28. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
28. júlí er 209. dagur ársins (210. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 156 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1261 - Eiríkur klipping Danakonungur og móðir hans, Margrét Sambiria, töpuðu í bardaga við Eirík hertoga af Slésvík og bandamenn hans og voru handtekin og höfð í haldi í Hamborg um skeið.
- 1499 - Fyrri orrustan við Lepanto: Tyrkneski sjóherinn vann öruggan sigur á flota Feneyinga.
- 1522 - Tyrkir settust um Rótey.
- 1540 - Thomas Cromwell, áður einn helsti ráðgjafi og bandamaður Hinriks 8. Englandskonungs, líflátin að skipan konungs fyrir landráð.
- 1540 - Hinrik 8. gekk að eiga Katrínu Howard, fimmtu eiginkonu sína.
- 1563 - Englendingar í Le Havre gáfust upp fyrir Frökkum eftir umsátur.
- 1609 - Bermúda var byggð enskum skipbrotsmönnum af skipinu Sea Venture.
- 1662 - Erfðahyllingin var undirrituð á Kópavogsfundinum.
- 1821 - Perú fékk sjálfstæði frá Spáni.
- 1895 - Vígð var brú á Þjórsá við Þjótanda að viðstöddu fjölmenni. Sú brú var notuð í rúmlega hálfa öld.
- 1914 - Fyrri heimsstyrjöldin: Í kjölfar morðsins á Franz Ferdinand lýsti Austurríki-Ungverjaland stríði á hendur Serbíu.
- 1928 - Sumarólympíuleikar voru settir í Amsterdam.
- 1934 - Stjórn hinna vinnandi stétta tók til starfa á Íslandi.
- 1957 - Vígð var kirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og nefnd Hallgrímskirkja, til minningar um sálmaskáldið og prestinn Hallgrím Pétursson, sem þjónaði þar síðustu áratugi sína í embætti.
- 1960 - Norðurlandaráð hélt þing sitt í fyrsta sinn á Íslandi.
- 1974 - Þjóðhátíð til minningar um 11 alda byggð á Íslandi var haldin á Þingvöllum. Þangað streymdi um fjórðungur þjóðarinnar. Alþingi hélt hátíðarfund og samþykkti ályktun um gróðurvernd og landgræðslu.
- 1976 - Jarðskjálfti reið yfir Tangshan, Kína. Yfir 240 þúsund létu lífið.
- 1977 - Fyrsta olían sem dælt var um Olíuleiðsluna miklu í Alaska barst til bæjarins Valdez.
- 1977 - Spánn sótti um inngöngu í Evrópubandalagið.
- 1978 - Regnbogafáninn var notaður í fyrsta sinn í gleðigöngunni San Francisco Pride.
- 1984 - Sumarólympíuleikarnir 1984 voru settir í Los Angeles.
- 1985 - Íslandsmet var sett í fallhlífastökki á Akureyri er fimm fallhlífastökkvarar mynduðu stjörnu og héldu henni í 45 sekúndur.
- 1985 - Bandaríska kvikmyndin St. Elmo's Fire var frumsýnd.
- 1998 - Fjórir leiðtogar ítölsku vinstrihreyfingarinnar Lotta Continua voru handteknir vegna Calabresi-morðsins.
- 2000 - Síðasta ítalska líran var prentuð.
- 2001 - Alejandro Toledo varð forseti Perú.
- 2005 - Írski lýðveldisherinn lýsti því yfir að hernaðaraðgerðum væri lokið og skipaði meðlimum að afhenda vopn sín.
- 2013 - Strætisvagn hrapaði af brú í ítalska bænum Monteforte Irpino með þeim afleiðingum að 40 fórust.
- 2013 - Gimsteinaránið í Cannes 2013: Gimsteinum að andvirði 136 milljón dala var stolið frá hótelherbergi Carlton-hótelsins í Cannes.
- 2014 - Ísraelskt flugskeyti lenti á skóla sem rekinn var á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1804 - Ludwig Andreas Feuerbach, þýskur heimspekingur (d. 1872).
- 1839 - Jóhann Bessason, íslenskur smiður og bóndi (d. 1912).
- 1866 - Beatrix Potter, enskur barnabókahöfundur (d. 1943).
- 1883 - Jóhannes Jósefsson, íslenskur glímukappi (d. 1968).
- 1887 - Marcel Duchamp, franskur listmálari (d. 1968).
- 1902 - Karl Popper, austurrísk-enskur vísinda- og stjórnmálaheimspekingur (d. 1994).
- 1924 - Ólafía Einarsdóttir, doktor í tímatalsfræðum (d. 2017)
- 1929 - Jacqueline Kennedy Onassis, bandarísk forsetafrú (d. 1994).
- 1930 - Jean Roba, belgískur teiknimyndasagnahöfundur (d. 2006).
- 1934 - Bud Luckey, bandarískur gamanleikari (d. 2018).
- 1938 - Alberto Fujimori, forseti Perú.
- 1945 - Svala Þórisdóttir Salman, íslenskur myndlistarmaður (d. 1998).
- 1946 - Sigurður Örlygsson, íslenskur myndlistarmaður (d. 2019).
- 1948 - Georgia Engel, bandarísk leikkona (d. 2019).
- 1948 - Saga Geirdal Jónsdóttir, íslensk leikkona.
- 1952 - Maha Vajiralongkorn, konungur Tailands.
- 1954 - Hugo Chavez, forseti Venesúela (d. 2013).
- 1964 - Kristján Harðarson, íslenskur frjálsíþróttamaður.
- 1965 - Pedro Troglio, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Jón Arnar Magnússon, íslenskur frjálsíþróttamaður.
- 1974 - Alexis Tsipras, grískur stjórnmálamaður.
- 1977 - Aleksandar Živković, serbneskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Birgitta Haukdal, íslensk söngkona.
- 1981 - Michael Carrick, enskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Ágústa Eva Erlendsdóttir, íslensk leikkona.
- 1983 - Juan Guaidó, venesúelskur stjórnmálamaður.
- 1988 - Gunnar Nelson, íslenskur bardagaíþróttamaður.
- 1990 - Soulja Boy, bandarískur rappari.
- 1993 - Harry Kane, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1057 - Viktor 2. páfi.
- 1655 - Cyrano de Bergerac, franskt leikskáld (f. 1619).
- 1741 - Antonio Vivaldi, ítalskt tónskáld (f. 1678).
- 1750 - Johann Sebastian Bach, þýskt tónskáld (f. 1685).
- 1794 - Maximilien Robespierre, franskur stjórnmálamaður (f. 1758).
- 1844 - Joseph Bonaparte, bróðir Napóleons 1., konungur Napólí og Spánar (f. 1768).
- 1849 - Karl Albert Sardiníukonungur (f. 1798).
- 1968 - Otto Hahn, þýskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1879).
- 1981 - Magnús Kjartansson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1919).
- 2004 - Francis Crick, enskur sameindalíffræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1916).
- 2018 - Kristján Árnason, íslenskt skáld og þýðandi (f. 1934).