Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Barokk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tilbeiðsla vitringanna eftir Peter Paul Rubens er dæmi um barokklistaverk.

Barokk er nafn yfir listastefnu og tímabilið sem stefnan einkenndi. Stefnan einkenndist af miklu skrauti, flúri og þungri tilfinningu. Barokk með léttri tilfinningu er yfirleitt kallað rókokó. Stefnuna má rekja til Rómar í kringum 1600 en þaðan breiddist hún út um Evrópu.

Barokktónlist

[breyta | breyta frumkóða]

Í tónlist er barokk samheiti yfir bæði barokk og rokkokó. Barokktónlist einkennist af miklu flúri, trillum og flóknum tónavafningi. Ein aðalástæða þess að ekki er greint milli barokks og rokkokó í tónlist er að flytjendur barokktónlistar hafa mikið frelsi, nóturnar sýna aðeins byggingu lagsins en svo eiga flytjendur að spinna í skraut og flúr í tónlistina sem gerir hana misþunga eftir flytjendum [heimild vantar]. Keðjulaglínur og kontrapunktar voru algengar á þessu tímabili (þó misvinsælar eftir tónskáldum) og á bestu bæjum var samin keðjulaglína með þremur eða fjórum upphafsstöðum. Barokktónsmíðar eru gjarnan á formi sónata, konserta, kantata og óratoría. Óperur urðu til á barokktímanum.

Nokkur þekkt barokktónskáld

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.