Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Karl 15. Svíakonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karl 15.

Karl 15. (Carl Ludvig Eugen, 3. maí 182618. september 1872) var konungur Svíþjóðar og Noregs frá 8. júlí 1859 til dauðadags en hafði verið ríkisstjóri frá 25. september 1857 vegna veikinda föður síns.

Karl var elsti sonur Óskars 1. Svíakonungs og Jósefínu drottningar. Hann hafði mikinn áhuga á norrænni samvinnu og samstarfi og var náinn vinur Friðriks 7. Danakonungs. Hann var mjög umbótasinnaður og studdi margvísleg framfaramál, meðal annars á sviði stjórnmála, trúfrelsis, refsilöggjafar og samgangna. Á stjórnartíð hans fengu konur kosningarétt til sveitastjórna og árið 1858 stóð hann að lagasetningu sem veitti ógiftum, fullorðnum konum fullt sjálfræði, þó fyrst í stað aðeins ef þær sóttu um það. Systir hans, Evgenía prinsessa, varð að líkindum fyrst sænskra kvenna til að njóta þeirra réttinda.

Karl var mikill áhugamaður um bókmenntir og listir, orti sjálfur ljóð og gaf út ljóðabækur. Einnig var hann listmálari og voru verk hans sýnd á sýningum sænsku listaakademíunnar. Hann var mjög skapmikill og þótti oft hryssingslegur í framkomu, kærulaus og raupsamur, en var þrátt fyrir það mjög vinsæll meðal þegna sinna.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Karl giftist Lovísu af Hollandi 19. júní 1850. Hjónaband þeirra var ekki hamingjusamt, enda voru þau mjög ólík. Konungurinn var líka afar kvensamur og átti fjölmargar hjákonur. Börn þeirra voru:

Eftir fæðingu Karls prins var ljóst að Lovísa krónprinsessa gæti ekki alið fleiri börn og þegar prinsinn dó á öðru ári reyndi Karl konungur mikið að fá þingið til að breyta stjórnarskránni þannig að konur gætu erft ríkið en það tókst ekki. Þegar hann dó var það því Óskar bróðir hans sem tók við völdum. Tveir dóttursynir hans urðu þó konungar, þeir Kristján 10. Danakonungur og Hákon 5. Noregskonungur.


Fyrirrennari:
Óskar 1.
Svíakonungur
(18721907)
Eftirmaður:
Óskar 2.