóða eða fjarlægari þjóða. Án þess að gera lítið úr mikilvægi enskunnar hefur deildin því sett sér það markmið að auka skilning nemenda á kostum þess að bæta við sig tungumálanámi, þar á meðal í akademískri ensku en rannsóknir Birnu Arnbjörnsdóttur og Hafdísar Ingvarsdóttur (2018) sýna að kunnátta Íslendinga í ensku er ofmetin. Fyrsta skrefið til að ná þessu markmiði er að kanna viðhorf nemenda við Háskóla Íslands til tungumálanáms almennt. Í því skyni ákvað deildin að láta gera könnun meðal allra háskólastúdenta til að komast að því hver þörf þeirra fyrir tungumálakunnáttu væri að eigin mati og enn fremur að kanna áhuga þeirra á tungumálum og tungumálanámi. Ekki hafa áður verið gerðar sambærilegar kannanir við Háskóla Íslands. Rannsóknin Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna þörf fyrir og áhuga nemenda í grunnnámi við Háskóla Íslands á tungumálanámi. Milli mála 11/2019 17 VIÐ H O R F H Á S K Ó L A S T ÚDE N T A T I L T UN GUM Á L A KUN N ÁT T U Rannsóknin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun á tímabilinu 19. febrúar – 4. apríl 2018. Send var út könnun á póstlista nemenda við Háskóla Íslands hi-nem og hún ítrekuð fimm sinnum. Þátttakendur Alls tóku 1210 nemendur eða liðlega 17% nemenda í grunnnámi við HÍ þátt í könnuninni. Þar sem spurt var á íslensku gátu einungis þeir sem höfðu gott vald á málinu svarað. Bakgrunnsspurningar leiddu í ljós að alls svöruðu 905 konur eða um 75% og 305 karlar eða um 25% svarenda. Aldursdreifing var eins og vænta mátti því meirihluti svarenda var á aldrinum 22–25 ára eða 51%. Næstflestir voru á aldrinum 30 ára eða eldri eða 22% en 17% voru á aldrinum 26–29 ára og 11% 18–21 árs. Spurt var um námsár en svarendur voru 1181 og af þeim voru 38% á fyrsta ári, 28% á öðru ári, 26% á þriðja ári en 8% á fjórða námsári. Dreifing svarenda var nokkuð jöfn eftir sviðum en tæplega 14% (N = 147) nemenda af Menntavísindasviði svöruðu en rúmlega 19% (N = 287) nemenda af Hugvísindasviði. Nemendur af öðrum sviðum röðuðu sér þarna á milli. Svörin endurspegla þýðið, sem eru allir háskólanemar í grunnnámi eða 7361 nemandi. Spurningarnar Í kjölfar bakgrunnspurninga fylgdu spurningar sem lutu að aðalmarkmiði rannsóknarinnar, sem var að kanna þarfir og viðhorf nemenda til tungumálanáms og tungumálafærni. Í þeim tilgangi voru settar fram 12 spurningar eftir ákveðnum undirþemum. Undir fyrsta undirþema flokkuðust spurningar um möguleika nemenda til tungumálanáms sem hluta af sínu aðalnámi. Með þessu vildi Málaog menningardeild átta sig á stjórnsýslulegum hindrunum og reglum sem hugsanlega kæmu í veg fyrir að nemendur efldu tungumálakunnáttu meðfram öðru námi. Þá koma spurningar um reynslu nemenda og áhuga á skiptinámi, tengsl við faglega færni og hvort nemendur teldu að tungumálanám ætti að vera hluti af því námi sem þeir stunduðu. Fyrstu 18 Milli mála 11/2019 BIRN A A R N B J ÖR N S DÓT T I R , J ÓN ÓL A F SSO N O G O D D NÝ SVE RRI SD Ó T T I R spurningunni í því þema var ætlað að kanna mögulegar þarfir þeirra fyrir erlend tungumál vegna verkefna sinna hér og nú, en síðari spurningar könnuðu viðhorf nemenda til þess að hve miklu leyti þeir teldu að færni í erlendum tungumálum sem kennd eru við Mála- og menningardeild yki faglega hæfni þeirra til náms og starfa í framtíðinni. Þá var spurt hvort tungumálanám væri eða ætti að vera val í námi þeirra og hversu líklegir svarendur væru til að taka tungumálanámskeið ef svo væri. Einnig var spurt um þekkingu og reynslu af Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands (https://www.hi.is/ tungumalamidstod). Að lokum var spurt hvaða tungumál nemendur vildu helst læra og þá hvers konar færni þeir vildu efla s.s. talmál, skilning, fagtengt mál, þekkingu á bókmenntum, menningu o.s.frv. Greining Svör í könnuninni voru greind af sérfræðingum Félagsvísindastofnunar með þeirri tölfræði sem er viðeigandi fyrir hverja spurningu. Þar sem svarendur tóku ekki allir afstöðu til allra spurninga er mismunandi fjöldi svara á bak við niðurstöður fyrir hverja spurningu. Notuð var einföld lýsandi tölfræði með prósentum fyrir bakgrunnspurningar. Marktektarprófið kí-kvaðrat var notað til að meta hvort tölfræðilega marktækur munur væri á hlutföllum mismunandi hópa eftir bakgrunni. Marktækur munur er tilgreindur á eftirfarandi hátt: *p ≤ 0,05; **p ≤ 0,01; ***p ≤ 0,001. Eftir grunngreiningu, unnu höfundar niðurstöðurnar sem lýst er hér á eftir. Niðurstöður Niðurstöðum bakgrunnspurninga er lýst að framan en í þessum hluta verður gerð grein fyrir öðrum svörum og byrjað á spurningum um hvort tungumálanám væri hluti af námi svarenda. Yfir 81% svöruðu að tungumálanám væri ekki hluti af námi sínu og enn fleiri, eða 90% þeirra sem svöruðu þessari spurningu, sögðu að tungumálanám væri ekki hluti af vali í sínu námi. Þá komu þrjár spurningar er vörðuðu hugsanlega notkun tungumála í skiptinámi. Milli mála 11/2019 19 VIÐ H O R F H Á S K Ó L A S T ÚDE N T A T I L T UN GUM Á L A KUN N ÁT T U Í töflu 1 má sjá spurningarnar og svörin. Tafla 1. Hefur þú farið í skiptinám til útlanda í háskólanámi þínu, eða stefnir þú á að fara í skiptinám í framtíðinni? Þegar svör háskólanema eru skoðuð kemur í ljós að aðeins um 8% svarenda hafa verið í skiptinámi en nærri fjórðungur (23%) hugðist fara í skiptinám. Svörin eru mismunandi eftir sviðum en flestir svarenda eða 14% af Hugvísindasviði höfðu farið í skiptinám en aðeins 3% svarenda af Menntavísindasviði. Menntavísindasvið sker sig einnig úr þegar litið er á fjölda þeirra sem ætla sér í skiptinám eða eingöngu 13% meðan 22–28% nemenda á öðrum sviðum hugðust fara í slíkt nám. Þá kom röð spurninga og staðhæfinga sem svarendur voru beðnir að taka afstöðu til. Spurt var um viðhorf til tungumála sem hluta af faglegri hæfni og hvort tungumál ættu að vera hluti af öðru námi. Markmiðið var að átta sig á að hve miklu leyti áhugi nemenda gæfi til kynna að vinna þyrfti að því að breyta regluverki til að auðvelda þeim að gera tungumálanám að formlegum hluta námsleiða eða hvort nemendur væru tilbúnir að taka tungumálanámskeið þó að sú vinna yrði ekki metin til eininga. Tafla 2 sýnir viðhorf svarenda til þess hvort tungumál ættu að vera hluti af námi þeirra: 20 Milli mála 11/2019 BIRN A A R N B J ÖR N S DÓT T I R , J ÓN ÓL A F SSO N O G O D D NÝ SVE RRI SD Ó T T I R Tafla 2. Tungumál: Hæfni, val, skylda Þannig eru tveir þriðju (34%) nemenda sammála því að kunnátta í erlendum tungumálum auki faglega hæfni sína og 36% nemenda telur að námskeið í erlendum tungumálum eigi að vera valnámskeið burtséð frá því á hvaða sviði það er. Aðeins 15% telja hins vegar að tungumálanám eigi að vera skylda í sínu námi. Tvær spurningar fjölluðu um það hvort nemendur væru líklegir til að velja tungumálanámskeið, jafnvel þótt einingar fyrir þau væru ekki metnar inn í nám þeirra. Um fjórðungur kvaðst líklegur eða frekar líklegur til að bæta slíku námi við þótt það væri ekki metið til eininga en 22% sögðust vera líklegir eða frekar líklegir til að taka tungumálanámskeið sem metið væri til eininga. Tafla 3. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú … Milli mála 11/2019 21 VIÐ H O R F H Á S K Ó L A S T ÚDE N T A T I L T UN GUM Á L A KUN N ÁT T U Þátttakendur voru spurðir um færni sína í einstaka tungumáli. Þeim var fenginn listi yfir þau tungumál sem kennd eru við Málaog menningardeild og þeir beðnir að merkja á skalanum 0–10 þar sem 0 var engin færni en 10 var kunnátta á við þá sem hafa málið að móðurmáli. Í þeim tilfellum þar sem eitt þessara tungumála var móðurmál viðkomandi voru svarendur beðnir að nota töluna 11, og var þá svar þeirra ekki tekið með þegar gögnin voru greind. Eins og búast mátti við kváðust langflestir hafa mjög góða færni í ensku. Af þeim 513 sem svöruðu voru 372 sem töldu sig vera á skalanum 7–9 en 96 sögðust hafa færni á við innfædda. Aðeins 41 taldi að enskukunnátta sín væri á bilinu 3–6 og enginn merkti við að hann kynni enga ensku (sjá töflu 4). Tafla 4. Færni þeirra sem merktu við að þeir vildu læra viðkomandi tungumál Tungumál 5 og undir 6 og yfir Tungumál 5 og undir 6 og yfir enska 26 1181* ítalska 234 26 danska 829 342 japanska 99 16 spænska 616 121 latína 202 16 þýska 654 103 kínverska 30 19 sænska 548 94 rússneska 53 10 franska 423 57 gríska 39 *Þar af voru 616 sem merktu við 9 og 10 (kunnátta á við innfædda) 3 Næstu spurningar lutu að því hvaða tungumál nemendur gætu hugsað sér að skrá sig í. Þarna var lítill munur milli sviða en svarendur gátu merkt við fleiri en eitt tungumál. Niðurstöður svara allra þátttakenda má sjá í töflu 5. Tafla 5. Tungumál sem svarendur vildu læra. Alls HÍ Enska Dan. Þýska 42% 28% 36% Frans. 30% Jap. 15% Rúss. 11% Kín. 14% Arab. 12% Sæn. 26% Spæn. 47% Grísk 8% Ítal. Lat. 24% 13% Marktækur munur er á svörum. Áhugavert er að spænska er það mál sem flestir vilja læra, síðan enska og svo þýska, franska og 22 Milli mála 11/2019 BIRN A A R N B J ÖR N S DÓT T I R , J ÓN ÓL A F SSO N O G O D D NÝ SVE RRI SD Ó T T I R danska. Gæti þetta bent til þess að að nemendur vilji bæta við sig kunnáttu þeim málum sem þeir hafa þegar lært. Næstu spurningar voru margþættar en þar voru nemendur sem gátu hugsað sér að læra ákveðin tungumál beðnir að merkja við þá þætti tungumálsins sem skipti þá mestu máli. Ef nemandi valdi japönsku, svo dæmi sé tekið, birtist fjölvalsspurning þar sem nemandinn var beðinn að raða eftirtöldum þáttum eftir mikilvægi: • • • • • • • • • • • • almennur lesskilningur ritun hlustunarskilningur talað mál fagtengt tungumálanám akademísk samskipti þvermenningarleg samskipti alþjóðleg samskipti heimildavinna bókmenntir og listir menning og saga lestur námsefnis Þessi listi var valinn með tilliti til endurskoðunar kennslumarkmiða og áherslu innan einstakra námsleiða í Mála- og menningardeild. Aðeins svör þeirra sem völdu viðkomandi tungumál eru rædd og er því mismunandi fjöldi nemenda (N) að baki svaranna fyrir hvert tungumál frá 449 í ensku til 106 í grísku. Hér verður gerð stutt samantekt á niðurstöðum en lesendum annars vísað í viðauka 1 hér á eftir en þar má finna niðurstöður úr svörum við þessum spurningum með tilliti til einstakra tungumála, 12 tungumála í allt. Enska hefur algera sérstöðu meðal þeirra tungumála sem spurt var um í þessari könnun. Enska er samskiptamál víðast hvar um heiminn og sérstaklega í háskólastarfi. Langflestar eða um 90% námsbóka við Háskóla Íslands eru ritaðar á ensku og frumtextar sem eiga uppruna utan enskumælandi svæða eru undantekningalítið lesnir í enskum þýðingum. Sífellt fleiri námskeið eru kennd á ensku og lokaritgerðir eru í auknum mæli skrifaðar á ensku í íslenskum háskólum (Birna Milli mála 11/2019 23 VIÐ H O R F H Á S K Ó L A S T ÚDE N T A T I L T UN GUM Á L A KUN N ÁT T U Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2018). Niðurstöður könnunarinnar styðja niðurstöður fyrri rannsókna sem benda til þess að enskuskilningur háskólanema sé betri en notkunarfærni (Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2018) því aðeins fjórðungur þeirra 449 sem vildu læra ensku merktu við enskuskilning en ívið fleiri við talmál. Enn fleiri eða 57% allra vildu leggja stund á fagtengt enskunám og 53% völdu ensk akademísk samskipti. Flestir eða 71% völdu þjálfun við lestur námsbóka á ensku. Svörin um enskuna voru talsvert ólík svörum um önnur tungumál, sem endurspeglar sérstöðu enskunnar á Íslandi. Nemendur sem áhuga hafa á að sækja námskeið í dönsku hafa mestan hug á að bæta talmálsfærni sína eða 89% almennt en t.d. 94% á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Tveir þriðju nemenda vilja bæði auka skilning sinn á töluðu dönsku máli og ritmáli. Nemendur á Hugvísindasviði hafa mestan áhuga á dönskum bókmenntum, menningu og sögu en áhugi nemenda af öðrum sviðum beinist síður að þeim þáttum. Af þeim 272 sem vildu læra sænsku voru 82 af Heilbrigðisvísindasviði, 68 af Verkfræði- og náttúruvísindasviði en færri af öðrum sviðum. Rúmlega helmingur þessara nemenda vilja bæta almenna færni sína í sænsku en einnig bæta lesskilning námsbóka og færni í akademískum samskiptum og skera sig úr hvað það varðar. Af þeim sem svöruðu voru 383 sem vildu læra þýsku og voru nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði mest áberandi en 92% þeirra vildu ná meiri færni í töluðu máli en liðlega helmingur vildi einnig bæta lesskilning á námsefni. 322 svarendur merktu við að þeir vildu gjarnan læra frönsku. Af þeim vildu 93% bæta talmálsfærni sína en 96% nemenda af Hugvísindasviði og Menntavísindasviði vildu bæta talmálsfærni sína í frönsku. Í töflu 5 kemur fram að flestir svarenda eða 47% (N=502) vildu skrá sig í spænsku. Af þeim vildu 93% bæta sig í töluðu máli en síðan almennt í skilningi og ritun. Minni áhugi virðist vera á öðrum menningarlegum þáttum eða sérhæfðri spænsku. Sama gildir um ítölsku og hin rómönsku málin, spænsku og frönsku, 228 nemendur vildu gjarnan bæta almenna málfærni, sér24 Milli mála 11/2019 BIRN A A R N B J ÖR N S DÓT T I R , J ÓN ÓL A F SSO N O G O D D NÝ SVE RRI SD Ó T T I R staklega talmálsfærni í ítölsku þó svo að nemendur á Hugvísindasviði skeri sig úr að því leyti að tveir þriðju þeirra vildu kynnast bókmenntum og listum og menningu og sögu Ítalíu. Af þeim 110 nemendum sem gátu hugsað sér að taka námskeið í rússnesku var áberandi áhugi á að bæta almenna málfærni þó svo að tæpur helmingur nemenda á Hugvísindasviði vildi læra um bókmenntir og listir og menningu og sögu og hugsanlega á frummálinu þar sem 45% þeirra vildi geta lesið námsbækur á rússnesku. 106 svarendur merktu við að þeir gætu hugsað sér að læra grísku, aðallega lestur og talmál. En þeir 176 sem vildu læra latínu höfðu mestan áhuga á lestri og ritun. Námskeið í japönsku eru vel sótt af nemum við Háskóla Íslands. Það kom því á óvart að aðeins 155 nemendur kváðust geta hugsað sér að læra japönsku. Flestir svarenda höfðu áhuga á að bæta almenna málfærni en af þeim svarendum sem völdu bókmenntir, listir, menningu og sögu voru flestir af Menntavísindasviði. Af þeim 150 nemendum sem merktu við kínversku völdu flestir námskeið í almennri málfærni. Tæplega helmingur svarenda af Hugvísindasviði valdi kínverskar bókmenntir og listir og menningu og sögu. 124 nemendur merktu við arabísku sem það mál sem þeir vildu gjarnan læra. Þar var mest áberandi valið á námskeiðum í almennri málfærni, þ.e. almennum lesskilningi, ritun og hlustunarskilningi en sérstaklega töluðu máli. 65% nemenda af Verkfræði- og náttúruvísindasviði sem völdu arabísku vildu kynnast bókmenntum og listum og 75% vildu kynnast menningu og sögu en aðeins færri af Hugvísindasviði höfðu áhuga á þessum þáttum. Samantekt Þrátt fyrir tiltölulega lágt svarhlutfall gefa niðurstöðurnar vísbendingu um viðhorf nemenda Háskóla Ísland til tungumálanáms. Svo virðist sem flestir velji að læra tungumál sem þeir hafa áður numið þ.e. tungumál sem kennd eru í framhaldsskólum s.s. dönsku, ensku, frönsku og þýsku. Í öðru lagi má skipta svarendum í tvo meginhópa eftir vali þeirra á tungumálum sem þeir geta hugsað sér Milli mála 11/2019 25 VIÐ H O R F H Á S K Ó L A S T ÚDE N T A T I L T UN GUM Á L A KUN N ÁT T U að tileinka sér: Annars vegar virðast nemendur velja tungumál vegna þess að þau hjálpa þeim í núverandi eða fyrirhuguðu námi, aðallega tungumálum sem svarendur hafa áður numið s.s. ensku og dönsku. Þar ber mest á vali á talmálsþjálfun og lestri námsbóka sem segir hugsanlega eitthvað til um áherslur í tungumálanámi í framhaldsskólum. Hins vegar eru svo nemendur sem vilja bæta við sig tungumálum og hafa þá áhuga á almennri málfærni, bókmenntum, listum og sögu s.s. ítölsku, kínversku, japönsku o.fl. Hjá fyrri hópnum er enska vinsæl en langflestir vildu bæta lesskilning á námsbókum en fæstir merktu við að þeir vildu bæta enskuskilning sinn. Í þessum flokki er einnig að finna dönsku, sænsku og þýsku sem nemendur virðast tengja við framtíðaráform um framhaldsnám. Þannig velja næstum 90% nemenda talmálsþjálfun í dönsku og þar af sérstaklega nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Helmingur allra nemenda vildi líka bæta sig í skilningi á námsbókum á dönsku. Nemendur á Heilbrigðisvísindasviði eru sérstaklega áhugasamir um sænsku, bæði almenna sænskukunnáttu en líka færni í akademískum samskiptum og lestri námsbóka. Tæplega helmingur þeirra sem vildi læra þýsku vildi bæta sig í lestri námsefnis þó svo að flestir vildu bæta almenna málfærni. Þetta á einnig við um rómönsku málin, auk kínversku, japönsku, rússnesku og arabísku. Áhugi nemenda á fagtengdu tungumálanámi kemur fram í þessari könnun, þ.e. að nemendur átta sig á því að færni í erlendu tungumáli eykur hæfni þeirra í sínu fagi, hvort sem er í námi eða starfi (sjá töflu 2). Umræður Til þess að mæta þörfum nemenda Háskóla Íslands sem birtast í niðurstöðum þessarar könnunar, hefur Mála- og menningardeild hafið vinnu við áherslubreytingar í tungumálakennslu m.a. í átt að fagtengdu málanámi í stuttum námsleiðum. Það er ljóst að nemendum er best þjónað með því að tungumálanámið sé fellt inn í nám þeirra í öðrum greinum annaðhvort með samvinnu um nám26 Milli mála 11/2019 BIRN A A R N B J ÖR N S DÓT T I R , J ÓN ÓL A F SSO N O G O D D NÝ SVE RRI SD Ó T T I R skeið þvert á námsgreinar eða með rýmkun reglna um flutning þreyttra eininga milli stjórnsýslueininga. Niðurstöður nemendakönnunarinnar sem hér er lýst eru ótvíræðar og kalla beinlínis á slíka þverfaglega þróunarvinnu og samstarf. Eins og fram kom í inngangi þessarar greinar hvetur fjárhagslíkan Háskóla Íslands ekki til samvinnu milli greina, hvað þá þvert á deildir eða svið. Þetta hefur áhrif á námsframboð skólans í heild sinni en varðar tungumálakennslu sérstaklega. Heildaráhrif þessa kunna að birtast í tilhneigingu til einsleitni í námskeiðaframboði greina þar sem í grunnnámi er einblínt á grunnstoðir námsgreina og í meistaranámi að fjölga námsleiðum, jafnvel langt umfram eftirspurn, frekar en að nýta sérfræðiþekkingu akademískra starfsmanna með kjörsviðum innan einstakra greina. Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna að skólinn býður ekki upp á neina svæðistengda sérhæfingu fyrir meistaranema í sagnfræði, stjórnmálafræði, viðskiptafræði eða bókmenntafræði þó að sérfræðikunnátta til slíks sé til staðar í tungumálunum. Þetta þýðir til dæmis að meistaranemi í sagnfræði sem hefur áhuga á SuðurAmeríku þarf að óska eftir sérstökum undanþágum til að fella slíka sérhæfingu inn í nám sitt, jafnvel þótt við skólann starfi sérfræðingar í sögu og menningu þessarar heimsálfu. Það er ekki að undra að tungumálin verði utanveltu þegar deildirnar eiga fjárhagslega ekkert undir því að auka fjölbreytni og valmöguleika nemenda. Þá er tungumálanám fjarlægur og undarlegur kostur og nemendur þurfa að stunda slíkt nám til hliðar við aðalnámsgrein eða fá undanþágur til að bæta slíku við. Tómlæti um tungumálanám gengur jafnvel svo langt í að minnsta kosti einni deild skólans (stjórnmálafræði) að nemendur geta ekki einu sinni fengið einingar fyrir tungumálanámskeið sem hluta af opnu vali (Kennsluskrá HÍ). Færa má margvísleg rök fyrir því að fjárhagslíkan Háskóla Íslands takmarki akademísk gæði skólans þegar á heildina er litið en hér er vert að beina sjónum sérstaklega að tungumálum og halda því fram að könnunin sem hér hefur verið gerð grein fyrir gefi tilefni til að ætla að nemendur sjái fagleg tækifæri í tungumálanámi sem yfirstjórn skólans og einstakar deildir hafa ekki komið auga á. Niðurstöður sýna að áhugi þeirra sem tóku þátt í könnuninni á Milli mála 11/2019 27 VIÐ H O R F H Á S K Ó L A S T ÚDE N T A T I L T UN GUM Á L A KUN N ÁT T U tungumálanámi til að styrkja stöðu sína menningarlega, félagslega og akademískt er mun meiri en aðsókn að tungumálanámskeiðum ein og sér gefur til kynna. Um þetta má segja tvennt: Í fyrsta lagi er ekki útilokað að nemendur séu framsýnni en stjórnendur deilda um hvaða færni sé gagnleg og mikilvæg þegar til lengri tíma er litið og í öðru lagi er þessi niðurstaða í samræmi við nokkurra áratuga faglega umræðu um erlend tungumál sem hluta af háskólanámi. Margir bandarískir háskólar hafa frá því á níunda áratugnum boðið upp á „tungumál þvert á greinar“ (e. Foreign Languages Across the Curriculum, FLAC) – valkost sem gerir nemendum kleift að tengja tungumálanám við einstakar námsgreinar innan sinna námsleiða (Caldwell, 2001, bls. 1127). Cornell-háskóli í Bandaríkjunum hefur verið að þróa slíka valkosti undanfarin fjögur ár með góðum árangri og Colgateháskóli í Bandaríkjunum hefur margra ára reynslu af því að auðvelda tungumálanám með þessum hætti (sjá Tungumálamiðstöð Cornell-háskóla og Tungumál þvert á greinar hjá Colgate-háskóla). Markmiðin með tungumálanámi af þessu tagi eru nokkur. Við Colgate-háskóla er námið sniðið að þrennskonar þörfum: Í fyrsta lagi þörf fyrir grunnþekkingu á tungumáli sem eykur skilning nemenda á menningarlegum fjölbreytileika og getur líka aukið rannsóknagetu framhaldsnema töluvert vegna aukins aðgangs að gögnum á erlendum tungumálum. Í öðru lagi þörf fyrir að viðhalda og bæta við kunnáttu í tungumáli sem nemendur kunna fyrir og í þriðja lagi markvissari þjálfun í tungumáli til að geta sinnt ákveðnum störfum, samskiptum eða þjónustu. En markmiðin geta verið margvísleg eftir stærð og gerð einstakra námsleiða. Í þessu sambandi er mikilvægt að huga að þörfum samfélagsins, nemenda og þeirrar sérþekkingar sem skólar búa yfir, svo dæmi sé tekið (Sudermann & Cisar, 1992, bls. 296–297). Um langt skeið hefur almennt verið viðurkennt að þekking og skilningur á menningarlegum margbreytileika og sérkennum menningarsvæða getur verið lykilatriði í faglegum og fagtengdum samskiptum. Engum dettur til dæmis í hug lengur að vænlegt sé að hasla sér völl í Austur-Asíu eða á Indlandi án þess að hafa skilning á menningu þessara svæða – sama hvort um er að ræða viðskipti, opinber samskipti, samskipti við kollega eða annað. En án þekk28 Milli mála 11/2019 BIRN A A R N B J ÖR N S DÓT T I R , J ÓN ÓL A F SSO N O G O D D NÝ SVE RRI SD Ó T T I R ingar á tungumálum einstakra svæða er menningarskilningurinn alltaf takmarkaður. Þess vegna hefur líka á síðustu árum færst í aukana að fjöl- og þvermenningarleg kennsla feli einnig í sér tungumálakennslu eins og dæmin frá Colgate og Cornell sýna prýðilega. Það sem meira er: Með síauknum menningarlegum fjölbreytileika innan samfélaga sem áður voru einsleitari er þörfin fyrir tungumálakunnáttu ekki einungis tengd fjarlægum slóðum heldur einnig og ekki síður við störf heima fyrir. Í þessu sambandi hefur verið rætt um hnattræna alþjóðlega og fjölmenningarlega færni (e. Global International and Intercultural Competencies, GII) sem er hluti af alþjóðavæðingu náms hvort sem fyrirhugaður starfsvettvangur er heima eða heiman. Þannig hefur kennslulíkan sem kennt er við Menningu og tungumál þvert á greinar (e. Cultures and Languages Across the Curriculum, CLAC) t.d. rutt sér til rúms í námi á sviði opinberrar stjórnsýslu. Það felur í sér að þjálfun í menningu og tungumálum er talin lykilþáttur í menntun á þessu sviði og námsleiðin endurskipulögð í samræmi við það (Capobianco o.fl., 2018). Full ástæða er til að mæla með því að Háskóli Íslands taki stefnu sína um kennslu í erlendum tungumálum til rækilegrar endurskoðunar. Í núgildandi stefnu Háskóla Íslands er aukin þátttaka nemenda í alþjóðastarfi meðal markmiða skólans og aðgerðir meðal annars fólgnar í því að „[e]instakar deildir meti hvort auðvelda megi nemendum að stunda tungumálanám sem hluta af námi til að auka faglega hæfni“ (Stefna Háskóla Íslands 2016–2021). Að okkar mati þarf að þróa þennan þátt betur og skerpa á honum. Í fyrsta lagi verður að hafa í huga að á síðustu árum hefur alþjóðavæðing verið hluti af samfélagsþróun um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Um eða yfir fimmtungur landsmanna er að minnsta kosti að hluta af erlendum uppruna og hefur alist upp við fleiri tungumál en íslensku. Þess vegna er tungumálakunnátta ekki aðeins nauðsynleg í samskiptum utan Íslands heldur líka á heimavelli. Í öðru lagi þarf að gefa miklu meiri gaum að faglegum styrk tungumálakunnáttu. Alltof algengt er að litið sé svo á í deildum að enskukunnáttan ein skipti máli þegar um rannsóknarstarf eða fagleg samskipti er að ræða. Eins og könnunin sýnir virðast sumir nemendur vera á öðru máli. Niðurstöður rannsókna Birnu Arnbjörnsdóttur og Hafdísar Ingvarsdóttur (2018) staðfesta þetta. Í þriðja lagi er Háskóli Íslands Milli mála 11/2019 29 VIÐ H O R F H Á S K Ó L A S T ÚDE N T A T I L T UN GUM Á L A KUN N ÁT T U nægilega stór stofnun til að geta staðið undir mun meiri fjölbreytileika en raunin er nú. En til þess að skólinn geti nýtt kunnáttu þeirra sérfræðinga sem innan hans starfa þarf að breyta rekstrarlíkani skólans – og kannski um leið hugsunarhætti – því rekstrarlegar forsendur hafa því miður sterk áhrif á hugsun um og skilning á faglegum þáttum. 30 Milli mála 11/2019 BIRN A A R N B J ÖR N S DÓT T I R , J ÓN ÓL A F SSO N O G O D D NÝ SVE RRI SD Ó T T I R Útdráttur Viðhorf háskólastúdenta til tungumálakunnáttu Nemendur við Háskóla Íslands telja að faglegur ávinningur felist í tungumálanámi. Stór hluti þeirra myndi bæta við sig tungumálakunnáttu ef slíkt félli betur að námi í einstökum greinum en raunin er oftast nú. Þetta er niðurstaða könnunar sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Mála- og menningardeild og fjallað er um í þessari grein. Bent er á að flestar deildir Háskóla Íslands skipuleggi nám í einstökum greinum þannig að erfitt eða ókleift er að fella tungumálanám að því, jafnvel þótt nemendur hafi áhuga á slíkri viðbót og auðvelt sé að sýna fram á faglegan ávinning. Í greininni er sýnt fram á að fjárhagsmódel skólans vinnur beinlínis gegn því að nemendur geti aukið sérþekkingu sína á einstökum svæðum, menningarheimum og tungumálum. Niðurstaða höfunda er sú að þetta dragi úr gæðum námsins almennt og kalla þurfi eftir kerfisbreytingum sem auðvelda nemendum að fella tungumálakunnáttu inn í fagþekkingu sína. Lykilorð: tungumálakunnátta, gæði náms, faglegur ávinningur, kerfisbreyting Milli mála 11/2019 31 Abstract Students and Language Learning: A Survey Students at the University of Iceland report that the study of languages brings professional benefit. Many of them would like to increase their foreign language skills if that could be better built into their programs This is the result of a survey made by the Social Science Research Institute for the Faculty of Languages and Cultures. This paper points out that most faculties at the University of Iceland make it difficult or impossible to study a foreign language as a part of a degree program, even when the students are interested in such a combination and the benefit can easily be shown. The authors of this paper show that the funding structure of the University of Iceland directly prevents students from increasing and deepening their knowledge of regions, cultures and languages. The authors conclude that these limitations reduce the quality of the study programs at the University and that system change is necessary to enable students to build language skills into their professional training and academic study. Keywords: foreign language skills, academic quality, professional benefit, system change 32 Milli mála 11/2019 Heimildir Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. (2018). Language development across the lifespan: The impact of English on education and work in Iceland. Amsterdam: Springer. Capobianco, S., Chen, X., Líppez-De Castro, S., og Rubaii, N. (2018). Enhancing global and intercultural competencies in Master of Public Administration classes: Assessing alternative approaches to incorporating cultures and languages. Teaching Public Administration, 36(2), 178–200. Caldwell, A. (2001). A FLAC model for increasing enrollment in foreign language classes. The French Review, 74(6), 1125–1137. Europass. https://europass.cedefop.europa.eu/sites/default/files/cefr-is.pdf Goethe, J.W. (1949). Goethes poetische Werke: Goethes Schriften, 2, 91. Stuttgart: Cotta. Hæfniviðmið. https://vefir.mms.is/namsmat/pdf/haefnividmid/erlend/erlend.pdf. Kennsluskrá HÍ. https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=nams leid&id=100900_20196&kennsluar=2019. Sudermann, D., og Cisar, M. (1992). Foreign Language Across the Curriculum: A Critical Appraisal. The Modern Language Journal, 76(3), 295–308. Tungumálamiðstöð. https://www.hi.is/tungumalamidstod. Tungumálamiðstöð Cornell-háskóla. http://lrc.cornell.edu/languages-across-curriculum Tungumál þvert á greinar. https://www.colgate.edu/about/campus-services-andresources/foreign-languages-across-curriculum-program. Stefna Háskóla Íslands. https://www.hi.is/sites/default/files/atli/pdf/kynningar/baeklingar/stefna_hi_2016-2021.pdf. Milli mála 11/2019 33 Viðauki 1 Tungumálanámskeið Q1 Á hvaða misseri ert þú í núverandi grunnnámi þínu í Háskóla Íslands? o 1. misseri o 2. misseri o 3. misseri o 4. misseri o 5. misseri o 6. misseri o 7. misseri o 8. misseri o Veit ekki o Vil ekki svara Qa Ert þú íslenskur ríkisborgari? o Já o Nei o Vil ekki svara Qb Ríkisborgari hvaða lands ert þú? __________________________________________________ Qc modurmal Er íslenska móðurmál þitt? o Já o Nei o Vil ekki svara 34 Milli mála 11/2019 Qd modurmal_b Hvert er móðurmál þitt? __________________________________________________ Q2 Hefur þú farið í skiptinám til útlanda í háskólanámi þínu, eða stefnir þú á að fara í skiptinám í framtíðinni? o Já, ég hef farið í skiptinám til útlanda í háskólanámi mínu o Já, ég ætla að fara í skiptinám til útlanda í háskólanámi mínu o Nei, ég hef ekki farið í skiptinám til útlanda í háskólanámi mínu o Veit ekki o Vil ekki svara Q3 Hversu mikla kunnáttu hefur þú í eftirtöldum tungumálum. Notaðu kvarðann 0-10, þar sem 0 stendur fyrir enga kunnáttu og 10 fyrir að tala og skrifa fullkomlega? Engin kunnátta 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Tala og skrifa fullkomlega 10 Enska Danska Þýska Franska Sænska Spænska Ítalska Latína Gríska Rússneska Japanska Kínverska Milli mála 11/2019 35 Q4 Er tungumálanám hluti af núverandi námi þínu við Háskóla Íslands? o Já, það er skylda í námi mínu o Já, ég tek það sem valnámskeið í námi mínu o Já, ég er í tungumálanámi sem aukagrein í námi mínu o Nei o Veit ekki o Vil ekki svara Q5 Vilt þú geta tekið tungumálanámskeið í vali sem hluta af námi þínu? o Já, vil læra nýtt tungumál o Já, vil bæta við kunnáttu mína í erlendu máli o Nei o Veit ekki o Vil ekki svara Q6 Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingum? Mjög sammála Það myndi auka faglega hæfni mína að taka námskeið í tungumálanámi sem hluta af því námi sem ég stunda nú. Tungumálanám skeið ætti að vera valnámskeið í námi mínu. 36 Milli mála 11/2019 Frekar sam mála Hvorki sammála né ósammála Frekar ósam mála Mjög ósammála Veit ekki Vil ekki svara Q7 Er boðið upp á tungumálanámskeið sem valnámskeið í því námi sem þú stundar nú hjá Háskóla Íslands? o Já o Nei o Veit ekki o Vil ekki svara Q8 Vilt þú geta tekið tungumálanámskeið í vali sem hluta af námi þínu? o Já o Nei o Veit ekki o Vil ekki svara Q9 Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir taka tungumálanámskeið í því námi sem þú stundar nú? o Mjög líklegt o Frekar líklegt o Hvorki líklegt né ólíklegt o Frekar ólíklegt o Mjög ólíklegt o ekki o Veit Vil ekki svara Q10 Hvað af eftirtöldu á best við um þekkingu og reynslu þína af Tungumálamiðstöðinni? o Hef aldrei heyrt um Tungumálamiðstöðina o Hef heyrt um hana en þekki ekki til Tungumálamiðstöðvarinnar að neinu leyti o Hef heyrt um Tungumálamiðstöðina og þekki lítillega til hennar o Þekki vel til Tungumálamiðstöðvarinnar en hef ekki tekið Milli mála 11/2019 37 námskeið þar o Hef tekið námskeið hjá Tungumálamiðstöðinni Q11 Hér fyrir neðan eru þau tungumál sem kennd eru við Háskóla Íslands. Vinsamlegast merktu við þau námskeið sem þú gætir hugsað þér að skrá þig í. o Enska o Danska o Þýska o Franska o Sænska o Spænska o Ítalska o Latína o Gríska o Rússneska o Japanska o Kínverska Q12 Eru einhver önnur tungumál en fyrrgreind tungumál, sem þú gætir hugsað þér að skrá þig í, ef þau væru kennd? o Já, hvaða? _____________________________ o Nei o Veit ekki o Vil ekki svara Athugið að hér vantar spurningar um hvers konar færni nemendur vildu tileinka sér í erlendum tungumálum. 38 Milli mála 11/2019