Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Wuxi

Hnit: 31°29′28″N 120°18′43″A / 31.491°N 120.312°A / 31.491; 120.312
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wuxi
無錫
Wuxi er staðsett í Kína
Wuxi
Wuxi
Staðsetning Wuxi í Jiangsu héraði í Kína.
Hnit: 31°29′28″N 120°18′43″A / 31.491°N 120.312°A / 31.491; 120.312
LandFáni Kína Kína
HéraðJiangsu
Stjórnarfar
 • FlokksritariDu XiaoGang
 • BorgarstjóriZhao JianJun
Flatarmál
 • Samtals4.628 km2
Mannfjöldi
 (2020)
 • Samtals7.462.135
TímabeltiUTC+8
Póstnúmer
214000 (þéttbýli)
214200, 214400 (annars staðar)
Svæðisnúmer510
Vefsíðawww.wuxi.gov.cn
Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.
Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.[1][2]

Wuxi (kínverska: 無錫; rómönskun: Wúxī; er stórborg í suðurhluta Jiangsu-héraðs í austurhluta Alþýðulýðveldisins Kína.

Wuxi er staðsett meðfram Miklaskurði á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni Tai-vatns. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta Jangtse- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg Sjanghæ, á milli borganna Changzhou og Suzhou.

Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.

Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.

Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.[3]

Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.

Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.
Stytta af Taibo í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.
Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
Mahavira salur Nanchan búddahofsins í suðurhluta Wuxi.[4]
„Magu býður langlífi“ í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og Taoisma.[5]
Kort af Wuxi árið 1881.
Kort af Wuxi árið 1881.
Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.
Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.

Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við Jangtsefljót. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. [6]

Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.[7]

Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.[8]

Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).[9] Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)[10] greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.[11] Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.[12] Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.[13][14]

Keisaratímar

[breyta | breyta frumkóða]

Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.[15] Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna tinnáma sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum Vestur-Hanveldisins (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd Changzhou) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn Júanveldisins (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.[16]

Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum Tai-vatn verið mjög frjósamt. Landbúnaður og silkiiðnaður blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð Miklaskurðar lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.[17]

Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.[12] Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar óperu.

„Kangxi suðurferðin“ árið 1698. - Á blómaskeiði Tjingveldisins (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til Jangtse-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi. Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) Suzhou. [18] [19]

Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í Taiping-uppreisninni (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.[20] [21]

Á tíma Tjingveldisins (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á friðarsáttmála sem batt enda á fyrsta ópíumstríðið (1839–1842) milli Breska heimsveldisins og Tjingveldisins í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og Zhenjiang og Nanjing árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.

Þegar Mikliskurður hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til Sjanghæ, um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til Tianjin borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.

Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf kínverska lýðveldisins árið 1912.[22]

Lýðveldistími

[breyta | breyta frumkóða]
Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.
Japanskur innrásarher í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.

Þegar seinna stríðið við Japan braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.

Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. Borgarastyrjöld milli Lýðveldissinna og Kommúnista hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.[23]

Tímar Alþýðulýðveldis

[breyta | breyta frumkóða]
Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.
Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.[24][25]

Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.[26]

Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.[26]

Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.[27] Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.[28]

Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri Tai-vatni, sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.

Borg hagvaxtar og mengunar

[breyta | breyta frumkóða]
Kirsuberjablómatré í blóma við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.
Kirsuberjablómatré í blóma við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.

Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.[17]

Árið 2022 hefur borgin efnahags- og viðskiptatengsl við 224 ríki eða landssvæðisvæði. Fyrirtæki frá Wuxi hafa fjárfest í 92 löndum og svæðum.[29]

Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.[3]

Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.[30] Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra blágerla eða þörungar á yfirborði vatnsins.[31][32] Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í mjög kostnaðarsama umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.[33] Á þriðja þúsund verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.[34][35] Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.[36]

Landafræði

[breyta | breyta frumkóða]
Amharclann Wuxi Grand
Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.
Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.[37]
Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.
Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.[38]

Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta Jiangsu-héraðs. Hún liggur að Suzhou-borg í austri; með Tai vatnið í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í Zhejiang héraði; og Changzhou borg í vestri.

Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi. Með nýjum tæplega 11 kílómetra göngum undir Tai-vatn sem opnuðu í árslok 2021, er Binhu hverfi nú tengd undirborginni Yixing sem hluti af Suzhou-Wuxi-Changzhou suðurhraðbrautinni.[39][40]

Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.

Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta Jangtse-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.[41] Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti Miklaskurðar. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.[42]

Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.[41]

Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.[43]

Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.
„Stóra Búddastyttan“ er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.[44]

Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt heittemprað loftslag undir áhrifum monsúnvinda, með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.

Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.

Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.[45]

Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.[46]

Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010
Mánuður Jan. Feb. Mar. Apr. Maí Jún. Júl. Ágú. Sep. Okt. Nóv. Des. Árið
Meðalhiti (°C) 3,5 5,4 9,4 15,2 20,7 24,5 28,5 27,8 23,6 18,2 12,1 5,9 16,2
Meðalúrkoma (mm) 58,8 57,3 92,0 79,9 96,1 182,9 172,1 143,5 91,5 57,4 56,7 33,8 1.122
Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 [47][46]

Lýðfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).
Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).[48]

Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.

Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.[49]

Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.[50]

Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar búddisma, taóisma og þjóðtrú. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög múslima, kaþólikka og mótmælenda.[51]

Stjórnsýsla

[breyta | breyta frumkóða]
Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.
Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.

Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.

Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.

Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.[52]

Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið; Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið; „Wuxi landslagsborgin“ (þar eru á meðal: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); Jiangyin hátæknisvæðið; og „Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“.

Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir
Stjórnsýsla Wuxi
Undirskipting Kínverska Fólksfjöldi 2018 [53][54] Stærð (km2)
Miðborg
Liangxi hverfi 梁溪区 961.500 72
Hverfi
Xishan hverfi 锡山区 707.700 399
Huishan hverfi 惠山区 712.200 325
Binhu hverfi 滨湖区 716.000 628
Xinwu hverfi 吴江区 569.200 220
Undirborgir
Jiangyin borg 江阴市 1.651.800 987
Yixing borg 宜兴市 1.256.100 1.997
Alls: 6.574.500 4.627
Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði

Efnahagur og atvinnulíf

[breyta | breyta frumkóða]

Borg vaxtar

[breyta | breyta frumkóða]
„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.
Byggingin „Center 66“ er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.[55]
Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.
„Fjármálatorg Wuxi“ (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.[56]

Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.

Í matsrannsókn á samkeppnishæfni 291 borga Kína árið 2021 var Wuxi talin meðal þeirra 10 efstu.[57]

Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.

Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).[58][59][60]

Hefðbundin framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.[26]

Ferðaþjónusta

[breyta | breyta frumkóða]
Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.
Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.

Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.

Nýjar atvinnugreinar

[breyta | breyta frumkóða]

Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.[61] Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.[62][63]

Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.[64] Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.[65] Vöxtur á þessu sviði hefur verið gríðarlegur í borginni á undanförnum árum.[26] Borgin þykir fremst allra kínverskra borga á héraðsstigi hvað varðar þróun stafræns hagkerfis.[26]

Atvinnuþróunarsvæði

[breyta | breyta frumkóða]
Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.
Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.[66]

Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.[67][68]

Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.[69] Þar er Wuxi hátæknþróunarsvæðið, Flugiðnaðargarður Wuxi, og „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“, svo nokkuð sé nefnt.[70]

Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.[71]

Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.

Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið; Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið; „Wuxi landslagsborgin“ (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og „Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“.

Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.
Jiangyin Jangtse hengibrúin er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.[72]
Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.
Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.[73]
Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.
Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wuxi.
Lestarlína eitt í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.
„Lestarlína eitt“ í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.
Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.
Leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.
Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.
Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.[74]
Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
Jangtse-fljót er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.

Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina. Í aldir hafa farþegar og vörur farið um vatnaleiðir Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að flutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar, sem útskýrir ýmsa krókótta vegi nútímans.

Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.

Vegakerfið

[breyta | breyta frumkóða]

Alls liggja 9 þjóðar- og héraðshraðbrautir í gegnum Wuxi. Meðal þeirra eru: # G2 Peking-Sjanghæ þjóðarhraðbrautin;[75] #G42 Sjanghæ-Nanjing þjóðarhraðbrautin;[76] sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og #G42 Changshu-Hefei þjóðarhraðbrautin;[77]

Meðal þjóðvega er #312 þjóðbrautin sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína;[78] og #104 þjóðbrautin sem liggur alla leið frá Peking suður til Fuzhou.[79]

Nýjasta risaframkvæmdin á sviði vegasamgangna er gerð lengstu neðansjávarganga Kína (10,79 kílómetrar) undir Tai-vatn sem hluti af Suzhou-Wuxi-Changzhou suðurhraðbrautinni. Göngin opnuðu í árslok 2021.[40]

Að auki eru ýmsar aðrar þjóðarhraðbrautir, þjóðbrautir, héraðshraðbrautir og vegir.

Járnbrautir

[breyta | breyta frumkóða]

Wuxi-svæðið er vel tengt með járnbrautum. Meðal þeirra eru: Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou;[80] Peking–Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni;[81] Nanjing-Hangzhou háhraðalestin fyrir farþega;[82] og Xinyi–Changxing-lestin um borgina.[83]

Borgarlestir

[breyta | breyta frumkóða]

Wuxi Metro er borgarlestakerfi sem þjónar Wuxi City, Jiangsu héraði, Kína. Fyrsta lína hennar, Wuxi Metro Line 1, var formlega opnuð til notkunar 1. júlí 2014, sem gerir Wuxi að 22. höfuðborgarsvæðinu á meginlandi Kína. Það er þriðja borgin í Jiangsu héraði sem opnar járnbrautarflutninga. Frá og með janúar 2024 eru 5 rekstrarlínur í Wuxi Metro, nefnilega Wuxi Metro Line 1, Wuxi Metro Line 2, Wuxi Metro Line 3 Phase I, Wuxi Metro Line 4 Phase I, Wuxi Metro Line S1, Þetta eru allar neðanjarðarlestarlínur með akstursakstur 145 kílómetrar og alls 97 stöðvar. Frá og með janúar 2024 eru 4 línur í byggingu í Wuxi Metro, nefnilega Wuxi Metro Line 4 Phase II, Wuxi Metro Line 5 Phase I, Wuxi Metro Line 6 Phase I, og Wuxi Metro Line S2, með heildarlengd um það bil 120 kílómetra. Þann 21. janúar 2024 náði daglegt farþegaflæði Wuxi neðanjarðarlestarkerfisins methámarki og náði 1,3 milljónum farþega.

Strætisvagnar

[breyta | breyta frumkóða]

Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.

Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.[84]

Vatnaflutningar

[breyta | breyta frumkóða]

Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar, um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.

Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.[85]

Alþjóðaflugvöllur

[breyta | breyta frumkóða]

Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og Suzhou. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 kílómetra frá miðborg Suzhou.[86]

Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til Peking, Guangzhou, Shenzhen, Chengdu, Chongqing, Kunming, Lijiang, Hong Kong, Makaó, Taípei, Bangkok, Osaka, Tókýó og Singapúr, svo nokkuð sé nefnt.

Árið 2019 fóru 8 milljónir farþega um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.[87]

Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 kílómetra fjarlægð frá Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum, 180 kílómetra frá Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum og 180 kílómetra frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með hraðbrautum og háhraðalestum.[88]

Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.
Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.[89][90]
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Wuxi“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. ágúst 2022.
  • „Britannica: Wuxi“. The Editors of Encyclopaedia. 10. apríl 2013. Sótt 20. ágúst 2022.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Jichang Garden“, Wikipedia (enska), 4. mars 2022, sótt 23. ágúst 2022
  2. 2022 China Daily (chinadaily.com.cn) (2022). „Ancestral temples of Huishan“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 22. ágúst 2022.
  3. 3,0 3,1 2022 China Daily - wuxinews.com.cn (11. febrúar 2022). „Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 21. ágúst 2022.
  4. „南禪寺 (無錫)“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 13. febrúar 2022, sótt 23. ágúst 2022
  5. „Magu (deity)“, Wikipedia (enska), 23. apríl 2022, sótt 23. ágúst 2022
  6. „Wu (region)“, Wikipedia (enska), 21. janúar 2022, sótt 29. júlí 2022
  7. China Daily- 2022 (2022). „Wuxi. Overview“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 20. ágúst 2022.
  8. „Wu (region)“, Wikipedia (enska), 21. janúar 2022, sótt 29. júlí 2022
  9. „吴国“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 18. júlí 2022, sótt 21. ágúst 2022
  10. „Records of the Grand Historian“, Wikipedia (enska), 23. júlí 2022, sótt 29. júlí 2022
  11. „Wu (state)“, Wikipedia (enska), 16. desember 2021, sótt 29. júlí 2022
  12. 12,0 12,1 Information Office of Wuxi Municipal Government (2017). „Get to know Wuxi through 10 surnames“ (PDF). Information Office of Wuxi Municipal Government. Sótt 20. ágúst 2022.
  13. „吴国“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 18. júlí 2022, sótt 22. ágúst 2022
  14. „Wu (state)“, Wikipedia (enska), 19. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  15. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  16. Britannica, The Editors of Encyclopaedia (10. apríl 2013). „Encyclopedia Britannica: Wuxi“. Britannica, The Editors of Encyclopaedia. Sótt 20. ágúst 2022.
  17. 17,0 17,1 „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  18. Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698 (1698). „2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection“. University of Alberta Museums Search Site. Sótt 23. ágúst 2022.
  19. „康熙帝南巡“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 23. febrúar 2022, sótt 23. ágúst 2022
  20. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  21. 江苏省志・人口志 [Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography]. Fangzhi Publishing House. 1999. bls. 58–9. ISBN 978-7-801-22526-9.
  22. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  23. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  24. „无锡博物院“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 1. febrúar 2022, sótt 23. ágúst 2022
  25. 2022 China Daily (wuxinews.com.cn) (24. apríl 2020). „Wuxi Museum“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 21. ágúst 2022.
  26. 26,0 26,1 26,2 26,3 26,4 Shi Jing - China Daily (11. janúar 2022). „Jiangsu cities see record industrial growth“. The State Council of the People's Republic of China. Sótt 26. ágúst 2022.
  27. „Sunan Shuofang International Airport“, Wikipedia (enska), 18. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  28. „Wuxi Metro“, Wikipedia (enska), 12. apríl 2022, sótt 22. ágúst 2022
  29. Cang Wei (Nanjing) (28. mars 2022). „Wuxi blossoms culturally and economically“. China Daily. Sótt 24. ágúst 2022.
  30. „Lake Tai“, Wikipedia (enska), 14. júlí 2022, sótt 18. ágúst 2022
  31. „2007年太湖蓝藻污染事件“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 2. ágúst 2022, sótt 18. ágúst 2022
  32. „Taihu: Green Wash or Green Clean? | Wilson Center“. www.wilsoncenter.org (enska). Sótt 18. ágúst 2022.
  33. „Long struggle for a cleaner Lake Tai“. China Dialogue (enska). 14. febrúar 2012. Sótt 18. ágúst 2022.
  34. Cang Wei - Nanjing (19. maí 2021). „Cleanup program ensures lake's water quality“. CHINA DAILY. Sótt 26. ágúst 2022.
  35. „Biological Restoration of water and land“. Greenpeace International (enska). Sótt 18. ágúst 2022.
  36. Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng (30. mars 2019). „Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts“ (PDF). Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356. Sótt 16. ágúst 2022.
  37. „Yixing“, Wikipedia (enska), 4. júní 2022, sótt 23. ágúst 2022
  38. „长广溪湿地公园“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 28. október 2021, sótt 23. ágúst 2022
  39. Zhou Wenbo, Wuxi, Jiangsu (10. apríl 2021). „Taihu Tunnel to aid regional economy, connectivity“. China Daily. Sótt 26. mars 2022.
  40. 40,0 40,1 Ma Chenguang & Zhuang Qiange (6. janúar 2022). „Major tunnel in Jiangsu opens to traffic“. China Daily - China Daily Information Co (CDIC). Sótt 26. ágúst 2022.
  41. 41,0 41,1 „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  42. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  43. „Overview“. www.wuxinews.com.cn. Sótt 22. ágúst 2022.
  44. „Grand Buddha at Ling Shan“, Wikipedia (enska), 19. janúar 2022, sótt 23. ágúst 2022
  45. Travel China Guide (2022). „Wuxi Weather“. Travel China Guide. Sótt 21. ágúst 2022.
  46. 46,0 46,1 „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 23. ágúst 2022
  47. „中国气象数据网 - WeatherBk Data“. data.cma.cn. 2020. Sótt 26. ágúst 2022.
  48. „Saint Joseph's Church, Wuxi“, Wikipedia (enska), 18. júlí 2021, sótt 23. ágúst 2022
  49. Jiangsu Provincial Bureau of Statistics (18. maí 2021). „Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)“. Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province. Sótt 21. ágúst 2022.
  50. „Уси“, Википедия (rússneska), 19. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  51. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  52. „无锡市行政区划“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 21. janúar 2022, sótt 22. ágúst 2022
  53. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 22. ágúst 2022
  54. „无锡市行政区划“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 21. janúar 2022, sótt 22. ágúst 2022
  55. „Center 66“, Wikipedia (enska), 20. júní 2022, sótt 23. ágúst 2022
  56. „Wuxi IFS“, Wikipedia (enska), 21. febrúar 2022, sótt 23. ágúst 2022
  57. 刘明. „Shanghai tops city competitiveness rankings“. global.chinadaily.com.cn. Sótt 25. ágúst 2022.
  58. „Wuxi“, Wikipedia (enska), 8. ágúst 2022, sótt 23. ágúst 2022
  59. „Center 66“, Wikipedia (enska), 20. júní 2022, sótt 23. ágúst 2022
  60. „无锡茂业城-万豪国际酒店“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 19. desember 2021, sótt 23. ágúst 2022
  61. „Companies“. www.wuxinews.com.cn. Sótt 23. ágúst 2022.
  62. 2022 China Daily (3. mars 2022). „Wuxi district looks to develop modern industries“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 21. ágúst 2022.
  63. 2022 China Daily (23. júní 2022). „Wuxi's aerospace industry gets boost“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 21. ágúst 2022.
  64. By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily (30. september 2021). „IoT industry fuels Wuxi's digital transformation“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 21. ágúst 2022.
  65. 2022 China Daily (wuxinews.com.cn) (11. maí 2022). „Wuxi boasts thriving industries“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 21. ágúst 2022.
  66. „Wuxi (National) Software Park“. www.wndonline.cn. Sótt 23. ágúst 2022.
  67. „Development Zones“. www.wuxinews.com.cn. Sótt 23. ágúst 2022.
  68. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 23. ágúst 2022
  69. „Xinwu District, Wuxi“, Wikipedia (enska), 17. apríl 2022, sótt 23. ágúst 2022
  70. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 23. ágúst 2022
  71. „Xinwu District, Wuxi“, Wikipedia (enska), 17. apríl 2022, sótt 23. ágúst 2022
  72. „Jiangyin Yangtze River Bridge“, Wikipedia (enska), 14. ágúst 2022, sótt 23. ágúst 2022
  73. „无锡中央车站“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 23. desember 2021, sótt 24. ágúst 2022
  74. „沪宁高速动车组列车“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 30. nóvember 2021, sótt 24. ágúst 2022
  75. „G2 Beijing–Shanghai Expressway“, Wikipedia (enska), 16. júlí 2022, sótt 24. ágúst 2022
  76. „G42 Shanghai–Chengdu Expressway“, Wikipedia (enska), 29. júlí 2022, sótt 24. ágúst 2022
  77. „常合高速公路“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 20. ágúst 2022, sótt 24. ágúst 2022
  78. „China National Highway 312“, Wikipedia (enska), 22. apríl 2022, sótt 24. ágúst 2022
  79. „China National Highway 104“, Wikipedia (enska), 8. apríl 2021, sótt 24. ágúst 2022
  80. „Beijing–Shanghai railway“, Wikipedia (enska), 1. febrúar 2022, sótt 24. ágúst 2022
  81. „Beijing–Shanghai high-speed railway“, Wikipedia (enska), 22. ágúst 2022, sótt 24. ágúst 2022
  82. „Nanjing–Hangzhou high-speed railway“, Wikipedia (enska), 22. ágúst 2022, sótt 24. ágúst 2022
  83. „Xinyi–Changxing railway“, Wikipedia (enska), 17. júlí 2022, sótt 24. ágúst 2022
  84. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 24. ágúst 2022
  85. „无锡市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 8. ágúst 2022, sótt 24. ágúst 2022
  86. „Sunan Shuofang International Airport“, Wikipedia (enska), 18. ágúst 2022, sótt 24. ágúst 2022
  87. „苏南硕放国际机场“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 25. mars 2022, sótt 24. ágúst 2022
  88. „Wuxi Overview“. www.cfguide.cn. Sótt 24. ágúst 2022.
  89. 2022 China Daily (chinadaily.com.cn). (2018). „Wuxi Opera“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 22. ágúst 2022.
  90. 2022 China Daily (gowuxi.com) (21. júlí 2022). „Century-old Xiju Opera still shines“. The Information Office of Wuxi Municipal People's Government. Sótt 22. ágúst 2022.