Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Húsapuntur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Húsapuntur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasaættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Elymus
Tegund:
E. repens

Tvínefni
Elymus repens
(L.) Gould
Samheiti

Húsapuntur (fræðiheiti: Elymus repens) er gras ef ættkvíslinni Elymus sem vex víða í Evrópu, Asíu og norðvestur Afríku. Þar að auki hefur húsapuntur verið fluttur á önnur heimkynni til að draga úr jarðvegseyðingu og rofi. Húsapuntur hefur flöt, breið blöð, oft um 3-15 mm á breidd, sem eru snörp á efra borði en mjúk á því neðra. Hann dreifir sér með jarðstönglum og spretta svo upp af honum stinn og upprétt strá. Hann dregur nafn sitt af því að hann dreifir sér gjarnan í kringum hús og á bæjarhlöðum með þessum jarðstönglum. Hann getur verið hið erfiðasta gras að uppræta ef hann er yfir höfuð búinn að velja sér búsvæði.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.