Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Andrea Ghez

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjörnufræði
21. öld
Nafn: Andrea Ghez
Fædd: 16. júní 1965 (1965-06-16) (59 ára)

New York, New York, Bandaríkjunum

Svið: Stjörnufræði
Alma mater: Tækniháskólinn í Massachusetts (B.S. í eðlisfræði, 1987)
Tækniháskólinn í Kaliforníu (Ph.D., 1992)
Helstu
vinnustaðir:
Kaliforníuháskóli í Los Angeles
Verðlaun og
nafnbætur:
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði (2020)

Andrea Mia Ghez (f. 16. júní 1965) er bandarískur stjarnfræðingur og prófessor við eðlisfræði- og stjörnufræðideild Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA).[1] Árið 2020 hlaut Ghez Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Hún deildi helmingi verðlaunanna með Reinhard Genzel fyrir rannsóknir þeirra á svartholinu í miðju vetrarbrautarinnar.[2] Roger Penrose hlaut hinn helming verðlaunanna. Ghez er fjórða konan sem hefur unnið til Nóbelsverðlauna í eðlisfræði.[3]

Æska og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Ghez ólst upp í Chicago og gekk í Tilraunaskóla Chicago-háskóla.[4] Apollo-geimferðaáætlunin vakti metnað hjá Ghaz til að verða fyrsti kvengeimfarinn og móðir hennar studdi hana heils hugar.[5] Helsta kvenfyrirmynd hennar var efnafræðikennari hennar í gagnfræðaskóla.[6] Hún tók í fyrstu stærðfræði sem aðaláfanga í háskóla en skipti brátt yfir í eðlisfræði.[7] Hún útskrifaðist með BS-gráðu í eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Massachusetts árið 1087 og með doktorsgráðu frá Tækniháskólanum í Kaliforníu árið 1992.[8]

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi rannsóknir Ghez ganga út á að beita myndunaraðferðum með hárri rúmupplausn, til dæmis aðlögunarhæfa ljóstæknilega kerfinu í Keck-sjónaukunum[9] til að rannsaka stjörnumyndunarsvæði og ofurmassa-svartholið í miðju Vetrarbrautarinnar sem gengur undir nafninu Sagittarius A* (ísl. Bogmaður A*).[10] Hún beitir hreyfifræði stjarnanna nærri miðju vetrarbrautarinnar til að rannsaka svæðið.[11] Há upplausn Keck-sjónaukanna[12] varð til verulegra bóta miðað við fyrstu meiriháttar rannsóknir hóps Reinhards Genzel á hreyfifræði í miðju vetrarbrautarinnar.[13]

Árið 2004 var Ghez kjörin í bandarísku vísindaakademíuna.[14] Hún hefur birst í fjölda kynninga og heimildarmynda, meðal annars í framleiðslu BBC, Discovery Channel og The History Channel, auk þess sem hún birtist árið 2006 í kynningu í sjónvarpsþáttunum Nova hjá PBS.[15] Samtökin The My Hero Project, sem taka saman góðar fyrirmyndir hvarvetna úr heimi, kallaði Ghez „vísindahetju“.[5] Árið 2019 var Ghez kjörin félagi í samtökunum American Physical Society (APS).[16]

Svartholið við miðju vetrarbrautarinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Með því að ljósmynda miðju vetrarbrautarinnar með innrauðum bylgjulengdum hefur Ghez og samstarfsmönnum hennar tekist að gægjast í gegnum þykkt ryklag sem hleypir ljósi ekki í gegn og þannig framleiða myndir af miðju Mjólkurslæðunnar. Þökk sé 10 metra ljósopi W. M. Keck-sjónaukanna og notkun á aðlögunarhæfu ljóstæknilegu kerfi til að laga niðurstöðurnar að ólgu í andrúmsloftinu eru myndirnar í afar hárri rúmupplausn og hafa gert það mögulegt að fylgjast með sporbrautum stjarnanna í kringum svartholið, sem einnig er kallað Sagittarius A* eða Sgr A*.

Fylgst hefur verið með sporbraut margra stjarnanna í kringum svartholið að hluta. Ein stjarnan, SO-2, hefur lokið sporöskjubraut sinni að fullu síðan rannsóknir hófust árið 1995. Taka mun nokkra áratugi í viðbót til að rannsaka sporbraut sumra hinna stjarnanna. Mælingar á þeim kunna að verða prófraun á almennu afstæðiskenninguna. Í október árið 2012 fann rannsóknarteymi Ghez við UCLA aðra stjörnu, S0-102, á sporbaug um miðju vetrarbrautarinnar.[17] Með lögmáli Keplers hefur teymi hennar reiknað út frá sporbaugshreyfingunni að massi svartholsins nemi 4.1±0.6 milljón sólmössum.[18] Þar sem miðja vetrarbrautarinnar (þar sem Sgr A* er staðsett) er hundrað sinnum nær okkur en M31 (þar sem nærsta þekkta svartholið, M31*, er staðsett),[19] er Sgr A* nú það ofurmassasvarthol sem mest er vitað um.

Árið 2020 hlaut Ghez Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt Reinhard Genzel og Roger Penrose.[2] Hún er fjórða konan sem hefur hlotið verðlaunin, á eftir Marie Curie, Mariu Goeppert-Mayer og Donnu Strickland.

Ghez er gift Tom LaTourrette, sem er jarðfræðingur og rannsóknarvísindamaður við RAND-félagið. Þau eiga tvo syni.[20] Ghez er ötul sundkona við félagið Masters Swim Club, sem hún sækir til að taka sér hlé frá vísindunum.[21]

Valin ritverk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ghez, Andrea M.; Neugebauer, Gerry; Matthews, K. (1993). „The Multiplicity of T Tauri Stars in the Taurus-Auriga & Ophiuchus-Scorpius Star Forming Regions: A 2.2 micron Imaging Survey“ (PDF). Astronomical Journal. 106: 2005–2023. Bibcode:1993AJ....106.2005G. doi:10.1086/116782.
  • Ghez, Andrea M.; White, Russel J.; Simon, M. (1997). „High Spatial Resolution Imaging of Pre-Main Sequence Binary Stars: Resolving the Relationship Between Disks and Close Companions“. Astrophysical Journal. 490 (1): 353–367. Bibcode:1997ApJ...490..353G. doi:10.1086/304856.
  • Ghez, Andrea M.; Klein, B. L.; Morris, M.; Becklin, E.E. (1998). „High Proper Motions in the Vicinity of Sgr A*: Evidence for a Massive Central Black Hole“. Astrophysical Journal. 509 (2): 678–686. arXiv:astro-ph/9807210. Bibcode:1998ApJ...509..678G. doi:10.1086/306528. S2CID 18243528.
  • Ghez, A. M.; Morris, M.; Becklin, E. E.; Tanner, A.; Kremenek, T. (2000). „The Accelerations of Stars Orbiting the Milky Way's Central Black Hole“. Nature. 407 (6802): 349–351. arXiv:astro-ph/0009339. Bibcode:2000Natur.407..349G. doi:10.1038/35030032. PMID 11014184. S2CID 312384.
  • Ghez, A. M.; Duchêne, G.; Matthews, K.; Hornstein, S. D.; Tanner, A.; Larkin, J.; Morris, M.; Becklin, E. E.; S. Salim (1. janúar 2003). „The First Measurement of Spectral Lines in a Short-Period Star Bound to the Galaxy's Central Black Hole: A Paradox of Youth“. Astrophysical Journal Letters (enska). 586 (2): L127. arXiv:astro-ph/0302299. Bibcode:2003ApJ...586L.127G. doi:10.1086/374804. S2CID 11388341.
  • Ghez, A. M.; Salim, S.; Weinberg, N. N.; Lu, J. R.; Do, T.; Dunn, J. K.; Matthews, K.; Morris, M. R.; Yelda, S. (1. janúar 2008). „Measuring Distance and Properties of the Milky Way's Central Supermassive Black Hole with Stellar Orbits“. Astrophysical Journal (enska). 689 (2): 1044–1062. arXiv:0808.2870. Bibcode:2008ApJ...689.1044G. doi:10.1086/592738. S2CID 18335611.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „20 Young Scientists to Watch“. Discover Magazine. Sótt 6. mars 2008.
  2. 2,0 2,1 „Press release: The Nobel Prize in Physics 2020“. Nobel Foundation. Sótt 6. október 2020.
  3. „Facts on the Nobel Prize in Physics“. Nobel Foundation. Sótt 6. október 2020.
  4. „Alumni Award Winners Announced“. University of Chicago. 16. maí 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2021. Sótt 7. október 2020.
  5. 5,0 5,1 Jennifer Lauren Lee. „Science Hero:Andrea Mia Ghez“. The My Hero Project. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. janúar 2010. Sótt 23. september 2009.
  6. Susan Lewis (31. október 2006). „Galactic Explorer Andrea Ghez“. NOVA.
  7. Linda Copman. „Zeroing in on Black Holes“. W. M. Keck Observatory. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. júlí 2011. Sótt 23. september 2009.
  8. „Changing Faces of Astronomy“. Science. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. mars 2008. Sótt 20. mars 2008.
  9. „Supermassive Black Holes“. BBC. Sótt 20. mars 2008.
  10. „Milky Way Monster Stars in Cosmic Reality Show“. Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics. Afrit af uppruna á 17. mars 2008. Sótt 20. mars 2008.
  11. „CELT Science Working Group Meeting“. celt.ucolick.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2007. Sótt 20. mars 2008.
  12. @sciencemusicart.com, Liz Jensen. „UCLA Galactic Center Group“. www.astro.ucla.edu. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. október 2020. Sótt 7. október 2020.
  13. Eckart, A.; Genzel, R. (1996). „Observations of stellar proper motions near the Galactic Centre“. Nature. 383 (6599): 415–417. Bibcode:1996Natur.383..415E. doi:10.1038/383415a0. S2CID 4285760.
  14. „Andrea Ghez Elected to National Academy of Sciences“. NASA. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2004. Sótt 20. mars 2004.
  15. „Andrea M. Ghez“ (PDF). UCLA. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 7. janúar 2021. Sótt 20. mars 2008.
  16. „APS Fellow Archive“. Sótt 24. september 2019.
  17. Wolpert, Stuart. „UCLA astronomers discover star racing around black hole at center of our galaxy“. UCLA Newsroom. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2014. Sótt 6. október 2012.
  18. Ghez, A. M.; Salim, S.; Weinberg, N. N.; Lu, J. R.; Do, T.; Dunn, J. K.; Matthews, K.; Morris, M.; Yelda, S.; Becklin, E. E.; Kremenek, T.; Milosavljevic, M.; Naiman, J. (20. desember 2008). „Measuring Distance and Properties of the Milky Way's Central Supermassive Black Hole with Stellar Orbits“. The Astrophysical Journal. 689 (2): 1044–1062. arXiv:0808.2870. Bibcode:2008ApJ...689.1044G. doi:10.1086/592738. S2CID 18335611.
  19. Eckart, Andreas; Schödel, Rainer; og fleiri (september 2006). „The Galactic Centre: The Flare Activity of SgrA* and High-Resolution Explorations of Dusty Stars“ (PDF). The Messenger. European Southern Observatory. 125: 2–5.
  20. Stuart Wolpert (23. september 2008). „UCLA astronomer Andrea Ghez named MacArthur Fellow“. UCLA. Sótt 16. apríl 2011.
  21. „Poster Project, Biographies“. www.math.sunysb.edu.