1988
Útlit
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1988 (MCMLXXXVIII í rómverskum tölum) var 88. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Kennitölur voru teknar upp á Íslandi í stað nafnnúmera.
- 1. janúar - Stærsta lútherska trúfélag Bandaríkjanna, Evangelíska lútherska kirkjan í Ameríku, var stofnað.
- 2. janúar - Efnahagsumbætur Mikhaíls Gorbatsjovs, Perestrojka, hófust í Sovétríkjunum.
- 7.-8. janúar - Orrustan um hæð 3234 var háð milli sovéskra hermanna og mújaheddína í Afganistan.
- 13. janúar - Forseti Tævan, Chiang Ching-kuo, lést og varaforsetinn, Lee Teng-hui, tók við.
- 13. janúar - Kalksteinsdrangurinn Sommerspiret á Møns Klint í Danmörku hrundi í hafið.
- 15. janúar - Lögreglu og mótmælendum lenti saman við Klettamoskuna í Jerúsalem.
- 22. janúar - Paul Watson, skipstjóra og forsprakka Sea Shepherd-samtakanna, var vísað úr landi, gefið að sök að hafa látið sökkva hvalbátunum tveimur í Reykjavíkurhöfn árið 1986.
- 25. janúar - Varaforseti Bandaríkjanna, George H. W. Bush, reiddist sýnilega í sjónvarpsviðtali við Dan Rather á CBS um Íran-Kontrahneykslið.
- 26. janúar - Söngleikurinn Óperudraugurinn hóf göngu sína á Broadway.
- 30. janúar - Listasafn Íslands var opnað í gamla íshúsinu við Tjörnina í Reykjavík.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 2. febrúar - Halldór Halldórsson varð fyrstur Íslendinga til að fá ígrædd hjarta og lungu í átta klukkustunda aðgerð í London.
- 3. febrúar - Bandaríkjaþing hafnaði beiðni Ronald Reagan Bandaríkjaforseta um fjárveitingu til stuðnings Kontraskæruliðum í Níkaragva.
- 5. febrúar - Jóhann Hjartarson skákmaður sigraði Viktor Kortsnoj í undankeppni einvígis um um réttinn til að skora á heimsmeistarann í skák.
- 6. febrúar - Alfred Jolson var vígður biskup kaþólskra á Íslandi.
- 6. febrúar - Sænski stjórnmálaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir var stofnaður.
- 12. febrúar - Sovéska herskipið Bessavetníj sigldi á bandarísku freigátuna USS Yorktown á Svartahafi þrátt fyrir að Yorktown hefði krafist réttar til friðsamlegrar ferðar.
- 13. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1988 voru settir í Calgary í Kanada.
- 17. febrúar - 27 létust og 70 særðust þegar sprengja sprakk við First National Bank í Oshakati í Namibíu.
- 17. febrúar - Bandaríska undirofurstanum William R. Higgins var rænt í Líbanon. Hann var síðar myrtur.
- 23. febrúar - Málverki Edvards Munch, Vampyr, var stolið frá Nasjonalgalleriet í Osló.
- 24. febrúar - Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi tímaritinu Hustler í vil í málinu Hustler Magazine gegn Falwell.
- 27. febrúar - Sumqayit-ofsóknirnar gegn Armenum í Sumqayit í sovéska Aserbaísjan hófust.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Ný umferðarlög gerðu notkun ökuljósa allan sólarhringinn að skyldu, svo og notkun öryggisbelta.
- 3. mars - Breski stjórnmálaflokkurinn Frjálslyndir demókratar var stofnaður.
- 6. mars - Flavíusaðgerðin: Breskir sérsveitarmenn skutu tvo írska lýðveldishermenn á Gíbraltar. Fjöldi hefndaraðgerða fylgdi í kjölfarið.
- 10. mars - Sálin hans Jóns míns hélt sína fyrstu tónleika í Bíókjallaranum við Lækjargötu.
- 13. mars - Seikangöngin milli Hokkaídó og Honsjú voru opnuð fyrir lestarumferð.
- 16. mars - Íraksher gerði gasárás á íraska bæinn Halabja, þar sem aðallega bjuggu Kúrdar. Allir bæjarbúar fórust, yfir 5000 talsins.
- 16. mars - Íran-Kontrahneykslið: Herforingjarnir Oliver North og John Poindexter voru ákærðir fyrir svik gegn Bandaríkjunum.
- 17. mars - Fyrsta íslenska glasabarnið fæddist og var það tólf marka drengur.
- 17. mars - Sjálfstæðisstríð Erítreu: Orrustan um Afabet.
- 17. mars - 143 létust þegar Avianca flug 410 hrapaði í fjallshlíð við landamæri Kólumbíu og Venesúela.
- 19. mars - Korporálamorðin í Belfast: Tveir breskir hermenn í borgaralegum klæðum voru myrtir eftir að hafa mætt líkfylgd þekkts lýðveldishermanns.
- 24. mars - Fyrsti McDonald's-veitingastaðurinn var opnaður í Belgrad í Júgóslavíu.
- 24. mars - Mordechai Vanunu var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að hafa afhjúpað kjarnavopnaáætlun Ísraels.
- 25. mars - Kertamótmælin í Bratislava fyrir trúfrelsi fóru fram.
- 28. mars - Atlantic Airways flaug sitt fyrsta flug milli Færeyja og Danmerkur.
- 29. mars - Suðurafríska þingkonan Dulcie September var myrt við skrifstofur Afríska þjóðarráðsins í París.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 5. apríl - Kuwait Airways flugi 422 var rænt. Í kjölfarið fylgdu umsátur í þremur heimsálfum og morð á tveimur farþegum.
- 10. apríl - Stóra Setóbrúin yfir Setóhaf í Japan var opnuð.
- 11. apríl - Síðasti keisarinn eftir Bernardo Bertolucci hlaut níu óskarsverðlaun.
- 12. apríl - Poppsöngvarinn Sonny Bono var kjörinn borgarstjóri í Palm Springs í Kaliforníu.
- 16. apríl - Japanska teiknimyndin Nágranninn minn Totoro var frumsýnd.
- 16. apríl - Ítalski þingmaðurinn Roberto Ruffilli var myrtur af Rauðu herdeildunum.
- 22. apríl - Gíslatakan á Ouvéa: Tugir lögreglumanna og einn saksóknari voru teknir í gíslingu af sjálfstæðissinnum á Nýju-Kaledóníu.
- 25. apríl - Fyrsta breiðskífa Sykurmolanna, Life's Too Good, kom út í Bretlandi.
- 25. apríl - Ivan Demjanjuk var dæmdur til dauða í Ísrael fyrir stríðsglæpi sem hann framdi í útrýmingarbúðunum í Treblinka.
- 29. apríl - Fyrsta reglulega flug Boeing 747-400-vélar fór fram.
- 30. apríl - Céline Dion sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1988 fyrir Sviss með laginu „Ne partez pas sans moi“.
- 30. apríl - Heimssýningin World Expo 88 var opnuð í Brisbane í Ástralíu.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 4. maí - PEPCON-slysið átti sér stað í Nevada í Bandaríkjunum.
- 10. maí - Þingkosningar fóru fram í Danmörku aðeins sjö mánuðum eftir síðustu þingkosningar.
- 10. maí - Þingmönnum á norska stórþinginu var fjölgað úr 157 í 165.
- 14. maí - 27 létust þegar ölvaður ökumaður ók á rútu á þjóðvegi 71 í Kentucky í Bandaríkjunum.
- 15. maí - Stríð Sovétmanna í Afganistan: Sovétmenn hófu að draga herlið sitt frá Afganistan.
- 18. maí - Bókamessan í Tórínó fór fram í fyrsta sinn.
- 23. maí - Danska kvikmyndin Pelle sigurvegari eftir Bille August vann Gullpálmann á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.
- 24. maí - Umdeild sveitarstjórnarlög voru samþykkt í Bretlandi þar sem kynning á samkynhneigð í opinberum skólum var bönnuð í grein 28.
- 29. maí - Leiðtogafundurinn í Moskvu 1988 hófst.
- 31. maí - Fyrsti Reyklausi dagurinn var haldinn.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 4. júní - Mammì-lögin um takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla á Ítalíu voru samþykkt.
- 6. júní - Elísabet 2. svipti knapann Lester Piggott riddaratign eftir að hann hlaut fangelsisdóm vegna skattsvika.
- 7. júní - Anna-Greta Leijon sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í Svíþjóð eftir að upp komst að hún hafði stutt einkarannsókn útgefandans Ebbe Carlsson á morðinu á Olof Palme.
- 10. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1988 hófst í Þýskalandi.
- 10. júní - Söngvabyltingin hófst í Eistlandi.
- 11. júní - Stórtónleikar voru haldnir á Wembley-leikvanginum í London í tilefni af 70 ára afmæli Nelson Mandela.
- 14. júní - Skógareldur braust út rétt norðan við Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum. Þegar hann var slökktur í september höfðu 3.000 km² eða 36% af þjóðgarðinum brunnið.
- 22. júní - Bandaríska kvikmyndin Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu var frumsýnd.
- 25. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1988: Holland sigraði Sovétríkin 2-0 í úrslitaleik.
- 27. júní - Lestarslysið á Garde de Lyon: 56 létust þegar lest á leið inn á stöðina Gare de Lyon í París rakst á kyrrstæða lest.
- 28. júní - Jóhannes Páll 2. gaf út páfatilskipunina Pastor Bonus („góði hirðirinn“) með breytingum á páfaráði og stjórnsýslu kirkjunnar.
- 29. júní - Morrison gegn Olson: Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti heimild sérstakra saksóknara til að rannsaka glæpi embættismanna framkvæmdavaldsins.
- 30. júní - Kaþólski erkibiskupinn Marcel Lefebvre skipaði fjóra biskupa í Écône í Sviss gegn vilja páfa.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - DAX-vísitalan hóf göngu sína í Þýskalandi.
- 3. júlí - Stríð Íraks og Írans: Bandaríska herskipið USS Vincennes skaut í misgripum niður farþegaþotu á vegum Iran Air. 290 farþegar fórust.
- 3. júlí - Fatih Sultan Mehmet-brúin yfir Bospórussund var fullbyggð.
- 3. júlí - Åmsele-morðin: Hjón og 15 ára sonur þeirra voru myrt af Juha Valjakkala og kærustu hans í Åmsele í Svíþjóð. Eftir mikinn eltingarleik náðust þau í Óðinsvéum í Danmörku sjö dögum síðar.
- 6. júlí - Eldur braust út á olíuborpallinum Piper Alpha í Norðursjó. 165 verkamenn og 2 björgunarsveitarmenn fórust.
- 6. júlí - Sjúkrahússúrgangur barst á land á strönd Long Island í New York í Bandaríkjunum.
- 11. júlí - Dómur féll vegna blóðbaðsins í Bologna. Fjórir hægriöfgamenn hlutu lífstíðardóma.
- 14. júlí - Fjárfestingarfélag Berlusconis, Fininvest, keypti verslunarkeðjuna Standa af Montedison.
- 15. júlí - Fyrsta staðfesta tilfelli selapestar í Eystrasalti.
- 28. júlí - Fjórir leiðtogar ítölsku vinstrihreyfingarinnar Lotta Continua voru handteknir vegna Calabresi-morðsins.
- 31. júlí - 32 létust þegar landgangur á Abdul Halim-ferjustöðinni hrundi í Butterworth í Malasíu.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 2. ágúst - Flugslys varð í Reykjavík og fórust þrír menn er kanadísk flugvél skall í jörðina á milli Hringbrautar og flugbrautarendans.
- 5. ágúst - Leiðtogi sjíamúslima í Pakistan, Arif Hussain Hussaini, var skotinn til bana í Peshawar.
- 8. ágúst - Þúsundir mótmælenda voru drepnir í 8888-uppreisninni í Mjanmar.
- 8. ágúst - Samið var um vopnahlé milli Suður-Afríku, Angóla og Kúbu.
- 10. ágúst - Stríði Íraks og Írans lauk með friðarsamningum.
- 11. ágúst - Osama Bin Laden stofnaði hryðjuverkasamtökin Al-Kaída.
- 17. ágúst - Forseti Pakistans Muhammad Zia-ul-Haq og sendiherra Bandaríkjanna Arnold Raphel létust í flugslysi.
- 18. ágúst - Endurbótum lauk á Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju.
- 21. ágúst - Stuðlabergsdrangur var reistur í Skagafirði til minningar um Örlygsstaðabardaga er 750 ár voru liðin frá atburðinum.
- 21. ágúst - Hundruðir létu lífið í jarðskjálfta við landamæri Nepals og Indlands.
- 26. ágúst - Íslenska kvikmyndin Foxtrot var frumsýnd.
- 26. ágúst - „Flugstöðvarmaðurinn“ Mehran Karimi Nasseri settist að á Charles de Gaulle-flugvelli í París þar sem hann hélt sig til ársins 2006.
- 28. ágúst - Skriðuföll urðu á Ólafsfirði eftir miklar rigningar og urðu tvö hundruð manns að rýma hús sín. Tjón varð mikið á mannvirkjum en ekki slys á fólki.
- 28. ágúst - Þrjár af flugvélum ítalska listflugshópsins Frecce Tricolori rákust saman yfir Ramstein-flugstöðinni. Ein þeirra hrapaði á áhorfendur með þeim afleiðingum að 75 létust.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Fyrsta kona sem gegndi embætti ráðuneytisstjóra tók til starfa sem slík. Var það Berglind Ásgeirsdóttir, þá 33 ára gömul.
- 3. september - Tekin var í notkun Óseyrarbrú yfir ósa Ölfusár og styttist leiðin milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka við það úr 45 í 15 kílómetra.
- 11. september - Söngvabyltingin: 300.000 manns tóku þátt í mótmælum gegn yfirráðum Sovétríkjanna.
- 12. september - Fellibylurinn Gilbert tók land á Jamaíka þar sem hann olli miklum skemmdum. 30 manns fórust.
- 14. september - Fellibylurinn Gilbert kom upp að Júkatanskaga. Yfir 200 manns fórust í Mexíkó vegna hans.
- 17. september - Sumarólympíuleikar voru settir í Seoul í Suður-Kóreu.
- 17. september - Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson létu þau orð falla í viðtali í fréttaskýringaþætti á Stöð 2 að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar væri fallin þar sem ekki væru forsendur fyrir samstarfi eftir tillögur forsætisráðherra um 6% gengisfellingu til að mæta vanda sjávarútvegsins.
- 19. september - Finnska farsímanetið Radiolinja hóf starfsemi.
- 22. september - Eldur braust út á olíuborpallinum Ocean Odyssey í Norðursjó.
- 23. september - Bandaríska kvikmyndin Í þokumistrinu var frumsýnd.
- 24. september - Mikil mótmæli brutust út í Vestur-Berlín vegna fundar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
- 26. september - Upp komst um lyfjamisnotkun Ben Johnson sem sett hafði heimsmet í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Seúl.
- 28. september - Önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum.
- 29. september - Geimskutlunni Discovery var skotið á loft.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Danska sjónvarpsstöðin TV 2 hóf útsendingar og batt þar með enda á einokun DR1.
- 5. október - Mótmæli hófust gegn ríkisstjórn Alsír. Þau voru barin niður af mikilli hörku.
- 5. október - Þjóðaratkvæðagreiðsla um framlengingu valdatíðar Augusto Pinochet fór þannig að meirihluti kaus gegn honum.
- 11. október - Fyrsta konan var kosin forseti sameinaðs Alþingis og var það Guðrún Helgadóttir.
- 12. október - Blóðbaðið í Birchandra Manu: Yfir 13 stuðningsmenn Kommúnistaflokks Indlands (marxistanna) voru drepnir af stuðningsmönnum Kongressflokksins.
- 21. október - Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað í Reykjavík. Þennan dag hefði Sigurjón orðið áttræður, en hann lést í desember 1982.
- 23. október - Íslendingar unnu 11 verðlaun á heimsleikum fatlaðra í Seúl í Suður-Kóreu. Þar af voru tvenn gullverðlaun, sem Haukur Gunnarsson og Lilja M. Snorradóttir hlutu.
- 24. október - Stöð 2 stóð fyrir heimsbikarmóti í skák, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í Reykjavík og lauk með sigri heimsmeistarans, Garrí Kasparov.
- 27. október - Ronald Reagan ákvað að láta rífa sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu út af hlerunarbúnaði sem byggður var inn í bygginguna.
- 28. október - Kvikmyndin Í skugga hrafnsins var frumsýnd í Svíþjóð.
- 29. október - Leikjatölvan Sega Genesis kom út í Japan.
- 30. október - Philip Morris keypti Kraft Foods fyrir 13,1 milljarð dala.
- 30. október - Ayrton Senna tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1-kappakstri með sigri í Japan.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - Fyrsta fjórburafæðing á Íslandi þar sem öll börnin lifðu, allt stúlkur.
- 2. nóvember - Fyrsti tölvuormurinn sem dreifði sér um Internetið, Morrisormurinn, hóf göngu sína.
- 3. nóvember - Tamílskir málaliðar frá Srí Lanka reyndu að fremja valdarán á Maldíveyjum en Indlandsher kom í veg fyrir það.
- 3. nóvember - Þúsundir námsmanna mótmæltu fyrrum forseta Suður-Kóreu Chun Doo-hwan.
- 8. nóvember - George H. W. Bush, fulltrúi repúblikanaflokksins, var kosinn forseti Bandaríkjanna. Michael Dukakis var í framboði fyrir demókrata.
- 10. nóvember - Bandaríski flugherinn viðurkenndi tilvist njósnavélarinnar Lockheed F-117 Nighthawk.
- 15. nóvember - Frelsissamtök Palestínu viðurkenndu tilvist Ísraels og lýsti jafnframt yfir stofnun Palestínuríkis á Vesturbakkanum.
- 15. nóvember - Fyrsta Fairtrade-merkið var gefið út af Max Havelaar-stofnuninni í Hollandi.
- 16. nóvember - Söngvabyltingin: Eistneska Sovétið lýsti því yfir að lög þess væru æðri lögum Sovétríkjanna.
- 16. nóvember - Benazir Bhutto var kjörin forsætisráðherra Pakistans.
- 17. nóvember - Linda Pétursdóttir var krýnd Ungfrú heimur.
- 18. nóvember - Stríðið gegn eiturlyfjum: Ronald Reagan undirritaði lög sem kváðu á um dauðarefsingu fyrir tiltekin brot.
- 22. nóvember - Fyrsta frumgerð Northrop Grumman B-2 Spirit-sprengjuflugvélar var kynnt í Kaliforníu.
- 23. nóvember - Fyrrum forseti Suður-Kóreu, Chun Doo-hwan, baðst opinberlega afsökunar á spillingu í valdatíð sinni og sagðist myndu fara í útlegð.
- 24. nóvember - Bandarísku gamanþættirnir Mystery Science Theater 3000 hófu göngu sína.
- 25. nóvember - Áfengiskaupamálið: Forseti Hæstaréttar, Magnús Thoroddsen, sagði af sér.
- 29. nóvember - Fimleikafélagið Rán var stofnað í Vestmannaeyjum.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. desember - Fyrstu tónleikar íslensku hljómsveitarinnar Bless fóru fram.
- 2. desember - Benazir Bhutto varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra íslamsks ríkis.
- 2. desember - Þúsundir létust þegar fellibylur gekk yfir Bangladess.
- 7. desember - Jarðskjálfti gekk yfir Sovétlýðveldið Armeníu með þeim afleiðingum að nær 25.000 létust.
- 9. desember - Síðustu Dodge Aries- og Plymouth Reliant-bifreiðarnar voru framleiddar af Chrysler.
- 12. desember - 35 létust í lestarslysi í Clapham í London.
- 20. desember - Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni var undirritaður í Vínarborg.
- 21. desember - Flugvél sprakk yfir Lockerbie í Bretlandi. Alls dóu 270 manns, þar af 243 farþegar, 16 í áhöfn og 11 á jörðu niðri.
- 21. desember - Bandaríska fjármálafyrirtækið Drexel Burnham Lambert viðurkenndi innherjaviðskipti og samþykkti að greiða 650 milljón dala sekt.
- 22. desember - New York-samningarnir voru undirritaðir milli Kúbu, Angóla og Suður-Afríku þar sem Sameinuðu þjóðirnar fengu stjórn Namibíu.
- 22. desember - Brasilíski aðgerðasinninn Chico Mendes var myrtur.
- 27. desember - Fyrsta fasta bílnúmerið í nýju númerakerfi var sett á bifreið Halldórs Ásgrímssonar dómsmálaráðherra, HP741. Nýja kerfið gekk í gildi í ársbyrjun 1989.
- 29. desember - Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Kögun hf var stofnað.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Friðrik Skúlason hóf þróun á ættfræðiforritinu Espólín.
- Skýjakljúfurinn Torre Picasso var opnaður í Madríd.
- Bók Salman Rushdie, Söngvar Satans, kom út.
- Veitingastaðurinn Ítalía hóf starfsemi í Reykjavík.
- Hljómsveitin Traveling Wilburys var stofnuð.
- Ungmennafélagið Fjölnir var stofnað í Grafarvogi í Reykjavík.
- Íslenska fyrirtækið Milestone ehf. var stofnað.
- Bandaríska hljómsveitin Nine Inch Nails var stofnuð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Katie Volding, bandarísk leikkona.
- 17. janúar - Nikki Reed, bandarísk leikkona.
- 14. febrúar - Ángel Di María, argentínskur knattspyrnumaður.
- 17. febrúar - Natascha Kampusch, fórnarlamb mannræningja.
- 20. febrúar - Rihanna, söngkona frá Barbados.
- 25. febrúar - Rúrik Gíslason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 28. apríl - Juan Mata, spænskur knattspyrnumaður.
- 4. mars - Adam Watts, enskur knattspyrnumaður.
- 5. mars - Bjarni Viðarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 11. mars - Fábio Coentrão, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 11. mars - Helena Sverrisdóttir, íslensk körfuknattleikskona.
- 27. mars - Brenda Song, bandarísk leikkona.
- 30. mars - Richard Sherman, bandarískur knattspyrnumaður.
- 10. apríl - Haley Joel Osment, bandarískur leikari.
- 13. apríl - Anderson Luís de Abreu Oliveira, brasilískur knattspyrnumaður.
- 28. apríl - Juan Mata, spænskur knattspyrnumaður.
- 5. maí - Adele, bresk söngkona.
- 11. maí - Oscar Carlén, sænskur handknattleiksmaður.
- 27. maí - Birkir Bjarnason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1. júní - Javier Hernández, mexíkóskur knattspyrnumaður.
- 28. júlí - Gunnar Nelson, íslenskur bardagaíþróttamaður.
- 18. ágúst - Ásgeir Erlendsson, íslenskur fréttamaður.
- 24. ágúst - Rupert Grint, enskur leikari.
- 27. ágúst - Alexa Vega, bandarísk leikkona.
- 1. september - Sigurjón Friðbjörn Björnsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 27. september - Hjörtur Logi Valgarðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 27. september - Guðný Björk Óðinsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 4. október - Derrick Rose, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 7. október - Diego Costa, spænskur knattspyrnumaður.
- 7. október - Friðrik Dór, íslenskur tónlistarmaður.
- 13. október - Úlfur Karlsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 15. október - Mesut Özil, þýskur knattspyrnumaður.
- 6. nóvember - Conchita Wurst, austurrískur söngvari.
- 19. nóvember - Xavier Barachet, franskur knattspyrnumaður.
- 1. desember - Jay Simpson, breskur knattspyrnumaður.
- 7. desember - Emily Browning, áströlsk leikkona.
- 14. desember - Vanessa Hudgens, bandarísk leikkona.
- 19. desember - Alexis Sánchez, spænskur knattspyrnumaður.
- 27. desember - Hera Hilmarsdóttir, íslensk leikari.
- 30. desember - Rakel Hönnudóttir, íslensk knattspyrnukona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 15. febrúar - Richard Feynman, bandarískur eðlisfræðingur (f. 1918).
- 28. febrúar - Guðrún Á. Símonar, íslensk óperusöngkona (f. 1924).
- 25. mars - Gunnar M. Magnúss, íslenskur rithöfundur (f. 1898).
- 31. mars - William McMahon, forsætisráðherra Ástralíu (f. 1908).
- 21. maí - Sammy Davis, Sr., bandarískur dansari og leikari (f. 1900).
- 27. maí - Hjördis Petterson, sænsk leikkona (f. 1908).
- 25. júní - Svavar Guðnason, íslenskur listmálari (f. 1909).
- 30. júlí - Ólafur Jóhann Sigurðsson, íslenskur rithöfundur (f. 1918).
- 2. ágúst - Raymond Carver, bandarískur rithöfundur (f. 1938).
- 14. ágúst - Enzo Ferrari, ítalskur bílahönnuður (f. 1898).
- 27. ágúst - Max Black, bandarískur heimspekingur (f. 1909).
- 28. ágúst - Paul Grice, bandarískur heimspekingur (f. 1913).
- 16. október - Christian Matras, færeyskur málfræðingur (f. 1900).
- 22. október - Plácido Galindo, perúskur knattspyrnumaður (f. 1906).
- 26. október - Ragnar Kjartansson, íslenskur myndhöggvari (f. 1923).
- 6. desember - Roy Orbison, bandarískur tónlistarmaður (f. 1936).
Nóbelsverðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- Eðlisfræði - Leon M. Lederman, Melvin Schwartz, Jack Steinberger
- Efnafræði - Johann Deisenhofer, Robert Huber, Hartmut Michel
- Læknisfræði - James W, Black, Gertrude B. Elion, George H. Hitchings
- Bókmenntir - Naguib Mahfouz
- Hagfræði - Maurice Allais
- Friðarverðlaun - Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna, New York borg