Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Karlungaveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrsta skipting Karlungaveldisins með Verdun-samningnum 843.

Karlungaveldið er heiti á Frankaveldi þegar það var undir stjórn Karlunga. Veldið hófst í reynd með Karli hamar sem varð einvaldur í nánast allri Vestur-Evrópu norðan Pýreneafjalla. Hann tók sér þó aldrei konungstitil líkt og sonur hans, Pípinn stutti gerði 751. Með hugtakinu er þó einkum átt við veldi Karlamagnúsar frá því hann var krýndur keisari af Leó 3. páfa árið 800 þar til því var endanlega skipt upp eftir lát Karls digra árið 888.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.