Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Tókelá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tokelau
Fáni Tókelá Skjaldarmerki Tókelá
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Tokelau mo te Atua (tókeláíska)
Tókelá fyrir hinn almáttuga
Þjóðsöngur:
Te Atua o Tokelau
Staðsetning Tókelá
Höfuðborg Atafu (óopinber)
Opinbert tungumál tókeláíska, enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Karl 3.
Landstjóri Ross Ardern
Forsætisráðherra Kerisiano Kalolo
Nýsjálenskt yfirráðasvæði
 • Verndarríki 1889 
 • Bresk nýlenda 29. febrúar 1916 
 • Fært undir Nýja-Sjáland 11. febrúar 1926 
 • Tókelálögin 1948 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

10 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2016)
 • Þéttleiki byggðar
237. sæti
1.499
115/km²
VLF (KMJ) áætl. 2017
 • Samtals 0,010 millj. dala
 • Á mann 6.275 dalir
Gjaldmiðill nýsjálenskur dalur (NZD)
Tímabelti UTC+13
Þjóðarlén .tk
Landsnúmer +690

Tókelá eru þrjár baugeyjar (Atafu, Nukunonu og Fakaofo) í Suður-Kyrrahafi undir yfirráðum Nýja-Sjálands, norðan við Samóa, austan við Túvalú, sunnan við Fönixeyjar, suðvestan við Línueyjar og norðvestan við Cookseyjar. Samanlagt flatarmál eyjanna er um 10 ferkílómetrar og þar búa um 1400 manns. Eyjarnar skiptast á að halda höfuðborg. Eyjarnar eru stundum kallaðar Sambandseyjar eins og nýlendan hét. Eyjarnar voru hluti af breska verndarsvæðinu Gilberts- og Elliseyjum til 1925 þegar stjórn þeirra var færð til Nýja-Sjálands.

Íbúar Tókelá eru um það bil 1.500 talsins og landið er því fjórða minnsta ríki eða hjálenda heims. Í manntali árið 2016 kom fram að 45% íbúa voru fæddir erlendis, flestir á Samóa eða Nýja-Sjálandi.[1] Lífslíkur eru 69 ár, sem er sambærilegt við önnur Eyjaálfulönd. Um 94% íbúa tala tókeláísku sem fyrsta mál. Hagkerfi Tókelá er það minnsta í heimi meðal fullvalda ríkja. Landið er leiðandi í notkun endurnýjanlegrar orku og varð fyrsta 100% sólarorkuknúna land heims.[2]

Tókelá er opinberlega kölluð „þjóð“, bæði á Tókelá og Nýja-Sjálandi.[2][3][4] Lýðræðislegar kosningar fara fram á þriggja ára fresti. Árið 2007 setti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Tókelá á lista yfir lönd án sjálfstjórnar.[5] Þetta var umdeilt þar sem íbúar Tókelá hafa tvisvar kosið gegn frekari sjálfstjórn (en með mjög litlum mun), og smæð þjóðarinnar gerir sjálfstjórn erfiða. Tókelálögin 1948 eru grundvöllur stjórnkerfis landsins, en þeim hefur verið breytt nokkrum sinnum. Frá 1993 hafa íbúar kosið stjórnarleiðtoga, Ulu-o-Tokelau, en fyrir þann tíma var landstjóri Tókelá stjórnarformaður og landinu var stjórnað beint af nýsjálensku ráðuneyti.

Tókelá merkir „norðanvindur“ á tókeláísku. Evrópskir landkönnuðir nefndu eyjarnar áður „Sambandseyjar“.[6] Tókeláeyjar var tekið upp sem opinbert heiti eyjanna árið 1946. Síðar var það opinberlega stytt í Tókelá 9. desember 1976.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Atafu
Nukunonu
Fakaofo

Eyjarnar þrjár sem mynda Tókelá eru á milli 171 og 173° vestlægrar lengdar og 8 og 10° suðlægrar breiddar, um það bil miðja vegu milli Nýja Sjálands og Hawaii og um 500 km norðan við Samóa. Frá Atafu í norðri til Fakaofo í suðri eru minna en 200 km. Eyjarnar Atafu og Nukunonu voru eitt sinn nefndar eyjaklasi hertogans af Clarence og Fakaofo var eitt sinn nefnd Bowditch. Samanlögð stærð eyjanna er 10,8 km2. Á hverju hringrifi eru margar eyjar þar sem þorpin eru. Hæsti punktur eyjanna er aðeins 5 metrum yfir sjávarmáli.[7] Það eru engar hafnir á eyjunum, en á mörgum stöðum eru litlar bryggjur sem léttabátar geta lagst að til að ferma og afferma.[8][9][10] Eyjarnar eru í fellibyljabeltinu. Swains-eyja (Olohega), sem er hluti af Bandaríska Samóa, var áður nátengd Tókelá efnahagslega og menningarlega, en hún hefur verið undir bandarískum yfirráðum frá 1900 og formlega hluti af Bandaríska Samóa frá 1925.

Bandaríkin gerðu tilkall til allra fjögurra eyjanna með Gúanóeyjalögunum 1856 og Bretar gerðu sömuleiðis tilkall til Olohega auk Tókelá. Gerður var samningur um landamæri milli Tókelá og Bandarísku Samóa 1979.

Trúarbrögð

[breyta | breyta frumkóða]

Íbúar Tókelá eru að stærstum hluta kristnir. Á Atafu eru nær allir íbúar (um 64% íbúa Tókelá) í samósku safnaðarkirkjunni. Á Nukunonu eru hins vegar nær allir íbúar (um 34% landsmanna) rómversk-kaþólskir. Á Fakaofo eru bæði trúfélögin til staðar, en flestir eru í samósku safnaðarkirkjunni. Um 5% íbúa aðhyllast önnur trúarbrögð.[11]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.tokelau.org.nz/site/tokelau/files/TokelauNSO/2016Census/profile-tokelau-2016-census-final-to-print28jun17jj.pdf
  2. 2,0 2,1 „Tokelau, world first solar power nation | New Zealand Trade and Enterprise“. Nzte.govt.nz. 12. júlí 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. maí 2017. Sótt 11. desember 2016.
  3. „Government of Tokelau“. Tokelau.org.nz. Sótt 11. desember 2016.
  4. „Tokelauans – Te Ara Encyclopedia of New Zealand“. Teara.govt.nz. Sótt 11. desember 2016.
  5. „Official site for the Tokelau Council of Ongoing Government“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. febrúar 2014. Sótt 4. nóvember 2007.
  6. „Tokelau facts, information, pictures | Encyclopedia.com articles about Tokelau“. www.encyclopedia.com (enska). Sótt 29. nóvember 2017.
  7. „Tokelau High Point - Peakbagger.com“. www.peakbagger.com.
  8. „Port of Atafu“. MarineTraffic.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. mars 2017. Sótt 9. mars 2017.
  9. „WPS – Nukunonu Harbor“. World Port Source. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júní 2016. Sótt 9. mars 2017.
  10. „Port of Fakaofo“. MarineTraffic.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. mars 2017. Sótt 9. mars 2017.
  11. „2006 Tokelau Census of Population and Dwellings“ (PDF). 20. desember 2006. bls. Table 2.5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 12. október 2013. Sótt 11. nóvember 2009.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.