Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Gestgjafi

Að bæta aðgengiseiginleikum við skráningar

Þú getur boðið enn fleira fólki gistingu með því að bæta við aðgengiseiginleikum. Margir gestir í leit að eign hafa sérþarfir. Kynntu þér hvernig þú getur gert eignina þína aðgengilegri.

Frekari upplýsingar um samkennd og að tilheyra á Airbnb er að finna í aðgengisstefnu okkar.

Að tilgreina aðgengiseiginleika

Gakktu fyrst úr skugga um að skráningin hafi verið birt. Svo getur þú breytt hverju herbergi skráningarinnar og nefnt alla aðgengiseiginleika með a.m.k. einni skýrri mynd. Kynntu þér leiðbeiningar okkar um að taka myndir af aðgengiseiginleikum.

Eftir að eiginleikarnir hafa verið staðfestir í samræmi við viðmið okkar fyrir ljósmyndir verða þeir sýndir í hlutanum fyrir aðgengiseiginleika eignarinnar.

Bættu aðgengiseiginleikum við þínar skráningar

Að bæta aðgengiseiginleikum við skráningu í tölvu

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á aðgengiseiginleikar
  4. Smelltu á ég er með þennan eiginleika og bættu við myndum af þeim aðgengiseiginleikum sem þú vilt bæta við skráninguna
  5. Gakktu úr skugga um að allt sé rétt og smelltu á vista


Breyttu herberginu með því að bæta við aðgengiseiginleikum

Að bæta aðgengiseiginleikum við herbergi í tölvu

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á myndleiðangur
  4. Veldu tiltekið herbergi, smelltu á aðgengiseiginleika og bættu við aðgengiseiginleikanum sem þú býður upp á
  5. Gakktu úr skugga um að allt sé rétt og smelltu á vista

Uppfærsla á aðgengisþægindum í gegnum API-hugbúnaðinn

Ef þú tengist Airbnb í gegnum markaðstorg eða eignaumsýslukerfi með fullri samstillingu þarftu að uppfæra aðgengiseiginleikana í gegnum API-hugbúnaðarkerfið. Hafðu samband við útgefanda API-hugbúnaðarins til að spyrja hvenær eigi að bæta við API-tengingu fyrir aðgengiseigiseiginleika svo að þú getir bætt þægindunum við.

Að bera kennsl á aðgengiseiginleika

Skoðaðu skilgreiningarnar hér að neðan um aðgengiseiginleika og gættu þess að herbergið eða eignin uppfylli kröfurnar áður en þú velur tiltekinn eiginleika. 

Aðgengiseiginleikar í eigninni þinni

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða

Skilgreining á eiginleika:


Einkabílastæði er á staðnum sem er að minnsta kosti 3,35 metra breytt (11 fet). Almenningsbílastæði fyrir fatlaða með greinargóðum merkingum er á staðnum.


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Sýndu skilti eða merkingar fyrir almenningsbílastæði um að þau séu frátekin fyrir fólk með fötlun
  • Hvað varðar einkabílastæði og innkeyrslur skaltu taka mynd úr fjarlægð sem sýnir að stæðið sé minnst 3,35 metrar (11 fet) á breidd

Lýsing við gangveg að inngangi gesta

Skilgreining á eiginleika:


Gangstéttin eða leiðin sem liggur að inngangi gesta er vel upplýst að næturlagi.


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Sýndu greinilega öll ljós sem lýsa upp leiðina að inngangi gesta
  • Ekki sýna inniljós með
  • Gættu þess að myndin sýni hvar ljósin eru staðsett miðað við stíginn

Þrepalaust aðgengi

Skilgreining á eiginleika:


Stígurinn að inngangi eignarinnar er ekki með neinar tröppur, þrep eða kanta. Í sumum eignum, til dæmis í íbúðum, á þetta einnig við allar leiðir að eigninni utan frá, ganga, lyftur og annað á leið gesta að inngangi eignarinnar. Þröskuldar og hindranir á aðkomuleiðinni verða að vera lægri en 5 cm (2 tommur).


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Áður en þú tekur myndir skaltu opna allar dyr og hlið meðfram öllum stígnum í gegnum inngang eignarinnar til að sýna að þar séu hvorki tröppur né hindranir
  • Taktu fyrstu myndirnar þar sem gestir koma að eða leggja og svo myndir með 3ja metra (10 feta) millibili eftir leiðinni að innganginum
  • Taktu aukamynd af gestainnganginum utan frá með dyrnar opnar þannig að allur þröskuldurinn sjáist. Best væri að taka hana úr 2,4 metra (8 feta) fjarlægð
  • Gakktu úr skugga um að færanlegir rampar og rampar við þröskulda sjáist á myndunum ef tekið er fram að aðgengi eignarinnar sé þrepalaust.

Loftlyfta eða færanleg lyfta


Skilgreining á eiginleika:


Í eigninni er sérhannaður búnaður til að lyfta einstaklingi í og úr hjólastól. Hann er annaðhvort festur við loftið eða frístandandi.


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Lyftubúnaðurinn verður að vera sérhannaður til að lyfta einstaklingi í og úr hjólastól

  • Taktu mynd sem sýnir lyftuna og staðsetningu hennar greinilega í svefnherberginu eða á baðherberginu

Lyfta fyrir laug eða heitan pott

Skilgreining á eiginleika:


Í eigninni er sérhannaður búnaður sem hægt er að nota til að lyfta einstaklingi í og úr sundlaug eða heitum potti.


Viðmið fyrir ljósmynd:

  • Lyftubúnaðurinn verður að vera sérhannaður til að lyfta einstaklingi í og úr sundlaug eða heitum potti

  • Sýndu lyftuna og staðsetningu hennar greinilega nálægt sundlauginni eða heita pottinum

Aðgengiseiginleikar herbergja í eigninni þinni

Gestainngangur breiðari en 81 cm (32 tommur)

Skilgreining á eiginleika:


Dyragátt gestainngangs er að minnsta kosti 81 cm (32 tommur) breið.


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Komdu málbandi fyrir í opinni dyragáttinni á milli þeirra punkta þar sem dyrakarmurinn er sem þrengstur

  • Taktu eina mynd sem sýnir allt málbandið innan dyrakarmsins

  • Taktu aðra mynd af málbandinu þannig að mælieiningarnar sjáist greinilega

Þrepalaust aðgengi að herbergjum 

(þessi eiginleiki er í boði fyrir allar herbergistegundir)

Skilgreining á eiginleika:


Herbergið er á jarðhæð eða aðgengilegt með lyftu eða rampi og það eru engir stigar, þrep eða þröskuldar hærri en 5 cm (2 tommur) milli gestainngangs og herbergis.


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Staðfestu að herbergið sé á jarðhæð eða aðgengilegt með lyftu eða rampi áður en þú tekur myndir

  • Beindu myndavélinni niður á við til að mynda allan þröskuld inngangsins

  • Gakktu úr skugga um að dyrnar séu opnar og komdu myndavélinni fyrir utan við herbergið þannig að hún vísi inn í það

Inngangur að herbergi breiðari en 81 cm (32 tommur)


(þessi eiginleiki er í boði fyrir allar herbergistegundir)

Skilgreining á eiginleika:


Dyragáttin eða dyrnar að herberginu eru að minnsta kosti 81 cm (32 tommur) breið.


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Sýndu málband eða reglustiku í dyrakarminum þannig að báðir endar þess og lengdin sjáist greinilega. Dyrnar ættu að vera eins mikið opnar og hægt er.

Þrepalaus sturta

Skilgreining á eiginleika:


Það eru engar tröppur eða hindranir til að komast í sturtuna. Þröskuldar eða vatnshlífar skulu vera lægri en 2,50 sentimetri (1 tomma).


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Sýndu alla sturtuna, þar á meðal hvernig baðherbergisgólfið liggur að henni.

Sturta eða baðstóll

Skilgreining á eiginleika:


Það er sæti, eins og stóll eða bekkur, í sturtunni eða baðkerinu sem er annaðhvort festur við vegginn eða frístandandi. Sætið verður að vera sérstaklega hannað fyrir gesti með hreyfihamlanir.


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Sýndu allan stólinn í sturtunni eða baðkerinu.

Fest gripslá fyrir sturtu

Skilgreining á eiginleika:


Í sturtunni eru að minnsta kosti ein eða fleiri gripslár sem eru festar við vegginn með boltum eða slíkum festingum og geta borið fullan þunga. Þetta má ekki vera handklæðaslá og hún má ekki vera fest með sogskál eða með bráðabirgðafestingu.


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Sýndu alla sturtuna sem og skýra mynd af gripslánni og staðsetningu hennar í sturtunni.

Festar gripslár fyrir salerni

Skilgreining á eiginleika:


Í kringum salernið eru ein eða fleiri gripslár sem eru festar við vegginn með boltum eða slíkum festingum og geta borið fullan þunga. Þetta má ekki vera handklæðaslá og hún má ekki vera fest með sogskál eða með bráðabirgðafestingu.


Viðmið fyrir ljósmyndir:

  • Sýndu skýra mynd af gripslánni og staðsetningu hennar nálægt salerninu.
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Leiðbeiningar • Gestgjafi

    Breyttu skráningartitlinum

    Þú getur alltaf breytt titli skráningar svo að þú getur gefið henni nafn með áherslu á það sem ber af við eignina.
  • Leiðbeiningar • Gestgjafi

    Hvernig hverfi eru ákvörðuð

    Skráningar eru flokkaðar í hverfi sjálfkrafa miðað við nákvæmt heimilisfang og þessum hverfum er ekki hægt að breyta.
  • Leiðbeiningar • Gestgjafi

    Bæta þægindum við skráningu

    Mikilvægt er að greina frá öllu sem þú býður upp á vegna þess að gestir geta síað leitarniðurstöður miðað við þægindi skráninga.
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning