Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels.

Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels (hebreska: הכרזת העצמאות‎, Hakhrazat HaAtzma'ut) er frá 14. maí 1948, sama dag og umboðsstjórn Breta í Palestínu rann út. Með sjálfstæðisyfirlýsingunni var lýst yfir stofnun nýs ríkis, Ísraels, á hluta þess svæðis sem umboðsstjórnin hafði náð til og á þeim svæðum sem hin fornu konungsríki gyðinga, Ísraelsríki, Júda og Júdea, höfðu náð yfir.

Bandaríkin viðurkenndu hið nýja ríki aðeins ellefu mínútum eftir yfirlýsinguna, og í kjölfarið einnig Íran, Gvatemala, Níkaragva og Úrúgvæ. Sovétríkin viðurkenndu hið nýja ríki 17. maí og í kjölfarið einnig Pólland, Tékkóslóvakía, Írland og Suður-Afríka.

Um leið og yfirlýsingin var gefin réðust herir Egyptalands, Írak, Transjórdaníu og Sýrlands, ásamt hersveitum frá Jemen og Sádí-Arabíu, inn á svæðið. Stríðið var kallað Stríð Ísraels og araba 1948.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.