Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Pendúll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einfaldur pendúll

Pendúll er lóð sem hangir frá völtum þannig að það getur sveiflast frjálslega. Þegar pendúllinn er færður úr jafnvægisstað er honum undirorpið krafti sem færir hann aftur á jafnvægisstaðinn. Þessi kraftur, saman með massa pendúlsins, lætur pendúlinn sveiflast til og frá þegar honum er sleppt. Tíminn sem tekinn er að sveiflast einu sinni heitir tíðni. Tíðnin fer aðallega eftir lengd pendúlsins. Síðan þeir voru uppgötvaðir árið 1602 af Galíleó Galílei hefur pendúlar verið notaðir til að mæla tíma. Pendúlar voru nákvæmasta tæki til tímamælingar þangað til fjórða áratugsins. Þeir eru notaðir til að stilla pendúlklukkur og í vísindatækjum eins og hröðunarmælum og jarðskjálftamælum. Áður fyrr voru pendúlar notaðir sem þyngdaraflsmælar og jafnvel til að mæla lengd. Orðið „pendúll“ á rætur að rekja til latínu, það kemur frá orðinu pendulus sem þýðir „hangandi“.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.