Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Orkudrykkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orkudrykkur í plastflösku.

Orkudrykkir eru drykkir sem eru markaðssettir undir þeim formerkjum að þeir nái fram örvandi áhrifum. Þeir gefa vellíðunartilfinningu í heilanum, sem hvetur fólk að halda áfram neyslu þeirra, en hafa engin áhrif á vöðva líkamans.[1]

Orkudrykkir innihalda jafn mikið magn af sykri og er í sykruðum gosdrykkjum og eins mikið magn af koffíni og er í kaffi.[2] Orkudrykkir hafa verið lítið rannsakaðir og engar samræmdar reglur eru til um hvað drykkirnir megi innihalda.[3] Neysla orkudrykkja er mest á meðal ungs fólks bæði hér á landi og í Bandaríkjunum.[3][4]

Blanda áfengis og orkudrykkja er mjög vafasöm. Blandan hefur veikjandi áhrif á líkamann,[5] getur valdið hjartsláttartruflunum og jafnvel skyndilegum dauða.[6]