Frjáls markaður
Útlit
Frjáls markaður er markaður þar sem öll viðskipti fara fram án þvingunar frá þriðja aðila. Hugtakið getur átt jafnt við einföld viðskipti líkt og að greiða með peningum fyrir banana sem og yfir heilt efnahagskerfi. Engin þjóð hefur fullkomlega frjálsan markað, samfélagið þarfnast tekna og skattar á viðskipti eru algeng tekjulind.