Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Hegningarhúsið

Hnit: 64°8′43.84″N 21°55′53.14″V / 64.1455111°N 21.9314278°V / 64.1455111; -21.9314278
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík
Garðurinn við húsið.

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg 9 (oft kallað Nían eða Hegnó og hér áður fyrr tugthúsið[1], fangahúsið eða Steinninn[2]) var fangelsi rekið af Fangelsismálastofnun. Síðast var það notað sem móttökufangelsi, þar sem fangar dvöldu í stutta stund þegar þeir hófu afplánun dóma. Þann 1. júní 2016 var starfsemi hegningarhússins hætt.

Hegningarhúsið er hlaðið steinhús reist árið 1872 af Páli Eyjólfssyni gullsmið. Húsið var friðað 18. ágúst árið 1978 samkvæmt 1. málsgrein 26. og 27. greinar þjóðminjalaga nr. 52/1969 og tekur friðunin til ytra borðs þess ásamt álmum til beggja hliða og anddyri með stiga. Hæstiréttur var þar til húsa á árunum 19201949.

Í hegningarhúsinu voru sextán fangaklefar, litlir og þröngir og loftræsting léleg. Fangaklefarnir voru auk þess án salernis og handlaugar. Á efri hæð voru skrifstofur og salur sem áður hýsti bæjarþingsstofuna, Landsyfirrétt og síðar Hæstarétt þar til hann flutti í nýbyggingu við Lindargötu árið 1947.

Árið 2020 hófust endurbætur á húsinu og stefnt er að opna það fyrir almenningi. [3]

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • Orðin steinn eða grjót í merkingunni fangelsi, og sem oftast eru höfð með greini: steininn eða grjótið eru tilkomin vegna Hegningarhúsins á Skólavörðustíg, enda hlaðið hús úr íslensku hraungrýti.
  • Hin ímyndaða áhöfn á Mb. Rosanum var stungið inn í Níuna (þ.e.a.s. Hegningarhúsið), eins segir í samnefndu lagi á plötu Bubba Morthens, Ísbjarnarblús. [4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]

64°8′43.84″N 21°55′53.14″V / 64.1455111°N 21.9314278°V / 64.1455111; -21.9314278