Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Joseph Bonaparte

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jósef Bonaparte)
Skjaldarmerki Bonaparte-ætt Konungur Napólí
Konungur Spánar
Bonaparte-ætt
Joseph Bonaparte
Joseph Bonaparte
Ríkisár 30. mars 18066. júní 1808 (í Napólí)
6. júní 180811. desember 1813
SkírnarnafnGiuseppe de Buonaparte
Fæddur7. janúar 1768
 Corte, Korsíku
Dáinn28. júlí 1844 (76 ára)
 Flórens, Toskana
GröfInvalides-hvelfingin, París
Konungsfjölskyldan
Faðir Carlo Buonaparte
Móðir Letizia Ramolino
EiginkonaJulie Clary (g. 1794)
BörnZénaïde Laetitia Julie Bonaparte, Charlotte Napoléone Bonaparte

Joseph Bonaparte (fæddur undir nafninu Giuseppe Buonaparte; 7. janúar 1768 – 28. júlí 1844) var franskur stjórnmálamaður, ríkiserindreki og aðalsmaður sem var eldri bróðir Napóleons Bónaparte Frakkakeisara. Joseph var meðlimur í öldungaráði fyrsta franska lýðveldisins og sem slíkur hjálpaði hann bróður sínum að fremja valdarán þann 9. nóvember 1799. Að launum varð Joseph valdsmaður í ríkisstjórnum Napóleons, fyrst sem konungur Napólí og Sikileyjar (1806–1808) og síðar sem konungur Spánar (1808–1813) undir nafninu José I.

Eftir að Napóleon féll frá völdum tók Joseph sér titilinn greifi af Survilliers. Hann flúði til Bandaríkjanna, gerðist þar fasteignasali og var tekinn inn í tölu bandaríska heimspekingafélagsins. Hann varð einnig fyrstur manna til að flytja inn hóp franskra ballettdansara til Bandaríkjanna. Hann reyndi árið 1830 að snúa aftur til Frakklands en var meinað landvistarleyfi. Hann settist að í Englandi í nokkur ár en flutti að endingu til Ítalíu og lést þar árið 1844.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hermann Lindqvist (2011). Napóleon. Hið íslenska bókmenntafélag. bls. 603. ISBN 978-9979-66-272-3.


Fyrirrennari:
Ferdinand 4.
Konungur Napólí
(30. mars 18066. júní 1808)
Eftirmaður:
Joachim Murat
Fyrirrennari:
Ferdinand 7.
Konungur Spánar
(6. júní 180811. desember 1813)
Eftirmaður:
Ferdinand 7.