Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Henry Purcell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Henry Purcell

Henry Purcell (10. september 1659 (?) – 21. nóvember 1695) var breskt barokktónskáld. Tónlist hans var einstök og hann notaði ýmsa þætti úr ítalskri og franskri tónlist sem hann blandaði við enska tónlist fyrri tíðar.

Purcell fæddist í Westminster og komst í kórinn í Royal Chapel þar sem hann lærði að syngja og skrifa nótur. Elsta þekkta verk hans er óður til konungsins frá 1670.

1676 var hann gerður að organista við Westminster Abbey. Hann samdi fjölda verka við leikrit, óperettur og óperur, meðal annars við verk John Dryden og Thomas Shadwell. Eitt af frægustu verkum hans er óperan Dido and Aeneas.

Helsta verk Purcells er talið vera Te Deum and Jubilate, fyrsti lofsöngurinn sem saminn er á enska tungu með undirleik hljómsveitar. Verkið var flutt árlega í Pálskirkjunni í London til 1712 þegar það var flutt til skiptis við Utrecht Te Deum and Jubilate eftir Georg Friedrich Händel til 1743 þegar Dettingen Te Deum Händels tók við.

Purcell lést aðeins 36 ára að aldri eftir veikindi, hugsanlega berkla. Ekkja hans gaf út mörg verka hans að honum látnum, þar til hún lést 1706.

Hljóðskrár

[breyta | breyta frumkóða]
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.