Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Talmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Talmál er mál sem er myndað með því að tala. Hugtakið er oft notað í andstæðu við ritmál. Þó að talmál og ritmál séu mjög tengd er birtingarform þeirra mismunandi, tal er meðfæddur hæfileiki mannfólks á meðan ritmálið er uppfinning sem er háð menningu.[1] Ritmál getur verið bein eftirritun af talmáli en lýtur oft öðrum formreglum, á meðan talmálið getur verið háð samhengi þarf ritmál oft að draga merkingu sína af textanum sjálfum.

Mörg tungumál heims hafa ekki ritmál og eru einungis til sem talmál. Talmál má líka bera saman við táknmál, sem er mál myndað með handa- og andlitshreyfingum.

Talmál samanstendur af orðum sem eru röð sérhljóða og samhljóða, ásamt tónfalli. Þessar frumeiningar orða kallast hljóðön eða fónem. Orð eru tengd saman í liði, setningar og stærri orðræðueiningar.

Heyrandi börn tileinka sér fyrsta tungumálið sem þau heyra í umhverfi sínu. Heyrnarlaus börn gera slíkt hið sama með fyrsta táknmálið sem er notað í þeirra umhverfi. Heyrnarlaus börn læra talmál á svipaðan hátt og heyrandi börn læra ritmál.

  1. Pinker, S., & Bloom, P. (1990). Natural language and natural selection. Behavioral and Brain Sciences, 13, 707–784.
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.