Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Torah

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sefer Torah bókarolla

Torah (תורה) er hebreska og þýðir "fræðsla," "kenning," eða "lögmál." Það er mikilvægasta rit í Gyðingdómi. Með hugtakinu Torah er oftast átt við fyrsta hluta Tanakh, það er fyrstu fimm bækur hebresku biblíunnar. Hugtakið er stundum notað sem almennt hugtak yfir öll helgirit Gyðingdóms og einnig munlega hefð. Kristnir guðfræðingar íslenska Torah venjulega sem "lögmálið".

Nöfn fyrstu fimm bókana á hebresku eru svo:

Torah er einnig þekkt sem Mósebækurnar eða fimmbókaritið sem upphaflega var átt við þær hirslur sem geymdu bókarollurnar fimm.

Fyrir trúaða Gyðinga er Torah venjulega álitin bókstafleg orð Guðs eins og hann opinberaði þau fyrir Móses.

Bækurnar fimm innihalda annars vegar samsteypt kerfi laga og reglna og hins vegar sögulega lýsingu á því sem varð Gyðingdómur. Bækurnar fimm (sérstaklega sú fyrsta, fyrsti hluta annarrar, og mikið af þeirri fjórðu) eru einkum safn sagna fremur en listar yfir lög og reglur, en í þeim má samt finna allar helstu hugmyndirnar og hugtökin í Gyðingdómi. Fimmta Mósebókin er frábrugðin hinum fjórum og inniheldur skilnaðarræðu Móse til Gyðinga.

Mörg lögmál Gyðingdóms eru ekki beinlínis nefnd í Torah heldur eru þau túlkanir eða þá hafa skapast og lifað í munnmælum og skráð að lokum í Talmud og Mishnah.

Sköpun og notkun Torah rollna

[breyta | breyta frumkóða]

Í helgiathöfnum eru Torah skrifuð á hebresku á bókarollu (á hebresku kallað "Sefer Torah"). Þær eru skrifaðar af mikilli nákvæmni af sérstökum skrifurum, enda er nánast útilokað að finna breytingar eða villur í þessum bókarollum hvort sem þær eru nýjar eða þúsund ára. Ástæðan er sú að hvert orð og hvert merki er álitið hafa guðdómlega merkingu, minsta fráhvarf muni þess vegna breyta allri Torah.

Fyrir alla venjulega notkun er Torah prentuð eins og venjulegar bækur, oft með hebreska textanum annars vegar og þýðingum á önnur mál hins vegar.

Torah rollurnar er geymdar í heilagasta hluta samkunduhússins, í Örkinni (אֲרוֹן קֹדשׁ aron kodesh á hebresku.)