Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Johannes Andreas Grib Fibiger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Johannes Fibiger)
Johannes Andreas Grib Fibiger

Johannes Andreas Grib Fibiger (23. apríl 186730. janúar 1928) var danskur læknir og prófessor í „anatómískri sjúkdómafræði“ við Kaupmannahafnarháskóla

Hann hlaut læknanóbelinn 1926 fyrir rannsóknir á tengslum þráðorma við krabbamein. Sýndi hann fram á að þráðormur sá sem hann nefndi Spiroptera Carcinoma en hét með réttu Gongylonema neoplasticum gæti orsakað krabbamein í maga í músum og rottum. Sumar af niðurstöðum hans reyndust síðar ekki réttar ályktanir af fyrirliggjandi gögnum.

Í störfum sínum við stofnun líffærafræðilegrar sjúkdómafræði í Kaupmannahöfn greindi hann áður ótilgreinda þráðorma árið 1907 frá viltum rottum. Kom honum til hugar að þráðormar þessir lægju bak við krabbamein í maga í þessum rottum. Árið 1913 staðhæfði hann að hann gæti undir tilraunakringumstæðum framkallað krabbamein í heilbrigðum rottum notandi þessa þráðorma.

Eftir að hann lést tókst öðrum rannsakendum að sanna að G. neoplasticum geti ekki valdið krabbameini. Þau krabbamein og æxli sem Fibiger framkallaði voru vegna skorts á A-vítamíni. Sagnfræðileg endurskoðun á gögnum Fibigers sína að hann ruglaði saman krabbameins-æxlum og ekki-krabbameins-æxlum.

Rannsóknaraðferð hans við athuganir á barnaveiki er talinn uppruni mikilvægrar rannsóknaraðferðar í læknisfræði svonefndrar, stýrðrar meðferðarprófunar.

Rithöfundurinn Karl Adolph Gjellerup, sem fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1919, var frændi Fibiger og ólst upp hjá honum.