Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

EasyJet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
EasyJet A319, á flugvellinum í Bristol, England.
Boeing 737-300 í eigu EasyJet

EasyJet er breskt lággjaldaflugfélag með höfuðstöðvar á London Luton-flugvelli. EasyJet er næststærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu eftir Ryanair en árið 2004 flugu yfir 24 milljónir ferðamanna með þeim. EasyJet flýgur til fleiri en 100 áfangastaða í Evrópu.

EasyJet var stofnað árið 1995 af breska frumkvöðlinum Stelios Haji-Ioannou (yfirleitt þekktur sem „Stelios“). Síðar stofnaði Stelios önnur fyrirtæki undir nafninu „easy“, til dæmis EasyMobile og EasyCar. EasyJet aðgreinir sig frá Ryanair með því að fljúga til stórra flugvalla, þar sem Ryanair flýgur til smærri flugvalla sem eru kannski ekki svo nálægt áfangstaðnum. Þar að auki eru takmarkanir á farangi hjá EasyJet minni en hjá Ryanair og nokkrum öðrum lággjaldaflugfélögum.

Árið 2011 tilkynnti EasyJet að flogið yrði til Íslands frá London frá 27. mars 2012. Flugfélagið hafði ekki flogið til Íslands áður.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „EasyJet flýgur til Íslands“. Sótt 22. nóvember 2011.
  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.