Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Columbia-háskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Columbia-háskóli.

Columbia-háskóli (enska Columbia University) er einkarekinn rannsóknarháskóli í New York í Bandaríkjunum. Aðalháskólavæði skólans er á Manhattan-eyju. Skólinn var stofnaður sem King's College af ensku kirkjunni árið 1754. Hann var fyrsti háskólinn í New York fylki og sá fimmti í Bandaríkjunum. Skólinn er einn af hinum átta svonefndu Ivy League-skólum.

Columbia-háskóli var fyrsti háskólinn í Norður-Ameríku sem bauð upp á nám í mannfræði og stjórnmálafræði. Í október 2006 höfðu 76 manns sem tengjast skólanum hlotið nóbelsverðlaun í efnafræði, læknisfræði, hagfræði, bókmenntum og Friðarverðlaun Nóbels.

Við skólann starfa rúmlega 3.200 háskólakennarar og þar nema á sjötta þúsund grunnnemar og á fimmtánda þúsund framhaldsnemar. Fjárfestingar skólans nema tæplega 6 milljörðum bandaríkjadala.

Einkunnarorð skólans eru In lumine Tuo videbimus lumen eða „Í ljósi þínu munum við sjá ljósið“.

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.