Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Fenjafura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fenjafura
Skógur fenjafuru (Pinus palustris)
Skógur fenjafuru (Pinus palustris)
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Parrya
subsection Cembroides
Tegund:
P. palustris

Tvínefni
Pinus palustris
Mill.

Fenjafura (fræðiheiti: Pinus palustris) er furutegund sem er suðvestur Bandaríkjunum, þar sem hún er á strandsléttunum frá austur Texas til suður Maryland, og nær til norður og mið Flórída.[2] Hún verður 30 til 35 m há með þvermál að 0,7 m. Áður fyrr, áður en farið var að höggva hana í gríðarlegum mæli, óx hún að 47m, með þvermál að 1,2m.

Börkurinn er þykkur, rauðbrúnn og hreistraður. Barrnálarnar eru dökkgrænar, þrjár saman í búnti. Þær eru oft undnar og 20 til 45 sm langar. Hún er önnur tveggja fura frá suðaustur bandaríkjunum með löngum nálum, hin er P. elliottii.

Barr fenjafuru af 30m háu tré nálægt Tallahassee, Flórída

Könglarnir eru gulbrúnir, 15 til 25 sm langir, og 5 til 7 sm breiðir (opnir eru þeir 12 sm breiðir), með litla gadda sem snúa niður á miðju hverrar köngulskeljar. Könglarnir eru um 20 mánuði að ná fullum þroska frá frjóvgun. Fræin eru 7 til 9 mm löng með 25 til 40 sm löngum væng.

Fenjafura er um 100 til 150 ár að ná fullri stærð og getur orðið 500 ára gömul. Þegar trén eru ung mynda þau langa stólparót, sem er vanalega 2 til 3m á lengd; þegar trén eru eldri eru þau með langar hliðarrætur með nokkrum djúpum "festirótum". Hún vex á vel drenuðum, sendnum jarðvegi, yfirleitt í hreinum skógum (eina trjátegundin).[3][4]

Fræðiheitið palustris er latína fyrir "frá mýri" og vísar í eitt af búsvæðum hennar.[5] Fræðiheitið "frá mýrum" er misskilningur frá Philip Miller, sem lýsti tegundinni, eftir að hafa séð skóga með henni með tímabundnum vetrarflóðum.

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Gras stig smáplöntu fenjafuru, nálægt Georgetown, Suður-Karólínu

Fenjafura er mög þolin gegn villieldi. Reglubundnir villieldar hjálpa þessari tegund með því að drepa önnur tré. Smáplöntur eru ekkert trjálíkar og líkjast fremur litlum grasþúfum. Það er kallað grasstig sem getur enst í 5 til 12 ár. Þá er vöxturinn upp mjög hægur, og getur tekið tréð nokkur ár ná ökklahæð. Eftir það tekur það vaxtarkipp, sérstaklega ef engin tré skyggja á. Á grasstiginu er plantan mjög þolin gegn minniháttar eldum vegna þess að brumið er varið fyrir hita með þéttum nálunum. En þó að hún sé á þessu stigi verjist villieldi þá er hún lokkandi fyrir villisvín (eða hálfvillt); venja nýlendubúa að sleppa svínum í skógana er ein af ástæðum hnignunar tegundarinnar.

Pinus palustris
Skógur af Pinus palustris í DeSoto National Forest, Mississippi

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Pinus palustris. The IUCN Red List of Threatened Species. 2013: e.T39068A2886222. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T39068A2886222.en. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 mars 2019. Sótt 15. janúar 2018.
  2. „Longleaf Pine Range Map“. The Longleaf Alliance. Afrit af upprunalegu geymt þann 25 nóvember 2015. Sótt 25. nóvember 2015.
  3. Richard Edwin McArdle (1930). The Yield of Douglas Fir in the Pacific Northwest. U.S. Department of Agriculture. bls. 5. „Longleaf pine in both the virgin forest and second growth is characteristically a tree of pure stand—one in which 80 per cent or more of the trees are of a single species.“
  4. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 75. ISBN 978-1-4027-3875-3.
  5. Archibald William Smith A Gardener's Handbook of Plant Names: Their Meanings and Origins, bls. 258, á Google Books

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.