Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Roland Topor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Roland Topor (7. janúar 193816. apríl 1997) var franskur teiknari, handritshöfundur og leikari. Verk hans einkennast af súrrealisma. Hann var einn af stofnendum hópsins Mouvement panique, ásamt Alejandro Jodorowsky og Fernando Arrabal árið 1962.

Topor var af pólskum gyðingaættum og faldist í Savoja meðan á hernámi Frakklands stóð. Árið 1955 hóf hann nám í listaskólanum École nationale supérieure des beaux-arts í París. Árið 1961 hóf hann að skrifa fyrir háðsádeilutímaritið Hara-Kiri og 1962 stofnaði hann panísku hreyfinguna ásamt Jodorowsky og Arrabal. Skáldsagan Le Locataire chimérique kom út 1964. Roman Polanski gerði hrollvekjuna Leigjandann eftir sögunni árið 1976.

Fyrsta stuttmynd hans, teiknimyndin „Les Temps Morts“, gerð með René Laloux var frumsýnd 1964. Árið 1971 gerði hann teiknimyndina sem birtist í upphafi kvikmyndarinnar Viva la Muerte eftir Arrabal. Fyrsta teiknimynd hans í fullri lengd, La Planète sauvage, var frumsýnd 1973. Árið 1975 myndskreytti hann smásagnasafnið Kleine Geschichten für Weiberfeinde eftir Patricia Highsmith. Hann gaf út nokkrar bækur með teikningum yfir ævina.

Árið 1983 skapaði hann ásamt Henri Xhonneux súrrealísku brúðuþættina Téléchat. Þeir skrifuðu saman handritið að kvikmyndinni Marquis frá 1989. Topor lék í nokkrum kvikmyndum, þar á meðal í Nosferatu: Phantom der Nacht eftir Werner Herzog og Ratataplan eftir Maurizio Nichetti.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.