Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Þjóðréttarsamningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðréttarsamningur er bindandi gerningur sem aðilar þjóðaréttarins gera sín á milli og ætlað er að skapa rétt eða leggja skyldur á samningsaðila. Aðilar geta bæði verið ríki og alþjóðastofnanir.

Meginheimild þjóðaréttarins með almennum reglum á þessu sviði er Vínarsamningur um milliríkjasamninga frá 1969 en hann tók gildi 1980 þegar tilskilinn fjöldi ríkja hafði fullgilt hann og tekur hann aðeins til samninga sem samþykktir hafa verið eftir það en reyndar er litið svo á að með samningnum hafi verið skráðar þegar gildandi venjur og því bindi hann ríki án tillits til aðildar að honum og þá einnig samninga fyrir 1980.