Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Byggingarlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Meyjarhofið í Aþenu á Grikklandi, er dæmi um klassískan arkitektúr.

Byggingarlist eða arkitektúr (úr grísku ἀρχιτέκτων arkitekton; „yfirsmiður“) felst í hönnun bygginga og ýmissa annarra mannvirkja. Smærri byggingar eru yfirleitt hannaðar alfarið af arkitektum, en stærri byggingar eru unnar í samvinnu arkitekta, sem einbeita sér að fagurfræði og almennu notagildi og byggingaverkfræðinga og byggingartæknifræðinga sem reikna burðarþol og sinna tæknilegum þáttum.

Byggingarlist felst í því að skipuleggja, hanna og smíða form, rými og landslag með hliðsjón af hugmyndum um notagildi, tækni, samfélag, umhverfi og fagurfræði. Í byggingarlist eru byggingarefni, tækni, ljós og skuggar meðhöndluð og skipað niður á skapandi hátt. Byggingarlist tekur líka til þátta sem varða byggingarframkvæmdina sjálfa, eins og áætlanagerðar, kostnaðarmats og stjórnunar framkvæmda. Arkitektar skila vinnu sinni í formi teikninga og líkana, grunnmynda, afstöðumynda og áætlana sem skilgreina formgerð og virkni mannvirkis.

Byggingarlist á Íslandi

  Þessi byggingarlistgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.