Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Heidelberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heidelbergs
Skjaldarmerki Heidelbergs
Staðsetning Heidelbergs
SambandslandBaden-Württemberg
Flatarmál
 • Samtals108,83 km2
Hæð yfir sjávarmáli
114 m
Mannfjöldi
 (2019)
 • Samtals161.000
 • Þéttleiki1.398/km2
Vefsíðawww.heidelberg.de Geymt 11 janúar 2012 í Wayback Machine

Heidelberg er fimmta stærsta borgin í sambandslandinu Baden-Württemberg í Þýskalandi með 161 þúsund íbúa (2019).

Miðborgin í Heidelberg. Kastalarústirnar og Kirkja heilags anda eru mjög áberandi. Í forgrunni er áin Neckar.

Heidelberg liggur ána Neckar norðvestast í Baden-Württemberg, rétt austan við Rínarfljót. Næstu borgir eru Mannheim í norðvestur (20 km), Heilbronn í suðaustur (40 km) og Stuttgart í suður (um 70 km).

Skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki borgarinnar er gyllt ljón á svörtum grunni. Ljónið er skjaldardýr greifanna í Pfalz. Merki þetta var fyrst tekið upp 1898 en breytt lítilsháttar 1969.

Borgin hefur heitið Heidelberg alveg frá fyrstu tíð en Heidel er dregið af orðinu Heidelbeere, sem merkir bláber. Heitið kemur fyrst við skjöl 1196.

Saga Heidelberg

[breyta | breyta frumkóða]

Áður en borgin sjálf myndaðist, bjuggu Rómverjar á staðnum og seinna alemannar. Á 9. öld voru nokkur klaustur stofnuð í grennd. Þá voru einnig nokkur smáþorp þar í kring, sem í dag eru hluti af borginni. En árið 1196 kemur heitið Heidelberg fyrst við skjöl í riti frá klaustrinu Schönau. Þá þegar var komið lítið kastalavirki sem bar þetta heiti og er talið að heitið Heidelberg hafi síðar verið notað fyrir bæinn sjálfan. Þó er óvíst hvernær bærinn var stofnaður. Það mun þó hafa gerst milli 1170-1220.

Höfuðborg þýska ríkisins

[breyta | breyta frumkóða]

Á 13. öld verður Heidelberg hluti af héraðinu Pfalz. Furstarnir í Pfalz settust að í kastalann mikla sem gnæfir yfir borgina. Enn vænkaðist hagur borgarinnar er furstarnir í Pfalz (þ.e. í Heidelberg) fengu stöðu kjörfusta. Árið 1386 stofnaði kjörfurstinn Ruprecht III háskóla í borginni en hann er þriðji elsti háskóli þýska ríkisins (á eftir Prag og Vín). Háskóli þessi er hins vegar elsti háskóli núverandi Þýskalands. Háskólinn varð til þess að íbúum fjölgaði og voru þá reist ný hverfi. Árið 1400 varð Ruprecht kjörinn konungur þýska ríkisins, sá eini frá héraðinu Pfalz sem náði þeim heiðri. Þar með varð Heidelberg höfuðborg þýska ríkisins til skamms tíma. Ruprecht dó tíu árum seinna og náði aldrei að verða krýndur keisari. En hann lét reisa margar byggingar í heimaborg sinni.

Trúarumrót

[breyta | breyta frumkóða]

1518 var Marteini Lúther boðið til Heidelberg til að taka þátt í trúarumræðum. Siðaskiptin höfðu þá enn ekki hafist af alvöru, en Lúter var orðinn landsþekktur „uppreisnarmaður“. Umræðurnar fóru fram í háskólanum og var tilgangur þeirra að þagga niður í manninum. Lúter stóð hins vegar fastur fyrir og predikaði nýju hugmyndir sínar. Þær fengu engan hljómgrunn meðal munka og kennara, en meðal áhorfenda voru margir stúdentar sem seinna áttu eftir að verða mikilsmetnir siðaskiptamenn. Það var þó ekki fyrr en 1544 sem kjörfurstinn Friðrik II tók siðaskiptum. 1556 var allt héraðið Pfalz að heita mátti lúterskt. Það var þó aðeins byrjunin. Fram á 18. öld skipti héraðið samtals sjö sinnum um trú. Kjörfurstinn Friðrik III snerist til dæmis til kalvínisma. Eftirmaður hans innleiddi aftur lúterskan sið, meðan eftirmaður hans innleiddi kalvínismann á nýjan leik. Í hvert sinn varð að „hreinsa út“ alla kennara háskólans, þar sem mjög mikilvægt var að hafa kennarana í réttri trú.

Frá vinstri: Jesúíta kirkja, Providence kirkja og kirkja heilags anda í gamla bæ Heidelberg við Neckar ána.

30 ára stríðið

[breyta | breyta frumkóða]
Heidelberg brennur 1693

Kjörfurstinn Friðrik V kvæntist ensku prinsessunni Elisabeth Stuart, dóttur Jakobs I og barnabarn Maríu Stúart. Friðrik var mikill trúaráhugamaður og var kosinn leiðtogi siðaskiptabandalagsins. En með honum hlaut kjörfustadæmið skjótan enda. Þegar mótmælendur í Prag höfnuðu keisaranum Ferdinand II og hentu fulltrúum hans út um glugga á kastalanum í Prag, leystu þeir úr læðingi 30 ára stríðið. Þeir kusu svo Friðrik kjörfursta sem nýjan konung sinn, þar sem hann var vel lúterskur og þótti skörungur mikill. Friðrik hikaði hins vegar, því hann taldi að hann gæti ekki staðið í hárinu á Habsborg og keisara þeirra. En hann gekkst við embættinu 1819 og fór til Prag til að láta krýna sig. Fyrsta stórorrusta 30 ára stríðsins fór fram við Hvítafjall (Bila Hora) nálægt Prag. Þar beið Friðrik mikinn ósigur gegn kaþólska hernum undir stjórn Tillys og fór í útlegð til Niðurlanda. Friðrik var því aðeins konungur í 13 mánuði og gekk inn í söguna sem „Vetrarkonungurinn“. Eftir orrustuna var kjörfurstaembættið tekið af Pfalz og léð Bæjaralandi. Næsta ár, 1622, fór Tilly með mikinn her til Pfalz og sat um Heidelberg. Borgin þráaðist við og þraukaði í 3 mánuði, uns hún gafst upp. Tilly hernam borgina og neyddi kaþólska trú upp á alla borgarbúa. Háskólinn var leystur upp. Háskólabókasafnið var sent til Rómar og gefið Gregoríus páfa XV. Heidelberg var í rústum. 1633 komu Svíar til Heidelberg og náðu að hertaka hana til skamms tíma. Íbúar urðu lúterskir aftur. En það stóð stutt yfir. Keisaraherinn hrakti Svía burt skömmu seinna og allt féll í sama far aftur. Þegar 30 ára stríðinu lauk 1648 fékk Karl Lúðvík, sonur Friðriks, að snúa aftur til Heidelberg. Hann fékk að halda héraðinu Pfalz, sem hafði verið minnkað talsvert, og hann fékk meira að segja kjörembættið til baka. Það mikilvægasta sem hann gerði var að innleiða jafnrétti trúfélaga og að endurreisa háskólann.

Erfðastríðið í Pfalz

[breyta | breyta frumkóða]

Karl Lúðvík gerði hörmuleg mistök 1671 er hann gifti dóttur sína, Elisabetu Charlottu, hertoganum Filippus I af Orleans, bróður sólkonungsins Loðvíks XIV. Sonur Karls Lúðvíks dó 1685 barnlaus og Karl Lúðvík lést 1680. Nýr kjörfursti varð Filippus Vilhjálmur, frændi þeirra. En sólkonungurinn í Frakklandi sá ástæðu til að krefjast krúnunnar fyrir hönd bróður síns og réðist með her inn í Pfalz. Þetta var upphafið á erfðastríðinu í Pfalz (oft kallað 9 ára stríðið) sem stóð frá 1688-97 og varð að stórstríði. Heidelberg kom mjög illa út úr stríðinu. Tvisvar hertóku Frakkar borgina. Fyrst 1688 og síðan 1693. Í seinna skiptið nær gjöreyddu þeir borginni og drápu íbúana. Nær öll hús voru jöfnuð við jörðu. Kastalann mikla sprengdu þeir og hefur hann staðið í rústum allar götur síðan. Borgin var endurreist, en kjörfurstinn flutti til Mannheim. Þar með varð Heidelberg að venjulegri borg.

Napoleonstíminn og 19. öldin

[breyta | breyta frumkóða]

1798 hertóku Frakkar allt héraðið Pfalz og þar með Heidelberg. Kjörfurstadæmið var endanlega lagt niður 1803 þegar Pfalz var innlimað stórhertogadæminu Baden. Stórhertoginn Karl Friðrik endurreisti háskólann og bar hann síðan nafn hans, ásamt nafn stofnandans, Ruprechts (Ruprecht-Karls-Universität). Margir þekktir prófessorar kenndu við háskólann, s.s. heimspekingurinn Hegel og efnafræðingurinn Bunsen. 1840 fékk borgin járnbrautartengingu, en iðnbyltingin lét þó á sér standa. Heidelberg var landbúnaðarbær og háskólaborg. Ferðamennskan hélt hins vegar innreið sína í borgina. Það var ekki síst kastalanum fyrir að þakka, þrátt fyrir að rústir hans minntu á mikla niðurlægingu í gömlum stríðum. Borgin óx þó ekki fyrr en í lok 19. aldar, er íbúafjöldinn nær fjórfaldaðist á skömmum tíma.

Nýrri tímar

[breyta | breyta frumkóða]
Nasistar búnir að sprengja gömlu brúna

Heimstyrjöldin fyrri hafði lítil áhrif á Heidelberg. Við stríðslok varð Friedrich Ebert, eitt þekktasta barn borgarinnar, fyrsti forseti Weimar-lýðveldisins. Þegar hann féll frá 1925, var hann lagður til hinstu hvílu í borginni að viðstöddu miklu fjölmenni. Í heimstyrjöldinni síðari varð Heidelberg aðeins fyrir örfáum „léttum“ loftárásum og urðu skemmdir óverulegar. Þetta má rekja til þess að iðnaður var lítill í borginni og hún hafði ekkert hernaðarlegt vægi. Stærstu skemmdirnar voru orsakaðar af nasistum sjálfum, en þeir sprengdu brýrnar yfir ána Neckar til að tefja fyrir herjum bandamanna undir stríðslok (í mars 1945). Aðeins degi síðar hertóku Bandaríkjamenn borgina, án teljandi mótspyrnu. Heidelberg varð hluti af bandaríska hernámssvæðinu. Sökum þess að engar skemmdir voru unnar í henni meðan stríðið geysaði, fluttu þangað margir flóttamenn. Bandaríkjamenn starfræktu stóra herstöð í Heidelberg næstu áratugi sem sett hefur mikinn svip á borgina. Árið 2004 sótti borgin um að kastalarústirnar og miðborgin væru sett á heimsminjaskrá UNESCO en umsókninni var hafnað.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

HeidelbergMan er þríþraut sem haldin er í Heidelberg að sumri til. Keppnin hefur verið haldin síðan 1990. Syntir eru 1,7 km, hjólað eru 36 km og síðan er hlaupið 10 km. Árið 2010 var straumurinn í Neckar of mikill fyrir sund. Því var brugðið á það ráð að hlaupa 5 km, hjóla 32 km og hlaupa aftur 10 km. Keppnin er afar vinsæl meðal borgarbúa.

Í apríl er hlaupið hálfmaraþon í borginni. Þátttakendur hafa verið í kringum 3.500.

Heidelberg er þekkt fyrir ruðning. Í borginni einni saman eru fimm ruðningsfélög, þar af eru fjögur þeirra í efstu deild (tíu liða deild).

Heidelberg viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Frægustu börn borgarinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Byggingar og kennileiti

[breyta | breyta frumkóða]
Kastalinn í Heidelberg eru stærstu kastalarústir Þýskalands