Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Krita

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Krita er rastateikniforrit (e. raster graphics editor) byggt á KDE-vangi og er einnig hluti af Calligra safninu. Krita er hannað sem stafrænt málunarforrit (e. digital painting application). Krita þykir að einhverju leyti undir áhrifum frá hugbúnaði eins og Corel Painter and SAI. Krita býður upp á nokkra lykil-eiginleika sem greinir það frá flestum samskonar forritum, þar á meðal er möguleikinn á að vinna bæði með punktafylki (e. bitmap) og vigurteikningar (e. vector illustration). Aðstandendur forritsins leggja jafnframt  áherslu á að einfalda notendaviðmótið og gera eiginleika, sem snúa að því að teikna og mála að þunga, að þungamiðju.

Krita er frjáls hugbúnaður og gefið út undir leyfi GNU General Public License 2. útgáfu eða nýrri. Krita var upphaflega gefið út sem hluti af KOffice útgáfu 1.4.0, þann 21. júní árið 2005.

Mynd efir David Revoy, gerð með Krita 2.4

Sýn Krita er, samkvæmt skilgreiningu á vefsíðu verkefnisins:[1] "Krita er KDE-forrit til teikninga og málunar sem býður upp á heildarlausn til sköpunar á stafrænum málverkum frá grunni fyrir fagfólk. Þau svið myndlistar er Krita styður sérstaklega eru hugmyndalist (e. concept art), myndasögugerð og áferðarsköpun fyrir myndsetningu (e. rendering). Með því að byggja á hráefnum, verkfærum og vinnubrögðum sem fyrir eru í raunveruleikanum styður Krita skapandi vinnu með því að þvælast ekki fyrir og með skjótri svörun."

Uppruni nafnsins

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af Krita úr Steam frá feb. 2014. Í bakgrunninn má sjá viðmót úr Krita 2.8. Persónan á myndinni er Netíkorninn Kiki en hún er lukkudýr Krita.

Í fylgiskjali úr frumkóða Krita segir eftirfarandi: "Krita er málunarforrit fyrir rastamyndir. Samkvæmt orðabókinni Brewer's Dictionary of Phrase and Fable er Krita einnig tekið úr hindúatrú en í Mahabharata er 'krita' tengt fullkomnun. Á sænsku er krita notað yfir lit og rita þýðir að lita".

Lukkudýrið

[breyta | breyta frumkóða]

Lukkudýrið fyrir Krita heitir Netíkornin Kiki og er manngerður íkorni sem var skapaður af Tyson Tan. Upprunleg útgáfa af Kiki var kynnt í umræðuvef KDE árið 2012 og var fyrst notuð í kynningarefni fyrir Krita 2.6.[2] Breytt útgáfa af Kiki var síðan notuð í upphafsmynd Krita 2.8[3][4], sem og varningi tengdum forritinu. [5][6][7]

Eiginleikar

[breyta | breyta frumkóða]

Krita býr yfir eftirfarandi eiginleikum:[8]

  • Aðlögunarfært viðmót sem er hægt að nota á hefðbundnum skjá og snertiskjá
  • Mikið úrval pensla
  • Breytanlegt forval pensla
  • Margar pennslavélar, suðningur við breytilegan þrýsting, halla og fleiri eiginleika sem fylgja teiknibrettum.
  • Strigi sem er hægt að nýta til þess að búa til flísaáferð
  • Strigi keyrður með OpenGL sem styður skjái með háa bitatölu
  • Síur með rauntíma forskoðun
  • Lagstýring sem býður upp á hreiðruð lög og hópa
  • Vigra-, afritunar-, utanaðkomandi og kvik síunarlög
  • Stuðningur við fjölmörg skráasnið og líkön lita

Viðmót og vinnuumhverfi

[breyta | breyta frumkóða]
Kvíkerfi Kritu. "Channel"-kvíin hefur verið aftengd frá hægri stika og flýtur því. "Add Shape" kvíin er færð inn í auðkennda svæðið.

Viðmót Krita er auðveldlega aðlagað sem er sérstaklega hannað fyrir hefðbundna skjái og snertiskjái. Notendur mega breyta litaþemum, breyta táknmyndum í verkfærastika og færa til verkfærakvíar. Einnig er hægt að breyta flýtilyklum. Krita leyfir notendum að vista aðlöguð kvíasöfn sem vinnuumhverfi og leyfir notandanum að breyta á milli safnanna.

Krita býður upp á eftirfarandi kvíar : forval, lagumsjón, rásaumsjón, ýmsir litavalmöguleikar, verkfæramöguleikar, formmöguleikar, samsetningarkví, afturkalla sögu, munsturvalmöguleikar, verkefnasett, forskriftir og ýmsar kvíar sem er hægt að nota við vigravinnu. Kvíar Krita er hægt að færa frjálslega um Krita gluggan og er meðal annars hægt að :

  • Velja hvaða kvíar eru sýndar
  • Fella niður kví með því að smella á efra vinstra táknið
  • Setja hvaða kví sem er í efri, hægri eða vinstri stikur Krita
  • Láta kví fljóta um gluggann með því að draga og sleppa kvínni á strigann
  • Hópa fjölda kvía til þess að nýta sama þverpláss
  • Hoppa á milli kvía sem eru í dálkum
  • Læsa staðsetningu kvía (Krita 2.9 alpha)

Pennslastýring

[breyta | breyta frumkóða]

Pennslastýring Krita hefur verið hönnuð með það í huga að einfalda málningarferlið. Notendur geta auðveldlega nálgast þær aðgerðir sem þeir nota mest.

Aðgerð Skipun
Breyta stærð pensils
Shift (halda niðri) + draga
Tímabundið litaval
Ctrl (halda niðri)
Færa striga
Miðjuhnappur músar (halda niðri) + færa músabendil
Þysja striga
Ctrl (halda niðri) + færa músabendil (upp eða niður)
Snúa striga Shift (halda niðri) + færa músabendil (í hringi)

Hægri-smells litatafla

[breyta | breyta frumkóða]
Hægri-smells litataflan í Krita right-click palette, sýnir upphaflega forval 10 mest notaðra tólanna, litahring og nýlega notaða liti.

Þegar það er hægri-smellt á strigan í Krita, þá birtist hringlaga litatafla sem sýnir algengar aðgerðir. Þar á meðal eru:

  • Forval vinsælla verkfæra (allt að 30, breytileg)
  • Litahringur
  • Nýlega notaðir litir
Umvafs strigahamur Krita. (Smellið til þess að stækka)

Krita getur snúið og speglað striga í rauntíma með OpenGL hröðun sem stýður skjái með háa bitatölu. Krita er með stórt safn af valmöguleikum sem er hægt að nýta til þess að búa til striga sem líkist sem mest raunverulegum striga (og minnir minna á að striginn sé í hugbúnaði). Krita býður einnig upp á umvafs strigahap (einnig þekkt sem myndhliðrun) til þess að búa til óaðfinnanlegar áferðir.

Krita býður upp á mörg verkfæri sem vinna með rasta og vigra. Hvert verkfæri hefur sína valmöguleika.

Rastaverkfæri

[breyta | breyta frumkóða]

Krita býður upp á eftirfarandi rastaverkfæri: fríhendis, lína, rétthyrningur, sporbaugur, marghyrningur, marglína (e. polyline), stjarna, slóð, kvik hreyfing, fjölhendis, klippa, færa, breyta og vinda, mæla, fylla, halli, litaplokkari, aðstoðartól, sjónarhornsnet, net, fríhendis rétthyrningur, fríhendis sporbaugur, fríhendis val, fríhendis marghyrningur, fríhendis útlínur, fríhendis fylling, velja svipaðar liti, velja slóð, þysja og veltingur.


Vigraverkfæri

[breyta | breyta frumkóða]

Krita býður upp á eftirfarandi vigraverkfæri: slóð, velja, texti, listrænn texti, skrautskrift, fylla og halli.

Pennslakerfi

[breyta | breyta frumkóða]
Pennslavél Krita í breytingaham.
Hluti af sjálfgefnu forvali bursta í Krita 2.8.

Krita er hannað fyrir stafræn málverk. Krita er með breytanlegt pennslakerfi og er gefið út með fleiri en 100 forvöldum pennslum. Burstakerfi Krita býður upp á margar blöndunarstillingar og er með sjálfstæðar vélar fyrir eftirfarandi verkfæramódel: díla, bletta, afrita, síun, loðið, skáhlaða, áferð, litablettun, ferill, afmynda, tilraunagerð, net, ögn, rissa og úðabrúsar. Pennslastillingar er hægt að vista sem forval og deila. Krita 2.9 alpha styður einnig fjölbursta málun.

Krita styður síur. Afrakstur síunnar er hægt að forskoða á myndinni í rauntíma.

Krita býður sjálfvirkt upp á eftirfarandi síur: stigs, litaaðlögunarkúrvur, birtustigs/mótsetningar kúrva, afmetta, umsnúið, sjálfvirk mótsetning, HSV aðlögun, díla, regndropa, olíumálning, Gauss móða, hreyfimóða, móða, linsumóða, litur í alpha, flytja lit, lágmarka rás, hámarka rás, efst/vinstri/neðri/hægri brúnaleit, sobel, skerpa, fjarlægja miðgildi, unsharp mask, fjarlægja suð með Gauss aðferð, minnka bylgjusuð, Upphleypa eingöngu lárétt/í allar áttir/(laplacian)/eingöngu lóðrétt/ með breytilegu dýpi/ lárétt og lóðrétt, litlir reitir, rúna horn, phong holuvörpun.

Krita býður upp á marglaga ham. Á meðal þeirra má nefna: rasta lög, vigra lög, síunarlög, lög mynduð með forritunarleiðum og hópalög. Lög er hægt að draga og sleppa innan Krita, milli tilvika af Krita eða sem myndir til og frá öðrum forritum. Lög í Krita er hægt að snúa, skala, umbreyta og deila. Vigralög Krita styðja texta, vigraform og síur á vigraform. 

Smiðir í Krita búa til díla og er hægt að nota þá í smiðalögum. Krita býður upp á eftirfarandi smiði: litir og mynstur. Hægt er að bæta við fleiri smiðum sem hafa verið skrifaðir í C++.

Litastýring, litamódel og dýpt rása

[breyta | breyta frumkóða]

Krita notar alltaf litastýringu. Í Linux, ef skjárinn er rétt settur upp með colord eða oyranos (til eru GUI forritastillingar fyrir GNOME og KDE), er sjálfkrafa notast við skjástýringuna. Krita styður eftirfarandi litamódel til þess að búa til og breyta myndum: RGBA, Gray, CMYKA, Law, YCbCr, XYZ í 8 bita heiltölum, 16 bita heiltölur, 16 bita fleytipunkta, 32 bita fleytipunkta.

Studd skráarsnið

[breyta | breyta frumkóða]

Krita stuður mikinn fjölda skráarsniða. Skráarsniðið sem er notað innan Krita er Krita Document (.kra). Krita getur einnig notað OpenRaster document sem vistunarskráarsnið.

Skráarsnið
Vista sem
Krita Document, OpenRaster document, PSD image, PPM, PGM, PBM, PNG, JPEG-2000, JPEG, BMP Windows, XBM, TIFF, EXR, PDF, WEBP
Eingöngu innflutningur
Krita Document, EXR, OpenRaster document, PSD image, Gimp image, PPM, PGM, PBM, PNG, JPEG-2000, PDF, ODG draw, BMP Windows, XPM, GIF, XBM, Krita Flipbook, Adobe DNG negative and Camera RAW, WEBP
Eingöngu útflutningur
/
Krita Sprint
Ár
Staður
Dagsetning
2005[9] Deventer, Netherlands
2010[10] Deventer, Netherlands 2/26-3/7
2011[11] Amsterdam, Netherlands 5/20-5/22

Matthias Ettrich, upphafsmaður KDE, kom fyrst með hugmyndina að "KImage Shop" þann 24 maí 1999, eftir að almenn vonbrigði með notendaviðmót GIMP.[12] Líkt og nafnið gefur til kynna, þá átti KImage Shop að vera klón af Photoshop. Áður en forritið var gefið út þá var það kallað KImageShop og síðar Krayon þangað til að nafninu var breytt af ótta við lögsóknir. Árið 2004 var komin löngun til að breyta áherslum Krita : "Ég vill að Krita skipi sama sess og Corel Painter í Windows heiminum en ekki Photoshop."

Krita Sketch

[breyta | breyta frumkóða]

Í desember 2012 kom út ný útgáfa af Krita sem var sérstaklega hönnuð fyrir snertiskjái.[13][14] Útgáfan var afrakstur samvinnu Intel og Krita.[14] Krita Sketch var hannað að mestu með Windows 7 og 8 í huga [14] og notar “Modern UI” þemað sem Microsoft bjó til fyrir Windows 8.[citation needed]

Krita Foundation og Krita Studio

[breyta | breyta frumkóða]

Krita Foundation var stofnað í desember 2012 til þess að styðja við Krita. [15] Til þess að fjármagna þróun Krita Desktop og Krita Sketch, gaf KO GmbH út nýja útgáfu af Krita sem bauð upp á greidda hugbúnaðarþjónustu. Þessi útgáfa var viðbót við Krita Desktop og átti að nota við kvikmyndagerð og í GFX stúdíóum.[16]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Krita FAQ: What is Krita?“. krita.org. Sótt 24. desember 2015.
  2. „About Krita 2.6 Booklet“ (PDF). Krita Foundation.
  3. „Calling for Splashes!“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 júlí 2018. Sótt 22. febrúar 2014.
  4. „Krita's Git commit of Krita 2.8's splash“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. febrúar 2014. Sótt 10. febrúar 2016.
  5. Far, Maria. „Awesome designs by Tyson Tan!“. Krita Foundation. Sótt 22. febrúar 2014.
  6. „Krita's Steam page“. Sótt 22. febrúar 2014.
  7. Tan, Tyson. „Krita the Digital Painting App is now on Steam“. Sótt 22. febrúar 2014.
  8. „Krita Features“. Krita Foundation. Sótt 22. febrúar 2014.
  9. Boudewijn Rempt (30. júlí 2005). „And on the fifth day...“. valdyas. valdyas.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. júlí 2011. Sótt 10. febrúar 2016.
  10. Boudewijn Rempt (15. mars 2010). „Second Krita Sprint Ends With Tea“. KDE. KDE.NEWS.
  11. Boudewijn Rempt (2. júní 2011). „What happens When Artists and Developers Come Together: The 2011 Krita Sprint“. KDE. KDE.NEWS.
  12. 'KImage Shop? [was:Re: K abiword port]' – MARC“. Lists.kde.org. 24. maí 1999. Sótt 23. apríl 2012.
  13. „Krita Digital Painting – Krita Sketch“. KO GmbH. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. ágúst 2013. Sótt 26. apríl 2013.
  14. 14,0 14,1 14,2 Anne-Marie Mahfouf (19. desember 2012). „Krita Sketch – Mobile Artistry“. KDE.News. Sótt 26. apríl 2013.
  15. „Announcing the Krita Foundation“. Krita.org. 17. desember 2012. Sótt 26. apríl 2013.
  16. „Krita Digital Painting“. KO GmbH. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. júlí 2013. Sótt 26. apríl 2013.