Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Hagaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hagaskóli
Stofnaður: 1958
Skólastjóri: Ómar Örn Magnússon
Aldurshópar: 8 til 10 bekkur
Staðsetning: Vesturbær Reykjavíkur
Vefsíða

Hagaskóli er grunnskóli í vesturbæ Reykjavíkur. Skólinn tók til starfa í hluta núverandi húsnæðis 1. október 1958. Skólinn tók við starfi þess skóla sem áður nefndist Gagnfræðaskólinn við Hringbraut og var að Hringbraut 121. Sá skóli tók til starfa 1. október 1949. Hagaskóli var byggður í áföngum 1956 – 1963 og svo aftur veturinn 1988 – 1989 en þá var byggð ný álma meðfram Dunhaga með 7 kennslustofum.

Þröngt hefur verið í skólanum alla tíð. Vesturbærinn byggðist hratt á 6. og 7. áratugnum og um 240 nemenda árgangar bættust árlega við. Við það að Miðbæjarskólinn var lagður niður og skólahverfið stækkaði þurfti skólinn að vera tvísetinn og kennt fram undir kvöld. Nemendafjöldi fór þá yfir 850.

Fólksfjöldi í hverfinu minnkaði þegar byggðin í Reykjavík teygðist austur á bóginn og hægt var að afnema tvísetningu skólans 1976. Skólahverfi Hagaskóla er allur Vesturbærinn frá Reykjavíkurflugvelli og Lækjargötu út að Seltjarnarnesi. Auk heimafólks hafa jafnan verið allmargir nemendur utan hverfis í skólanum en verulega hefur verið þrengt að möguleikum nemenda utan Reykjavíkur að sækja skóla þar eftir að grunnskólarnir færðust yfir til sveitarfélaga. Nemendum fækkaði nokkuð undir aldarmótin og komu 170 manns inn í hverjum árgangi á þeim tíma þeim hefur þó smámsaman fjölgað eftir það.

Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar hafa stundað nám við skólann og má þar nema sem dæmi Boga Ágústsson fréttamann og Pál Óskar söngvara

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.