Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Alan Dundes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alan Dundes (8. september 193430. mars 2005) var bandarískur þjóðfræðingur sem kenndi lengst af við Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Hann fjallaði mikið um hefðbundið þjóðfræðiefni á borð við brandara, þjóðlög, þjóðsögur og goðsagnir í nútímasamfélögum. Hann var vinsæll kennari og fyrirlesari og hafði mikil áhrif á þróun greinarinnar í Bandaríkjunum. Verk hans voru undir áhrifum frá formgerðarhyggju og sálgreiningu.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.