Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Norðurlandaráð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fáni Norðurlandaráðs.

Aðildarríki Norðurlandaráðs
Aðildarríki 5 ríki:
Fáni Danmerkur Danmörk
Fáni Finnlands Finnland
Fáni Íslands Ísland
Fáni Noregs Noregur
Fáni Svíþjóðar Svíþjóð

3 yfirráðasvæði:
Fáni Álandseyja Álandseyjar
Fáni Færeyja Færeyjar
Fáni Grænlands Grænland

Höfuðstöðvar Kaupmannahöfn
Leiðtogar
 - Forseti
 - Forstjóri
 - Aðalritari

Bryndís Haraldsdóttir
Kristina Háfoss
Karen Ellemann
Fólksfjöldi
 - Samtals (2012)

25.880.000
Stofnun
 - Norðurlandaráð
 - Norræna ráðherranefndin

1952
1971
Gjaldmiðlar aðildarríkja Dönsk króna (DKK)
Evran (EUR)
Íslensk króna (ISK)
Norsk króna (NOK)
Sænsk króna (SEK)
Fánar Norðurlandanna og fáni opinbers samstarfs Norðurlandanna.

Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þingmanna Norðurlandanna sem var stofnað árið 1952 eftir seinni heimsstyrjöldina. Á þinginu sitja 87 fulltrúar frá norrænu löndunum fimm og sjálfstjórnarsvæðunum þremur. Fulltrúarnir eru skipaðir af viðkomandi þingi eftir tillögum stjórnmálaflokka og eru þannig ekki lýðræðislega kjörnir.

Starf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar grundvallast á Helsingforssamningnum sem undirritaður var 1962 og hefur verið uppfærður nokkrum sinnum síðan.

Aðalskrifstofa Norðurlandaráðs er í Kaupmannahöfn á sama stað og Norræna ráðherranefndin. Sendinefnd hvers lands hefur jafnframt sérstaka skrifstofu eða starfsmenn hjá þingi viðkomandi lands.

Störfum Norðurlandaráðs er stýrt af forsætisnefnd. Frá árinu 1996 hefur Norðurlandaráðsþing verið haldið árlega á haustin. Árið 2012 hélt Norðurlandaráð auk þess í fyrsta sinn árlegan Þemafund ráðsins.[1] Milli þinganna eru haldnir fundir um einstök málefni. Stjórnmálastarf Norðurlandaráðs fer fram í nefndum og hópum sem eru myndaðir af stjórnmálaflokkum.

Núverandi forseti Norðurlandaráðs er sænska þingkonan Jessica Polfjärd.

Norðurlandaráð veitir árlega eftirfarandi verðlaun:

Verðlaunaféð er 350.000 danskar krónur og er því er útdeilt á Norðurlandaráðsþingi sem haldið er á hverju hausti. Tilkynning og afhending á verðlaunum Norðurlandaráðs fer fram á Norðurlandaráðsþingi.

Svansmerkið hefur verið merki Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 1985. Það er hannað af finnska listamanninum Kyösti Varis.

Norðurlandaráð æskunnar tengist starfi Norðurlandaráðs og heldur sitt þing samtímis Norðurlandaráðsþingi.

Áróðursmynd frá 19. öld fyrir Skandinavisma, stefnu sem boðaði sameiningu skandinavísku ríkjanna.

Samskipti Norðurlandanna hafa, í aldanna rás, einkennst bæði af samstarfi og átökum. Skandinavismi var stefna á 19. öld sem hvatti til sameiningar ríkjanna í Skandinavíu en varð aldrei ríkjandi stefna í löndunum. Norrænt samstarf var þó til staðar á nokkrum afmörkuðum sviðum, eins og í tilviki Norræna myntbandalagsins.

Í kjölfar Seinni heimsstyrjaldarinnar reyndu Norðurlöndin að koma á nánu samstarfi sín á milli en í fyrstu var um misheppnaðar tilraunir að ræða, líkt og í tilviki norræns varnarbandalags sem aldrei varð að veruleika.

Þó náðist það í gegn 1952Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Ísland samþykktu að búa til Norðurlandaráð, stofnun þar sem norrænir þingmenn gætu hist reglulega og rætt samstarf landanna og skyld málefni. Fyrsta þing Norðurlandaráðs var haldið ári síðar 1953 í Kaupmannahöfn. Áhrif Sovétríkjanna á Finnland gerðu það að verkum að Finnar gátu ekki verið með frá upphafi en eftir andlát Jósefs Stalíns breyttist staðan og Finnland varð meðlimur í Norðurlandaráði 1955.

Ýmis skref voru stigin í nánara norrænu samstarfi þessi fyrstu ár Norðurlandaráðs, s.s. lög um sameiginlegan norrænan vinnumarkað, Norræna vegabréfasambandið og norrænn samningur um almannatryggingar. Ýmis önnur áform um norrænt samstarf náðu hins vegar ekki fram að ganga á fyrstu áratugum Norðurlandaráðs, líkt og áform um sameiginleg efnahags- og tollabandalög.

Norðurlandaráð átti snemma frumkvæði að menningarsamstarfi Norðurlandanna, meðal annars með veitingu verðlauna til norrænna listamanna. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962, Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs frá 1965 og Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs síðan 2002 (reglulega frá 2005). Auk þess hefur Norðurlandaráð veitt Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs frá 1995 fyrir starf í þágu náttúru og umhverfis.

Ákveðið var á Norðurlandaráðsþingi 2012 að veita einnig Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og verða þau veitt í fyrsta sinn á Norðurlandaráðsþingi 2013.

Høgni Hoydal, þingmaður frá Færeyjum, flytur ræðu á þingi Norðurlandaráðs.

Samþykkt var 1970Færeyjar og Álandseyjar fengju að hafa sína fulltrúa í Norðurlandaráði. Fulltrúar Grænlands bættust við 1984 og þar með var Norðurlandaráð samsett fulltrúum fimm ríkja og þriggja sjálfstjórnarsvæða.

Samstarfið tók breytingum á áttunda áratugnum, Danir gengu í Evrópubandalagið (síðar ESB) 1972 en ári áður var stofnað til samstarfsvettvangs ríkisstjórna Norðurlandanna, Norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur átt mjög náið samstarf við Norðurlandaráð allt frá upphafi og er starfsemi stofnananna raunar samþætt að ýmsu leyti. Skrifstofa forsætisnefndar Norðurlandaráðs var opnuð í Stokkhólmi 1971 en með flutningi skrifstofu Norðurlandaráðs 1996 hafa skrifstofur ráðsins og Norrænu ráðherranefndarinnar verið undir sama þaki í Kaupmannahöfn.

Eðli starfsemi Norðurlandaráðs þróaðist með stofnun flokkahópa í ráðinu 1973 en áður hafði þingmönnum aðeins verið deilt upp í sendinefndir ríkjanna. Árið 1977 var síðan samþykkt að ræður þingmanna skyldu túlkaðar eftir mótmæli finnsks þingmanns árið áður sem ákvað að tala finnsku, þrátt fyrir að það bryti í bága við fundarsköp.

Endalok Kalda stríðsins breyttu stöðunni að ýmsu leyti á Norðurlöndunum og nálægum svæðum. Svíar og Finnar gengu í ESB 1995 en Norðmenn höfðu hafnað aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu árið áður. Ýmsum þóttu þá vera blikur á lofti í samstarfi Norðurlandanna en það hélt áfram þrátt fyrir það. Samstarfið útvíkkaðist hins vegar að vissu leyti og Norðurlandaráð hóf samvinnu við ýmsa nágranna sína í austri, svo sem Eystrasaltsríkin, nálæga hluta Rússlands og lýðræðisöfl í Hvíta-Rússlandi. Fulltrúar þessara svæða hafa meðal annars setið þing Norðurlandaráðs og tekið þátt í ýmsu öðru samráði.[2]

Meðlimir ráðsins

[breyta | breyta frumkóða]
Ríki Sjálfstjórnarsvæði

Framkvæmdastjórar Norðurlandaráðs

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. ,,Þemafundur Norðurlandaráðs 2012", Norden.org[óvirkur tengill]
  2. „,,Saga Norðurlandaráðs", Norden.org“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. nóvember 2010. Sótt 9. mars 2010.